Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 13:32 J.J. Spaun fékk eldri dóttur sína Emerson í fangið eftir sigurinn á Opna bandaríska mótinu í golfi í gær. Getty/Ben Jared Nóttina áður en J.J. Spaun tryggði sér rúmlega hálfan milljarð króna, með því að vinna risamót í golfi í fyrsta sinn í gær, þurfti hann að rjúka út í apótek til að ná í lyf fyrir unga dóttur sína. Spaun var í spennandi stöðu fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn á Opna bandaríska mótinu á Oakmont-vellinum, og endaði á að vinna mótið með því að vera sá eini sem lék hringina fjóra samtals undir pari. Hann greindi svo frá því eftir magnað sigurpútt sitt í gær að nóttin fyrir lokahringinn hefði verið nokkuð annasöm. Um klukkan þrjú þurfti hann nefnilega að skjótast eftir lyfjum fyrir dóttur sína sem var með magapest. „Ég endaði á að skjótast í CVS (apótek) niðri í bæ vegna þess að dóttir mín (Violet, tveggja ára) var með magakveisu og hafði verið ælandi alla nóttina,“ sagði Spaun við fjölmiðla, eftir sinn langstærsta sigur á ferlinum. Sigur sem færir honum og fjölskyldu hans 4,3 milljónir dollara eða um 538 milljónir króna. „Ég hugsaði bara með mér: „Jæja, konan mín er enn vakandi klukkan þrjú og Violet er búin að æla út um allt. Hún heldur engu niðri.“ Þetta var ansi erfið byrjun á deginum,“ sagði Spaun. Hann hóf svo lokahringinn á að fá fimm skolla á fyrstu sex holunum í gær en hristi af sér slenið og fékk til að mynda fjóra fugla á síðustu sjö holunum. „Ég ætla ekki að kenna þessari nótt um hvernig byrjunin hjá mér var en hún passaði ágætlega við það sem var búið að vera í gangi, þetta kaos,“ sagði Spaun. J.J. Spaun með eiginkonu sinni Melody og dætrunum Emerson og Violet eftir sigurinn á Opna bandaríska í gær, á Oakmont-vellinum.Getty/Ben Jared „Alltaf barist í gegnum hvað sem er“ Þar til í gær hafði Spaun aðeins unnið eitt mót á PGA-mótaröðinni en þessi 34 ára kylfingur var þó í 25. sæti á síðasta heimslista. „Ég held að þetta sé bara þrautseigja. Ég hef alltaf barist í gegnum hvað sem er til að komast þangað sem ég þurfti og ná því sem ég vildi. Ég hef lent í lægðum á öllum stigum. Ég hef verið niðri. Maður komst upp úr því. Það er eins konar lítið mynstur, svo vonandi endurtekur það sig ekki. Þetta er í raun algjört hámark fyrir mig. Þetta er klárlega eins og ævintýrabók, með ævintýralegum endi, eins konar lítilmagni sem berst á móti, gefst ekki upp, gefst aldrei upp. Það er ekki hægt að skrifa betri sögu. Ég er bara svo heppinn að fá að vera hluti af henni,“ sagði Spaun. Golf Opna bandaríska Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Spaun var í spennandi stöðu fyrir fjórða og síðasta keppnisdaginn á Opna bandaríska mótinu á Oakmont-vellinum, og endaði á að vinna mótið með því að vera sá eini sem lék hringina fjóra samtals undir pari. Hann greindi svo frá því eftir magnað sigurpútt sitt í gær að nóttin fyrir lokahringinn hefði verið nokkuð annasöm. Um klukkan þrjú þurfti hann nefnilega að skjótast eftir lyfjum fyrir dóttur sína sem var með magapest. „Ég endaði á að skjótast í CVS (apótek) niðri í bæ vegna þess að dóttir mín (Violet, tveggja ára) var með magakveisu og hafði verið ælandi alla nóttina,“ sagði Spaun við fjölmiðla, eftir sinn langstærsta sigur á ferlinum. Sigur sem færir honum og fjölskyldu hans 4,3 milljónir dollara eða um 538 milljónir króna. „Ég hugsaði bara með mér: „Jæja, konan mín er enn vakandi klukkan þrjú og Violet er búin að æla út um allt. Hún heldur engu niðri.“ Þetta var ansi erfið byrjun á deginum,“ sagði Spaun. Hann hóf svo lokahringinn á að fá fimm skolla á fyrstu sex holunum í gær en hristi af sér slenið og fékk til að mynda fjóra fugla á síðustu sjö holunum. „Ég ætla ekki að kenna þessari nótt um hvernig byrjunin hjá mér var en hún passaði ágætlega við það sem var búið að vera í gangi, þetta kaos,“ sagði Spaun. J.J. Spaun með eiginkonu sinni Melody og dætrunum Emerson og Violet eftir sigurinn á Opna bandaríska í gær, á Oakmont-vellinum.Getty/Ben Jared „Alltaf barist í gegnum hvað sem er“ Þar til í gær hafði Spaun aðeins unnið eitt mót á PGA-mótaröðinni en þessi 34 ára kylfingur var þó í 25. sæti á síðasta heimslista. „Ég held að þetta sé bara þrautseigja. Ég hef alltaf barist í gegnum hvað sem er til að komast þangað sem ég þurfti og ná því sem ég vildi. Ég hef lent í lægðum á öllum stigum. Ég hef verið niðri. Maður komst upp úr því. Það er eins konar lítið mynstur, svo vonandi endurtekur það sig ekki. Þetta er í raun algjört hámark fyrir mig. Þetta er klárlega eins og ævintýrabók, með ævintýralegum endi, eins konar lítilmagni sem berst á móti, gefst ekki upp, gefst aldrei upp. Það er ekki hægt að skrifa betri sögu. Ég er bara svo heppinn að fá að vera hluti af henni,“ sagði Spaun.
Golf Opna bandaríska Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira