Borga fimm milljarða fyrir táning Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 23:00 Miklar vonir eru bundnar við hinn unga Charalampos Kostoulas hjá Brighton. Brighton & Hove Albion Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur fest kaup á 18 ára gömlum Grikkja fyrir 35 milljónir evra, eða jafnvirði yfir fimm milljarða króna. Fyrr á þessu ári keypti félagið 19 ára Grikkja fyrir 25 milljónir evra. Nýjasti liðsmaður Brighton er sóknarmaðurinn Charalampos Kostoulas sem kemur frá Olympiacos og skrifaði undir samning til fimm ára. Hann er langdýrasti leikmaður sem seldur er frá grísku félagi en metið átti Daniel Podence sem seldur var frá Olympiacos til Wolves árið 2020 fyrir næstum helmingi lægri upphæð. Kostoulas var í liði Olympiacos sem vann Meistaradeild ungmenna í fyrra, þar sem liðið vann Inter og Bayern München áður en það hafði betur gegn AC Milan í úrslitaleiknum. Hann skoraði svo sjö mörk í 22 leikjum fyrir aðallið Olympiacos á nýafstaðinni leiktíð. 💰 Deal worth €35m plus €2m in add-ons🔥 Regarded as one of the hottest talents in Europe⚽️ Seven goals in 2024-25 for Olympiacos aged 18🏆 Five goals as Olympiacos won 2023-24 UEFA Youth LeagueCharalampos Kostoulas is set to undergo a medical at Brighton & Hove Albion ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 11, 2025 Áður hafði Brighton keypt hinn 19 ára gamla Stefanos Tzimas frá Nürnberg í vetur. Uppgötvaður af umboðsmanni Antetokounmpo BBC bendir á það að umboðsmaður Kostoulas sé fyrrverandi körfuboltaþjálfarinn Giorgos Panou sem er þekktastur fyrir að hafa tekið sjálfan Giannis Antetokounmpo að sér þegar hann spilaði körfubolta í næstefstu deild Grikklands árið 2013. Panou sá Kostoulas spila þegar hann var 15 ára og segist strax hafa fengið sömu tilfinningu og varðandi Giannis, að þarna væri eitilhart hæfileikabúnt sem hefði mikla möguleika á að ná mjög langt. Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Nýjasti liðsmaður Brighton er sóknarmaðurinn Charalampos Kostoulas sem kemur frá Olympiacos og skrifaði undir samning til fimm ára. Hann er langdýrasti leikmaður sem seldur er frá grísku félagi en metið átti Daniel Podence sem seldur var frá Olympiacos til Wolves árið 2020 fyrir næstum helmingi lægri upphæð. Kostoulas var í liði Olympiacos sem vann Meistaradeild ungmenna í fyrra, þar sem liðið vann Inter og Bayern München áður en það hafði betur gegn AC Milan í úrslitaleiknum. Hann skoraði svo sjö mörk í 22 leikjum fyrir aðallið Olympiacos á nýafstaðinni leiktíð. 💰 Deal worth €35m plus €2m in add-ons🔥 Regarded as one of the hottest talents in Europe⚽️ Seven goals in 2024-25 for Olympiacos aged 18🏆 Five goals as Olympiacos won 2023-24 UEFA Youth LeagueCharalampos Kostoulas is set to undergo a medical at Brighton & Hove Albion ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 11, 2025 Áður hafði Brighton keypt hinn 19 ára gamla Stefanos Tzimas frá Nürnberg í vetur. Uppgötvaður af umboðsmanni Antetokounmpo BBC bendir á það að umboðsmaður Kostoulas sé fyrrverandi körfuboltaþjálfarinn Giorgos Panou sem er þekktastur fyrir að hafa tekið sjálfan Giannis Antetokounmpo að sér þegar hann spilaði körfubolta í næstefstu deild Grikklands árið 2013. Panou sá Kostoulas spila þegar hann var 15 ára og segist strax hafa fengið sömu tilfinningu og varðandi Giannis, að þarna væri eitilhart hæfileikabúnt sem hefði mikla möguleika á að ná mjög langt.
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira