Regluverk setur langborðinu stólinn fyrir dyrnar Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 10:37 Langborðinu hefur yfirleitt verið komið fyrir á Laugavegi í kringum sumarsólstöður. Reykjavíkurborg Veitingastaðir í Reykjavík hafa þurft fresta hinu árlega langborði um nokkrar vikur þar sem regluverk hjá heilbrigðiseftirlitinu gerir það að verkum að auglýsa þurfi starfsleyfi í fjórar vikur áður en það er veitt. Fjöldi veitingamanna hefur að undanförnu brennt sig á regluverki sem tók gildi í maí sem kveður á um að öll starfsleyfi þurfi að auglýsa á vef Reykjavíkurborgar í fjórar vikur. Síðustu fimm ár hafa veitingahúsin Sumac, Tíu sopar og Public house staðið fyrir svokölluðu langborði í kringum sumarsólstöður. Því verður aftur á móti frestað um að minnsta kosti tvær vikur í ár. Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Sumac, segist hafa síðustu fimm ár sent umsókn um leyfi um þremur vikum fyrir viðburðinn. En í þetta skipti bárust honum þau svör frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að Sumac þyrfti auglýsa leyfisveitinguna í fjórar vikur, en þá voru um þrjár vikur í viðburðinn. „Ég var ekki nógu upplýstur um það og við gátum ekki haldið þetta tuttugasta og fyrsta [júní] en fáum vonandi að halda þetta fimmta júlí,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. Leyfið er aftur á móti enn í auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera haldinn í fjögur til fimm ár, og þetta hefur verið eins allt árin. En það eru ansi margar loopholes sem þarf að hoppa í gegnum til að halda einu grilli fyrir utan veitingastaðinn og eitt langborð.“ Hann vill að regluverkið sé einfaldað. „Þetta er mikið bákn sem við erum að díla við. Það mætti heldur betur einfalda þetta mikið til.“ Afnumið að hluta Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra, hefur nú afnumið hluta reglugerðarinnar sem snýr að því að auglýsa drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Sú reglugerð hafði sett veitingahúsinu Kastrup stólinn fyrir dyrnar þegar eigendaskipti urðu þar nýlega. Jóhann Páll hefur sagst vilja létta um regluverkið enn frekar. Hann hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með boðuðum breytingum er lagt til að starfsleyfisskyldu sé létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi og að í staðinn sé einvörðungu gerð krafa um skráningu. Hygge enn í óvissu Axel Þorsteinsson, annar eigandi bakarísins Hygge sem hefur nú beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna við Barónsstíg, segir við Vísi að þær breytingar sem ráðherra boðar auðveldi sér ekki endilega að fá leyfi. Hann segist hafa fengið þau svör frá heilbrigðiseftirlitinu að breytingarnar gætu þvert á móti gert þeim að sækja annars vegar um leyfi fyrir matvælahluta rekstursins og hins vegar sérstaka skráningu fyrir hollustuhætti. Framkvæmd boðaðra breytinga liggur þó ekki fyrir. Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Fjöldi veitingamanna hefur að undanförnu brennt sig á regluverki sem tók gildi í maí sem kveður á um að öll starfsleyfi þurfi að auglýsa á vef Reykjavíkurborgar í fjórar vikur. Síðustu fimm ár hafa veitingahúsin Sumac, Tíu sopar og Public house staðið fyrir svokölluðu langborði í kringum sumarsólstöður. Því verður aftur á móti frestað um að minnsta kosti tvær vikur í ár. Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumeistari og eigandi Sumac, segist hafa síðustu fimm ár sent umsókn um leyfi um þremur vikum fyrir viðburðinn. En í þetta skipti bárust honum þau svör frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að Sumac þyrfti auglýsa leyfisveitinguna í fjórar vikur, en þá voru um þrjár vikur í viðburðinn. „Ég var ekki nógu upplýstur um það og við gátum ekki haldið þetta tuttugasta og fyrsta [júní] en fáum vonandi að halda þetta fimmta júlí,“ segir Þráinn í samtali við Vísi. Leyfið er aftur á móti enn í auglýsingu á vef Reykjavíkurborgar. „Þetta er viðburður sem er búinn að vera haldinn í fjögur til fimm ár, og þetta hefur verið eins allt árin. En það eru ansi margar loopholes sem þarf að hoppa í gegnum til að halda einu grilli fyrir utan veitingastaðinn og eitt langborð.“ Hann vill að regluverkið sé einfaldað. „Þetta er mikið bákn sem við erum að díla við. Það mætti heldur betur einfalda þetta mikið til.“ Afnumið að hluta Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra, hefur nú afnumið hluta reglugerðarinnar sem snýr að því að auglýsa drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Sú reglugerð hafði sett veitingahúsinu Kastrup stólinn fyrir dyrnar þegar eigendaskipti urðu þar nýlega. Jóhann Páll hefur sagst vilja létta um regluverkið enn frekar. Hann hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með boðuðum breytingum er lagt til að starfsleyfisskyldu sé létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi og að í staðinn sé einvörðungu gerð krafa um skráningu. Hygge enn í óvissu Axel Þorsteinsson, annar eigandi bakarísins Hygge sem hefur nú beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna við Barónsstíg, segir við Vísi að þær breytingar sem ráðherra boðar auðveldi sér ekki endilega að fá leyfi. Hann segist hafa fengið þau svör frá heilbrigðiseftirlitinu að breytingarnar gætu þvert á móti gert þeim að sækja annars vegar um leyfi fyrir matvælahluta rekstursins og hins vegar sérstaka skráningu fyrir hollustuhætti. Framkvæmd boðaðra breytinga liggur þó ekki fyrir.
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira