Sanngirni í Kópavogsmódelinu Eydís Inga Valsdóttir skrifar 19. júní 2025 11:30 Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins? Þessi umræða er á villigötum. Auðvitað vilja allir betri leikskóla – betra starfsumhverfi, minna álag á kennara, fleiri kennara til starfa, meira rými og meiri vellíðan fyrir börnin okkar. Það þarf ekki að ræða. Það þarf hins vegar að ræða hvernig kerfið er útfært og hvernig kostnaðinum er dreift. Þetta samtal hefur aldrei fengið að eiga sér stað. Í dag er það þannig að stærsti hluti foreldra í Kópavogi greiðir hæstu leikskólagjöld á landinu fyrir hefðbundna vistun, á meðan minni hópur nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu. Fjölskyldur neyðast annaðhvort til að laga líf sitt að forsendum kerfisins eða það er látið bera óhóflegan kostnað. Á sama tíma er systkinaafsláttur í Kópavogi töluvert lægri en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, sem kemur sér illa fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri – sem er einmitt sá hópur sem mest þarf á því að halda að gjöldin séu hófleg. Þegar kerfið er fjármagnað af þeim sem mestan stuðning þurfa, þeim sem þurfa fulla vistun, verður niðurstaðan ósanngjörn. Það má heldur ekki gleymast að leikskólar eru ekki eingöngu dagvistun. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið – grundvöllurinn sem frekara nám og velferð byggjast á. Gæði menntunar skiptir máli frá fyrsta degi. Foreldrar vilja að leikskólastarfið gangi vel. Við erum tilbúin að sýna sveigjanleika og taka þátt í að móta breytingar sem bæta skólastarfið – en það þarf að gerast á forsendum sem virða aðstæður allra fjölskyldna. Sanngirni og jafnræði þurfa að liggja að baki. Þetta snýst ekki um með eða á móti – heldur snýst þetta um að það er hægt að móta leikskólakerfið í Kópavogi þannig að það mæti bæði þörfum barnafjölskyldna og kröfum um gæði, fagmennsku og jafnrétti. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Umræðan um Kópavogsmódelið hefur gjarnan snúist um hvort fólk sé með eða á móti. Ertu fylgjandi betra starfsumhverfi fyrir starfsfólk leikskólanna og auknum gæðum í leikskólastarfi – eða á móti vegna kostnaðarins? Þessi umræða er á villigötum. Auðvitað vilja allir betri leikskóla – betra starfsumhverfi, minna álag á kennara, fleiri kennara til starfa, meira rými og meiri vellíðan fyrir börnin okkar. Það þarf ekki að ræða. Það þarf hins vegar að ræða hvernig kerfið er útfært og hvernig kostnaðinum er dreift. Þetta samtal hefur aldrei fengið að eiga sér stað. Í dag er það þannig að stærsti hluti foreldra í Kópavogi greiðir hæstu leikskólagjöld á landinu fyrir hefðbundna vistun, á meðan minni hópur nýtur gjaldfrjálsrar þjónustu. Fjölskyldur neyðast annaðhvort til að laga líf sitt að forsendum kerfisins eða það er látið bera óhóflegan kostnað. Á sama tíma er systkinaafsláttur í Kópavogi töluvert lægri en í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins, sem kemur sér illa fyrir fjölskyldur með fleiri en eitt barn á leikskólaaldri – sem er einmitt sá hópur sem mest þarf á því að halda að gjöldin séu hófleg. Þegar kerfið er fjármagnað af þeim sem mestan stuðning þurfa, þeim sem þurfa fulla vistun, verður niðurstaðan ósanngjörn. Það má heldur ekki gleymast að leikskólar eru ekki eingöngu dagvistun. Leikskólastigið er fyrsta skólastigið – grundvöllurinn sem frekara nám og velferð byggjast á. Gæði menntunar skiptir máli frá fyrsta degi. Foreldrar vilja að leikskólastarfið gangi vel. Við erum tilbúin að sýna sveigjanleika og taka þátt í að móta breytingar sem bæta skólastarfið – en það þarf að gerast á forsendum sem virða aðstæður allra fjölskyldna. Sanngirni og jafnræði þurfa að liggja að baki. Þetta snýst ekki um með eða á móti – heldur snýst þetta um að það er hægt að móta leikskólakerfið í Kópavogi þannig að það mæti bæði þörfum barnafjölskyldna og kröfum um gæði, fagmennsku og jafnrétti. Höfundur er tveggja barna móðir í Kópavogi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun