Íranir séu vikum eða mánuðum frá kjarnorkusprengju Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. júní 2025 09:09 Erlingur Erlingsson ræddi umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í Bítinu í morgun. Vísir/Samsett Hernaðarsagnfræðingur segir árásir umfangsmiklar loftárásir Ísraela á Íran í nótt ekki koma sér á óvart. Allt bendi til þess að Íranir séu á barmi þess að koma sér upp sér kjarnorkusprengju og Ísraelar líti á það sem tilvistarógn. Sprengingar dundu víða um Íran í nótt. Árásirnar hófust um miðnætti á íslenskum tíma og stóðu fram á nótt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hefði verið á rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir auðguðu úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldflauga. Talið er að Hossein Salami, yfirmaður írönsku byltingarvarðarins hafi fallið í árásinni og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins. Árásir standi yfir „eins lengi og þörf krefur“ Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir að ávítun kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín um samstarfstregðu Írana varðandi eftirlit þeirra með kjarnorkuáætlun Írana hafi verið Ísraelum átylla. „Það gerist svo bara í gær að kjarnorkumálastofnunin í Vín ávítar Írani fyrir skort á samstarfi varðandi eftirlit með þeirra kjarnorkuáætlun sem miðar að því að staðfesta að hún sé friðsamleg. Það að einhverju leyti telja Ísraelsmenn að gefi sér einhvers konar grænt ljós og svo hafa þeir vitanlega grænt ljós frá Trump,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni. Erlingur segir erfitt að segja til um eftirmála árásanna. Íranir hafa heitið hefndum og eru þegar hafnir að senda dróna sem Ísraelar hafa verið í óðaönn að skjóta niður í morgun. Íranir hafi þó takmarkaða getu til að koma höggi á Ísrael. „Það verður framhald af þessum árásum. Það er ekki ráðist á alla mikilvægustu staðina þar sem kjarnorkuáætlun Írana er rekin. Við vitum að Netanjahú að þetta muni standa yfir eins lengi og þörf krefur,“ segir Erlingur. Ríki Persaflóa fagni Erlingur segir friðarhorfur á svæðinu litlar. „Ísraelsmenn eru í ákveðinni yfirburðastöðu, bæði hvað varðar árásargetu og svo telja þeir sjálfa sig geta varist gagnárásum eins og þeir hafa ítrekað gert gegn drónum og eldflaugum frá Íran og öðrum stöðum. Á meðan það er staðan og þeir telja sér ógnað þá er von á áframhaldandi átökum,“ segir hann. Erlingur segir að flest lönd á svæðinu muni forðast það að sogast inn í átökin en að Íranir muni líklega virkja bandamenn sína Hútana í Jemen til að gera árásir á skip í Rauða hafinu. „Það er ekkert leyndarmál að öll ríki við Persaflóa hafa gríðarlega miklar áhyggjur af því að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir munu fagna því ef að Íran veikist. Þarna er ekki bara ráðist á kjarnorkuáætlunina heldur fella þeir háttsettan aðila innan íranska hersins og stjórnarinnar,“ segir Erlingur. Á barmi kjarnorkuvopnvæðingar Hann segir alþjóðasamfélagið vita töluvert um kjarnorkustarfsemi Írana. „Hún hefur verið undir töluverðu eftirliti kjarnorkumálastofnunarinnar og það er hugsanlegt að það séu einhverjar faldar stöðvar. Það var gert samkomulag við Íran sem Obama-stjórnin gerði 2015 þar sem Íranir afsöluðu sér að auðga úran umfram ákveðið magn og skiluðu því sem þeir höfðu auðgað umfram það. Trump hleypur svo út úr þessu samkomulagi 2018 og eftir það hafa Íranir keyrt áfram í áttina að því að búa til sprengju,“ segir hann. Hve nálægt eru þeir því? „Það er talað um að þeir séu einhverjar vikur eða mánuði frá því. Það er það sem Netanjahú sér fyrir sér að koma í veg fyrir núna. Hann heldur að þeir séu komnir við þröskuldinn með. Það er áhugavert að þeir ráðast ekki á kjarnorkuauðgunarstöð sem Íranir eru með inni í fjalli á stað sem heitir Fordó og það er líklega af því að þeir hafa ekki getu til að eyðileggja þá stöð, hún er einn og hálfan kílómeter neðanjarðar,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur. Íran Ísrael Bítið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Sprengingar dundu víða um Íran í nótt. Árásirnar hófust um miðnætti á íslenskum tíma og stóðu fram á nótt. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði í ávarpi til þjóðar sinnar að ráðist hefði verið á rannsóknarstofu í Natanz þar sem Íranir auðguðu úran og einnig á staði þar sem unnið var að hönnun langdrægra eldflauga. Talið er að Hossein Salami, yfirmaður írönsku byltingarvarðarins hafi fallið í árásinni og einnig Mohammad Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs íranska hersins. Árásir standi yfir „eins lengi og þörf krefur“ Erlingur Erlingsson hernaðarsérfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, segir að ávítun kjarnorkumálastofnunarinnar í Vín um samstarfstregðu Írana varðandi eftirlit þeirra með kjarnorkuáætlun Írana hafi verið Ísraelum átylla. „Það gerist svo bara í gær að kjarnorkumálastofnunin í Vín ávítar Írani fyrir skort á samstarfi varðandi eftirlit með þeirra kjarnorkuáætlun sem miðar að því að staðfesta að hún sé friðsamleg. Það að einhverju leyti telja Ísraelsmenn að gefi sér einhvers konar grænt ljós og svo hafa þeir vitanlega grænt ljós frá Trump,“ segir hann í Bítinu á Bylgjunni. Erlingur segir erfitt að segja til um eftirmála árásanna. Íranir hafa heitið hefndum og eru þegar hafnir að senda dróna sem Ísraelar hafa verið í óðaönn að skjóta niður í morgun. Íranir hafi þó takmarkaða getu til að koma höggi á Ísrael. „Það verður framhald af þessum árásum. Það er ekki ráðist á alla mikilvægustu staðina þar sem kjarnorkuáætlun Írana er rekin. Við vitum að Netanjahú að þetta muni standa yfir eins lengi og þörf krefur,“ segir Erlingur. Ríki Persaflóa fagni Erlingur segir friðarhorfur á svæðinu litlar. „Ísraelsmenn eru í ákveðinni yfirburðastöðu, bæði hvað varðar árásargetu og svo telja þeir sjálfa sig geta varist gagnárásum eins og þeir hafa ítrekað gert gegn drónum og eldflaugum frá Íran og öðrum stöðum. Á meðan það er staðan og þeir telja sér ógnað þá er von á áframhaldandi átökum,“ segir hann. Erlingur segir að flest lönd á svæðinu muni forðast það að sogast inn í átökin en að Íranir muni líklega virkja bandamenn sína Hútana í Jemen til að gera árásir á skip í Rauða hafinu. „Það er ekkert leyndarmál að öll ríki við Persaflóa hafa gríðarlega miklar áhyggjur af því að Íranir komi sér upp kjarnorkuvopnum. Þeir munu fagna því ef að Íran veikist. Þarna er ekki bara ráðist á kjarnorkuáætlunina heldur fella þeir háttsettan aðila innan íranska hersins og stjórnarinnar,“ segir Erlingur. Á barmi kjarnorkuvopnvæðingar Hann segir alþjóðasamfélagið vita töluvert um kjarnorkustarfsemi Írana. „Hún hefur verið undir töluverðu eftirliti kjarnorkumálastofnunarinnar og það er hugsanlegt að það séu einhverjar faldar stöðvar. Það var gert samkomulag við Íran sem Obama-stjórnin gerði 2015 þar sem Íranir afsöluðu sér að auðga úran umfram ákveðið magn og skiluðu því sem þeir höfðu auðgað umfram það. Trump hleypur svo út úr þessu samkomulagi 2018 og eftir það hafa Íranir keyrt áfram í áttina að því að búa til sprengju,“ segir hann. Hve nálægt eru þeir því? „Það er talað um að þeir séu einhverjar vikur eða mánuði frá því. Það er það sem Netanjahú sér fyrir sér að koma í veg fyrir núna. Hann heldur að þeir séu komnir við þröskuldinn með. Það er áhugavert að þeir ráðast ekki á kjarnorkuauðgunarstöð sem Íranir eru með inni í fjalli á stað sem heitir Fordó og það er líklega af því að þeir hafa ekki getu til að eyðileggja þá stöð, hún er einn og hálfan kílómeter neðanjarðar,“ segir Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur.
Íran Ísrael Bítið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“