Iðnaðarmaður ársins hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð X977 & Sindri 13. júní 2025 11:23 Tommi Steindórs (t.v.), dagskrárstjóri X977 óskar hér Eyjólfi Eiríkssyni til hamingju með titilinn Iðnaðarmaður ársins 2025. Eyjólfur vann með nokkrum yfirburðum. Iðnaðarmaður ársins 2025 er múrarinn Eyjólfur Eiríksson. Hann var einn af átta iðnaðarmönnum sem komust í úrslit og stóðust þar með strangar kröfur dómnefndar X977 og Sindra. Eyjólfur verður 24 ára í næsta mánuði og er með sveinspróf í múraraiðn. Hann á kærustu og starfar í dag hjá Múrþjónustu Helga Þorsteins sem er staðsett í Hveragerði en mest vinnur hann þó á höfuðborgarsvæðinu. Í frítíma sínum spilar hann golf og hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð. „Starf múrara er mjög fjölbreytt og enginn dagur eins,“ segir Eyjólfur. „Einn daginn er ég að flota, næsta kannski að flísaleggja og þann þriðja að vinna í sprunguviðgerðum. Svo er maður líka í alls konar skítavinnu eins og að brjóta og slípa.“ Þótt Eyjólfur hafi útskrifast í fyrra hefur hann þó starfað við fagið í nokkur ár. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2025 Eyjólfur kynntist starfinu upphaflega í sumarvinnu og fannst það svo skemmtilegt að hann sótti um í Tækniskólanum „Ég stefni á að taka meistarann seinna en er ekkert að flýta mér.“ En hvað er það helst við starf múrara sem fólk veit ekki almennt? „Starfið er léttara en margur heldur og þá meina ég þetta er ekki eins erfið líkamleg vinna og margir halda.“ Á hverju vori taka útvarpsstöðin X977 og Sindri höndum saman og verðlauna iðnaðarmann ársins. Iðnaðarmenn geta skráð sig til leiks og almenningur getur einnig tilnefnt uppáhalds iðnaðarmanninn sinn. Dómnefnd velur að lokum átta iðnaðarmenn úr sem þjóðin kýs á milli hér á Vísi. Iðnaðarmaður ársins fær í verðlaun glæsilegan pakka frá Sindra sem inniheldur alklæðnað frá Blåkläder og sex véla sett frá DeWalt. „Ætli ég sé ekki mest spenntur fyrir brotvélinni en það er hægt að nota hana í svo mörg ólík verk.“ Hann ætlar að njóta sumarsins á Íslandi og stefnir m.a. á Þjóðhátíð í Eyjum. „Ég hef aldrei skilið fólk sem fer til útlanda yfir sumartímann. Mér finnst best að njóta íslenska sumarsins og kíkja frekar til útlanda yfir háveturinn. Það fer líka vel saman við starfið því það er alltaf mikið að gera hjá okkur á sumrin. Kannski kíki ég í sólina þegar kuldinn og myrkrið verður sem mest næsta vetur.“ Við óskum Eyjólfi til hamingju með titilinn. Iðnaðarmaður ársins X977 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira
Eyjólfur verður 24 ára í næsta mánuði og er með sveinspróf í múraraiðn. Hann á kærustu og starfar í dag hjá Múrþjónustu Helga Þorsteins sem er staðsett í Hveragerði en mest vinnur hann þó á höfuðborgarsvæðinu. Í frítíma sínum spilar hann golf og hlustar á IceGuys til að koma sér í stuð. „Starf múrara er mjög fjölbreytt og enginn dagur eins,“ segir Eyjólfur. „Einn daginn er ég að flota, næsta kannski að flísaleggja og þann þriðja að vinna í sprunguviðgerðum. Svo er maður líka í alls konar skítavinnu eins og að brjóta og slípa.“ Þótt Eyjólfur hafi útskrifast í fyrra hefur hann þó starfað við fagið í nokkur ár. Klippa: Iðnaðarmaður ársins 2025 Eyjólfur kynntist starfinu upphaflega í sumarvinnu og fannst það svo skemmtilegt að hann sótti um í Tækniskólanum „Ég stefni á að taka meistarann seinna en er ekkert að flýta mér.“ En hvað er það helst við starf múrara sem fólk veit ekki almennt? „Starfið er léttara en margur heldur og þá meina ég þetta er ekki eins erfið líkamleg vinna og margir halda.“ Á hverju vori taka útvarpsstöðin X977 og Sindri höndum saman og verðlauna iðnaðarmann ársins. Iðnaðarmenn geta skráð sig til leiks og almenningur getur einnig tilnefnt uppáhalds iðnaðarmanninn sinn. Dómnefnd velur að lokum átta iðnaðarmenn úr sem þjóðin kýs á milli hér á Vísi. Iðnaðarmaður ársins fær í verðlaun glæsilegan pakka frá Sindra sem inniheldur alklæðnað frá Blåkläder og sex véla sett frá DeWalt. „Ætli ég sé ekki mest spenntur fyrir brotvélinni en það er hægt að nota hana í svo mörg ólík verk.“ Hann ætlar að njóta sumarsins á Íslandi og stefnir m.a. á Þjóðhátíð í Eyjum. „Ég hef aldrei skilið fólk sem fer til útlanda yfir sumartímann. Mér finnst best að njóta íslenska sumarsins og kíkja frekar til útlanda yfir háveturinn. Það fer líka vel saman við starfið því það er alltaf mikið að gera hjá okkur á sumrin. Kannski kíki ég í sólina þegar kuldinn og myrkrið verður sem mest næsta vetur.“ Við óskum Eyjólfi til hamingju með titilinn.
Iðnaðarmaður ársins X977 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Heilbrigður hársvörður er lykillinn að fallegu hári Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Fékk sterkari bein án lyfja Sjö rétta líbönsk veisla sem þú mátt alls ekki missa af! Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Uppselt, uppselt og aukatónleikum bætt við Sumar á Sýrlandi Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Þykkari augnhár og augabrúnir – vísindin á bak við UKLASH Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Sjá meira