Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 14:47 Fylkismenn spiluðu í Bestu deildinni í fyrrasumar en er núna á leiðinni í fallbaráttu í Lengjudeildinni. Vísir/Diego Það er þungt yfir Lautinni þessa dagana því karlalið Fylkis er líklegra til að berjast fyrir lífi sínu í Lengjudeildinni en að vinna sér sæti í Bestu deildinni. Fylkismenn hafa ekki fagnað sigri í sex leikjum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta og liðið sem spilaði í Bestu deildinni síðasta sumar situr nú í fjórða neðsta sæti B-deildarinnar. Fylkir hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og aðeins botnlið Fjölnis er með færri sigra til þessa í sumar. Naumt tap á móti Val í úrslitaleik Lengjubikarsins gaf von um stutt stopp utan Bestu deildarinnar en nú þremur mánuðum síðar hefur dimmt verulega yfir í Árbænum. Fylkir gerði jafntefli við Grindavík og Keflavík í síðustu leikjum sínum en tapaði þar á undan þremur leikjum í röð á móti Leikni, Þór og Þrótti. Eini sigurleikurinn í sumar kom á heimavelli á móti Selfossi 9. maí síðastliðinn eða fyrir meira en mánuði síðan. Á þessari öld hafa Fylkismenn ávallt verið í efstu deild fyrir utan þessi þrjú tímabil þegar Árbæingar féllu. Í hin tvö skiptið fór liðið strax upp aftur með því að vinna B-deildina árið eftir. Staðan í Lengjudeildinni eftir átta umferðir.Knattspyrnusamband Íslands Liðið var síðast lengur en eitt ár í B-deildinni á árunum 1997 til 1999. 1996 féll liðið úr úrvalsdeild og endaði bara í sjötta sæti í B-deildinni sumarið eftir. Það er versti árangur Fylkis síðustu 38 ár eða síðan liðið spilaði í C-deildinni sumarið 1987 en Fylkir endaði líka í sjötta sæti í B-deildinni sumarið 1991. Liðið varð í fjórða sæti í B-deildinni sumarið 1998 og vann síðan B-deildina 1999. Frá árinu 2000 hefur Fylkisliðið verið úrvalsdeildarlið með fyrrnefndum örfáum undantekningum. Fyrstu skrefin í átt að því voru tekin um miðjan níunda áratuginn þegar Fylkismenn fóru upp um tvær deildir á tveimur árum. Árbæjarliðið vann C-deildina sumarið 1987 og fór upp en endaði svo í öðru sæti í B-deildinni sumarið 1988 og komst þá upp í efstu deild í fyrsta skiptið. Fyrstu þrjú tímabil Fylkis í efstu deild, 1989, 1993 og 1996, þá féll liðið aftur niður í B-deild. Rúnar Páll Sigmundsson hætti með Fylki eftir síðasta tímabil og við tók Árni Freyr Guðnason. Fylkismenn fengu Árna frá ÍR. ÍR-ingar náðu aftur á móti að leysa vel úr því, réðu Jóhann Birni Guðmundsson, og þeir sitja nú í efsta sæti Lengjudeildarinnar með sæti í Bestu deildinni í augsýn. Nú reynir á Árna og Fylkismenn að snúa við skútunni því með sama áframhaldi þá er hún að leiðinni niður í C-deild í fyrsta sinn í næstum því fjóra áratugi. Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016 Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Fylkismenn hafa ekki fagnað sigri í sex leikjum í röð í Lengjudeild karla í fótbolta og liðið sem spilaði í Bestu deildinni síðasta sumar situr nú í fjórða neðsta sæti B-deildarinnar. Fylkir hefur aðeins unnið einn af fyrstu átta leikjum sínum og aðeins botnlið Fjölnis er með færri sigra til þessa í sumar. Naumt tap á móti Val í úrslitaleik Lengjubikarsins gaf von um stutt stopp utan Bestu deildarinnar en nú þremur mánuðum síðar hefur dimmt verulega yfir í Árbænum. Fylkir gerði jafntefli við Grindavík og Keflavík í síðustu leikjum sínum en tapaði þar á undan þremur leikjum í röð á móti Leikni, Þór og Þrótti. Eini sigurleikurinn í sumar kom á heimavelli á móti Selfossi 9. maí síðastliðinn eða fyrir meira en mánuði síðan. Á þessari öld hafa Fylkismenn ávallt verið í efstu deild fyrir utan þessi þrjú tímabil þegar Árbæingar féllu. Í hin tvö skiptið fór liðið strax upp aftur með því að vinna B-deildina árið eftir. Staðan í Lengjudeildinni eftir átta umferðir.Knattspyrnusamband Íslands Liðið var síðast lengur en eitt ár í B-deildinni á árunum 1997 til 1999. 1996 féll liðið úr úrvalsdeild og endaði bara í sjötta sæti í B-deildinni sumarið eftir. Það er versti árangur Fylkis síðustu 38 ár eða síðan liðið spilaði í C-deildinni sumarið 1987 en Fylkir endaði líka í sjötta sæti í B-deildinni sumarið 1991. Liðið varð í fjórða sæti í B-deildinni sumarið 1998 og vann síðan B-deildina 1999. Frá árinu 2000 hefur Fylkisliðið verið úrvalsdeildarlið með fyrrnefndum örfáum undantekningum. Fyrstu skrefin í átt að því voru tekin um miðjan níunda áratuginn þegar Fylkismenn fóru upp um tvær deildir á tveimur árum. Árbæjarliðið vann C-deildina sumarið 1987 og fór upp en endaði svo í öðru sæti í B-deildinni sumarið 1988 og komst þá upp í efstu deild í fyrsta skiptið. Fyrstu þrjú tímabil Fylkis í efstu deild, 1989, 1993 og 1996, þá féll liðið aftur niður í B-deild. Rúnar Páll Sigmundsson hætti með Fylki eftir síðasta tímabil og við tók Árni Freyr Guðnason. Fylkismenn fengu Árna frá ÍR. ÍR-ingar náðu aftur á móti að leysa vel úr því, réðu Jóhann Birni Guðmundsson, og þeir sitja nú í efsta sæti Lengjudeildarinnar með sæti í Bestu deildinni í augsýn. Nú reynir á Árna og Fylkismenn að snúa við skútunni því með sama áframhaldi þá er hún að leiðinni niður í C-deild í fyrsta sinn í næstum því fjóra áratugi. Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016
Versta staða Fylkismanna undanfarin fjörutíu ár 3. sæti í C-deild - 1986 1. sæti í C-deild - 1987 [Eru núna í 9. sæti í B-deild] 6. sæti í B-deild - 1991 6. sæti í B-deild - 1997 4. sæti í B-deild - 1998 3. sæti í B-deild - 1990 2. sæti í B-deild - 1988 1. sæti í B-deild - 1992 1. sæti í B-deild - 1999 1. sæti í B-deild - 2017 1. sæti í B-deild - 2022 12. sæti í A-deild - 2021 12. sæti í A- deild - 2024 11. sæti í A-deild - 2016
Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn