Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2025 08:56 Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Fljótagöngum er ætlað að leysa af þennan veg. Skjáskot/Stöð 2. „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ Þetta segir alþingismaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, nú ritstjóri Bæjarins besta, í grein í vestfirska miðlinum. Tilefni greinarinnar er auglýsing Skipulagsstofnunar í fyrradag á matsáætlun fyrir Siglufjarðarveg og Fljótagöng sem Vegagerðin hefur lagt fram. Jafnframt opnaði Vegagerðin nýlega tilboð í rannsóknarboranir vegna Fljótaganga. Bora á þrjár kjarnaholur í sumar í áætlaðri jarðgangalínu milli Fljóta og Siglufjarðar og á borunum að vera lokið fyrir 1. október í haust. Kristinn H. Gunnarsson sat á Alþingi á árunum 1991 til 2009 sem þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis.Vísir Með átján ára þingreynslu að baki fyrir þrjá stjórnmálaflokka, og sem þingflokksformaður tveggja þeirra, þekkir Kristinn vel hvernig kaupin geirast á eyrinni í pólitíkinni og ætti að teljast vel læs í þau teikn sem birtast. Kristinn segir Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra ítrekað hafa neitað að svara til um hver forgangsröðun ríkisstjórnarinnar væri í jarðgangagerð. Hann hafi vísað til nýrrar samgönguáætlunar sem lögð verði fram í haust. „Nú þýðir ekki lengur að dyljast í þessu máli, ríkisstjórnin er búin að taka sína ákvörðun, fjórðu jarðgöngin til Siglufjarðar eru á undan næstu jarðgöngum á Vestfjörðum,“ segir Kristinn. Á Vestfjörðum er meðal annars kallað eftir jarðgöngum til að leysa af veginn um Súðavíkurhlíð.Stöð 2 Eins og búast mátti við af fyrrum þingmanni Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis og núverandi ritstjóra héraðsmiðils Vestfirðinga er kjarninn í málflutningi Kristins í jarðgangakapphlaupi landshlutanna að draga fram brýnni þörf á jarðgöngum fyrir vestan. Um leið segir hann enga þörf á Fljótagöngum. „Rök Vegagerðarinnar um ástand vegarins um Almenninga eru veigalítil. Þótt sá vegur sígi og jafnvel í framtíðinni verði ónothæfur er hann ekki brýnn, hvorki fyrir Siglfirðinga né þá fáu sem búa í Fljótunum. Siglfirðingar sækja alla sína þjónustu, að eigin ósk, í Eyjafjörðinn um Héðinsfjarðargöng og Fljótamenn búa við láglendisveg til Skagafjarðar. Það þarf því engin jarðgöng. Þessi málflutningur Vegagerðarinnar er frekar pólitískur en faglegur. Þörf fyrir jarðgöng eru víða brýn á landinu og miklu mun brýnni en í Fljótunum. Það seinkar öðrum brýnni jarðgöngum að verja 21 milljarði króna í þessi lítt nauðsynlegu göng,“ segir Kristinn í grein sinni í BB. Teikning Vegagerðarinnar af fyrirhuguðum jarðgöngum milli Fljóta og Siglufjarðar. Tveir möguleikar, táknaðir með blárri og rauðri punktalínu, eru sýndir á legu ganganna og vegtengingum.Vegagerðin Í viðtali á Stöð 2 í byrjun ársins vildi Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ekki svara því hvort Fjarðarheiðargöng milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða yrðu áfram efst á forgangslista nýrrar jarðgangaáætlunar, tók raunar sérstaklega fram að hann væri óbundinn af fyrri áætlun. Hann sagði einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. Allt væri uppi á borðinu hvað þetta varðar. Hér má rifja upp hvað ráðherrann sagði í janúar: Í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2022 heyrðum við óskir Fljótamanna: Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Skagafjörður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Þetta segir alþingismaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, nú ritstjóri Bæjarins besta, í grein í vestfirska miðlinum. Tilefni greinarinnar er auglýsing Skipulagsstofnunar í fyrradag á matsáætlun fyrir Siglufjarðarveg og Fljótagöng sem Vegagerðin hefur lagt fram. Jafnframt opnaði Vegagerðin nýlega tilboð í rannsóknarboranir vegna Fljótaganga. Bora á þrjár kjarnaholur í sumar í áætlaðri jarðgangalínu milli Fljóta og Siglufjarðar og á borunum að vera lokið fyrir 1. október í haust. Kristinn H. Gunnarsson sat á Alþingi á árunum 1991 til 2009 sem þingmaður Vestfjarða og síðar Norðvesturkjördæmis.Vísir Með átján ára þingreynslu að baki fyrir þrjá stjórnmálaflokka, og sem þingflokksformaður tveggja þeirra, þekkir Kristinn vel hvernig kaupin geirast á eyrinni í pólitíkinni og ætti að teljast vel læs í þau teikn sem birtast. Kristinn segir Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra ítrekað hafa neitað að svara til um hver forgangsröðun ríkisstjórnarinnar væri í jarðgangagerð. Hann hafi vísað til nýrrar samgönguáætlunar sem lögð verði fram í haust. „Nú þýðir ekki lengur að dyljast í þessu máli, ríkisstjórnin er búin að taka sína ákvörðun, fjórðu jarðgöngin til Siglufjarðar eru á undan næstu jarðgöngum á Vestfjörðum,“ segir Kristinn. Á Vestfjörðum er meðal annars kallað eftir jarðgöngum til að leysa af veginn um Súðavíkurhlíð.Stöð 2 Eins og búast mátti við af fyrrum þingmanni Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis og núverandi ritstjóra héraðsmiðils Vestfirðinga er kjarninn í málflutningi Kristins í jarðgangakapphlaupi landshlutanna að draga fram brýnni þörf á jarðgöngum fyrir vestan. Um leið segir hann enga þörf á Fljótagöngum. „Rök Vegagerðarinnar um ástand vegarins um Almenninga eru veigalítil. Þótt sá vegur sígi og jafnvel í framtíðinni verði ónothæfur er hann ekki brýnn, hvorki fyrir Siglfirðinga né þá fáu sem búa í Fljótunum. Siglfirðingar sækja alla sína þjónustu, að eigin ósk, í Eyjafjörðinn um Héðinsfjarðargöng og Fljótamenn búa við láglendisveg til Skagafjarðar. Það þarf því engin jarðgöng. Þessi málflutningur Vegagerðarinnar er frekar pólitískur en faglegur. Þörf fyrir jarðgöng eru víða brýn á landinu og miklu mun brýnni en í Fljótunum. Það seinkar öðrum brýnni jarðgöngum að verja 21 milljarði króna í þessi lítt nauðsynlegu göng,“ segir Kristinn í grein sinni í BB. Teikning Vegagerðarinnar af fyrirhuguðum jarðgöngum milli Fljóta og Siglufjarðar. Tveir möguleikar, táknaðir með blárri og rauðri punktalínu, eru sýndir á legu ganganna og vegtengingum.Vegagerðin Í viðtali á Stöð 2 í byrjun ársins vildi Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ekki svara því hvort Fjarðarheiðargöng milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða yrðu áfram efst á forgangslista nýrrar jarðgangaáætlunar, tók raunar sérstaklega fram að hann væri óbundinn af fyrri áætlun. Hann sagði einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. Allt væri uppi á borðinu hvað þetta varðar. Hér má rifja upp hvað ráðherrann sagði í janúar: Í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2022 heyrðum við óskir Fljótamanna:
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Skagafjörður Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21 Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01 Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21
Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Fern ný jarðgöng verða undirbúin, Fossvogsbrú sett af stað og lykilvegir byggðir upp á Vestfjörðum og á Norðausturlandi. Breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi frestast hins vegar, samkvæmt samgönguáætlun næsta árs, sem kynnt var í dag. 19. nóvember 2024 21:21
Talsmenn Súðavíkur- og Fljótaganga segja ekki boðlegt að bíða í áratugi Talsmenn sveitarfélaga sem þrýsta á Súðavíkurgöng fyrir vestan og Fljótagöng fyrir norðan segja þessi verkefni það brýn að ekki sé hægt að bíða eftir því að jarðgangagerð klárist á Mið-Austurlandi. Áformað er að samgönguáætlun verði endurskoðuð á Alþingi eftir áramót. 8. nóvember 2022 22:01
Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45