Svona verður dagskráin á 17. júní í Reykjavík Agnar Már Másson skrifar 13. júní 2025 10:03 Skátar í skrúðgöngu. vísir/daníel Fjölbreytt dagskrá verður í boði í Reykjavík á 17. júní á þriðjudaginn. Skrúðganga verður frá Hallgrímskirkju en auk þess eru á dagskrá tónleikar, götuleikhús, dansveisla, sirkus, leiktæki, matarvagnar og fornbílasýningar í Hljómskálagarði og á Klambratúni svo fátt eitt sé nefnt. Í tilkynningu frá borginni segir að hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefjist á Austurvelli kl. 11:10 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Athöfnin verður söguleg að nokkru leyti þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarpið sem allt fram til þessa hefur verið í höndum forsætisráðherra. Forsætisráðherra leggur svo blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytur ávarp en venju samkvæmt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans. VÆB troða upp í Hljómskálagarðinum Skátar leiða skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan 13.00. Í skrúðgöngunni slást leynigestir með í hópinn þeirra á meðal eru allir landvættir Íslands. Lúðrasveitin Svanur leikur undir sér um að slá taktinn.Öllum er velkomið að taka þátt. Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir öll og ætti engum að leiðast, dans, sirkus og hoppukastalar. Listhópar Hins Hússins verða með ýmsar uppákomur á víð og dreif um garðinn. Hljómskálagarðurinn verður stútfullur af allskyns skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis aðgangur er á alla dagskrárliði og í tæki. Dagskrá á sviði: Systurnar Dóra Júlía og Helga Margrét eru skemmtanastjórar á stóra sviðinu. 13:50 Leikhópurinn Lotta 14:30 Dansskóli Birnu Björns 14:40 Lína Langsokkur 15:00 Gugusar 15:20 Dans World Class 15:30 Inspector Spacetime 16:10 Dans Brynju Péturs 16:30 Emmsjé Gauti 17:00 VÆB 13:00-17:00 Krúserklúbburinn verður með glæsilega bílasýningu á Skothúsvegi 14:00-17:00 Reykjavik HEMA Club munu setja upp tvo velli til að skylmast á og leika listir sínar 14:30 Dans Afríka Iceland verður með trommuslátt og dans í garðinum. Víðsvegar um garðinn veða hoppukastalar, skátaþrautabraut, klifurveggu og matarvagnar. Auk þess verður Hringleikur með sirkusatriði á vel völdum stöðum. Dans Afrika Ísland dansar fyrir gesti. Listhópar Hins Hússins verða með blöndu af menningarviðburðum í garðinum. Götuleikhús Hins Hússins sýnir listir sínar í Hljómskálagarði. Matarvagnar á Klambratúni Við fögnum þjóðhátíðardegi Íslendinga á Klambratúni með léttri og skemmtilegri stemningu fyrir alla fjölskylduna sem hefst kl. 13:00. Dagskrá: 13:00 Matarvagnar og leiktæki 13:00 Dj Fusion Groove 14:00 Lúðrasveit Verkalýðsins 14:45 Dans Brynju Péturs 16:00 Dans JSB 15:00 Þorri og Þura fyrir yngstu börnin Harmonikufélag Reykjavíkur mun halda harmonikutónleika og harmonikuball í Ráðhúsinu. Ókeypis verður inn og nóg af sætum fyrir áheyrendur og gólfplássi fyrir dansara. Dagskráin hefst klukkan 15:00 lýkur klukkan 16:00. Þetta verður fjör. Ókeypis fyrir öryrkja og fólk í þjóðbúning Þjóðhátíðardeginum 17. júní verður fagnað á Árbæjarsafni með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá þar sem þjóðbúningar, þjóðdansar, fjallkonan, fornbílar, harmonikkuleikur, veitingasala og gömlu góðu sleikjóarnir koma við sögu. Ókeypis aðgangur er fyrir þá sem mæta í þjóðbúningi, öryrkja, börn og menningarkortshafa. Að vanda eru þjóðbúningurinn og þjóðdansar í öndvegi á þessum hátíðardegi og eru gestir hvattir til að mæta í eigin þjóðbúningi. Fjallkonu Árbæjarsafns verður skautað í safnhúsinu Lækjargötu kl. 14 en eftir það hefst kennsla í þjóðdönsum undir leiðsögn Atla Freys Hjaltasonar í Þjóðdansafélaginu. Nokkrir félagar úr Fornbílaklúbbnum mæta með drossíur sínar sem verða til sýnis á víð og dreif um safnsvæðið. Af nógu er að taka og hægt er að skoða dagskrána og kort yfir götulokanir vegna hátíðahaldanna á www.17juni.is Gestir eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í hátíðahöldunum. 17. júní Reykjavík Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Í tilkynningu frá borginni segir að hátíðarathöfn á vegum Alþingis og forsætisráðuneytisins hefjist á Austurvelli kl. 11:10 en henni verður sjónvarpað og útvarpað á RÚV. Athöfnin verður söguleg að nokkru leyti þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur boðið Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að flytja hátíðarávarpið sem allt fram til þessa hefur verið í höndum forsætisráðherra. Forsætisráðherra leggur svo blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytur ávarp en venju samkvæmt hvílir leynd yfir því hver hún er þar til hún gengur út á völlinn. Að lokinni athöfn fer skrúðganga frá Austurvelli í Hólavallakirkjugarð þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir, forseti borgarstjórnar, leggur blómsveig frá Reykvíkingum að leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur konu hans. VÆB troða upp í Hljómskálagarðinum Skátar leiða skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju klukkan 13.00. Í skrúðgöngunni slást leynigestir með í hópinn þeirra á meðal eru allir landvættir Íslands. Lúðrasveitin Svanur leikur undir sér um að slá taktinn.Öllum er velkomið að taka þátt. Í Hljómskálagarðinum verður fjölbreytt dagskrá fyrir öll og ætti engum að leiðast, dans, sirkus og hoppukastalar. Listhópar Hins Hússins verða með ýmsar uppákomur á víð og dreif um garðinn. Hljómskálagarðurinn verður stútfullur af allskyns skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis aðgangur er á alla dagskrárliði og í tæki. Dagskrá á sviði: Systurnar Dóra Júlía og Helga Margrét eru skemmtanastjórar á stóra sviðinu. 13:50 Leikhópurinn Lotta 14:30 Dansskóli Birnu Björns 14:40 Lína Langsokkur 15:00 Gugusar 15:20 Dans World Class 15:30 Inspector Spacetime 16:10 Dans Brynju Péturs 16:30 Emmsjé Gauti 17:00 VÆB 13:00-17:00 Krúserklúbburinn verður með glæsilega bílasýningu á Skothúsvegi 14:00-17:00 Reykjavik HEMA Club munu setja upp tvo velli til að skylmast á og leika listir sínar 14:30 Dans Afríka Iceland verður með trommuslátt og dans í garðinum. Víðsvegar um garðinn veða hoppukastalar, skátaþrautabraut, klifurveggu og matarvagnar. Auk þess verður Hringleikur með sirkusatriði á vel völdum stöðum. Dans Afrika Ísland dansar fyrir gesti. Listhópar Hins Hússins verða með blöndu af menningarviðburðum í garðinum. Götuleikhús Hins Hússins sýnir listir sínar í Hljómskálagarði. Matarvagnar á Klambratúni Við fögnum þjóðhátíðardegi Íslendinga á Klambratúni með léttri og skemmtilegri stemningu fyrir alla fjölskylduna sem hefst kl. 13:00. Dagskrá: 13:00 Matarvagnar og leiktæki 13:00 Dj Fusion Groove 14:00 Lúðrasveit Verkalýðsins 14:45 Dans Brynju Péturs 16:00 Dans JSB 15:00 Þorri og Þura fyrir yngstu börnin Harmonikufélag Reykjavíkur mun halda harmonikutónleika og harmonikuball í Ráðhúsinu. Ókeypis verður inn og nóg af sætum fyrir áheyrendur og gólfplássi fyrir dansara. Dagskráin hefst klukkan 15:00 lýkur klukkan 16:00. Þetta verður fjör. Ókeypis fyrir öryrkja og fólk í þjóðbúning Þjóðhátíðardeginum 17. júní verður fagnað á Árbæjarsafni með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá þar sem þjóðbúningar, þjóðdansar, fjallkonan, fornbílar, harmonikkuleikur, veitingasala og gömlu góðu sleikjóarnir koma við sögu. Ókeypis aðgangur er fyrir þá sem mæta í þjóðbúningi, öryrkja, börn og menningarkortshafa. Að vanda eru þjóðbúningurinn og þjóðdansar í öndvegi á þessum hátíðardegi og eru gestir hvattir til að mæta í eigin þjóðbúningi. Fjallkonu Árbæjarsafns verður skautað í safnhúsinu Lækjargötu kl. 14 en eftir það hefst kennsla í þjóðdönsum undir leiðsögn Atla Freys Hjaltasonar í Þjóðdansafélaginu. Nokkrir félagar úr Fornbílaklúbbnum mæta með drossíur sínar sem verða til sýnis á víð og dreif um safnsvæðið. Af nógu er að taka og hægt er að skoða dagskrána og kort yfir götulokanir vegna hátíðahaldanna á www.17juni.is Gestir eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í hátíðahöldunum.
17. júní Reykjavík Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira