Um níu þúsund umsóknir í Háskóla Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 20. júní 2025 10:00 Mikil fjölgun var meðal umsókna í leikskólakennarafræði í Háskóla Íslands. Einnig fjölgaði umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði og íslensku sem annað mál. Vísir/Anton Brink Rúmlega níu þúsund umsóknir bárust í grunn- og framhaldsnám í Háskóla Ísland. Í tilkynningu segir að fjölgun hafi verið í umsóknum í lögfræði, hagfræði, næringarfræði, tungumálum og leikskólakennarafræði. Íslenska sem annað mál áfram með flestar umsóknir. Í tilkynningu kemur fram að háskólanum hafi borist nærri 5.100 umsóknir um grunnnám og tæplega 4.000 um framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Af þeim eru yfir 600 umsóknir um nýja tegund háskólanáms á framhaldsstigi, örnám, sem ætlað er að mæta kröfum fólks í atvinnulífi sem vill bæta við sig þekkingu á afmörkuðu sviði. Umsóknir um grunnnám í ár eru eilítið fleiri en í fyrra en þess skal getið að umsóknum á því námsstigi fjölgaði um tíu prósent í fyrra. Umsóknir um framhaldsnám eru hins vegar aðeins færri en í fyrra en á pari við árið 2023. „Háskóli Íslands er með mesta og breiðasta námsframboð háskóla á Íslandi, námsframboð sem greinilega fellur framtíðarnemendum okkar vel. Í þessu sambandi er verulega ánægjulegt að sjá að hin mikla fjölgun umsókna í fyrra heldur sér í ár. Við hlökkum mikið til að taka við stórum hópi nýnema í haust,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Flestar umsóknir á Hugvísindasviði Í tilkynningu Háskólans kemur fram að flestar umsóknir hafi verið á Hugvísindasviði þar sem þær voru rúmlega 1.500. Þar er nám í íslensku sem öðru máli og svokallaðri íslenskustoð langvinsælast en samanlagt eru umsóknir um það nám tæplega 800, ýmist í BA-nám eða styttra hagnýtt nám í greinunum. Félagsvísindasviði barst 961 umsókn og líkt og oftast áður eru flestar umsóknir um viðskiptafræði eða 330. Umsóknir um nám við Lagadeild eru um 200 og fjölgar um rúmlega fjórðung milli ára. Þá eru umsóknir um nám í hagfræði nærri 130 og fjölgar um rúmlega þriðjung milli ára. Enn fremur stefna um 120 á nám í félagsráðgjöf og um 60 hyggja á nám í félagsfræði. Á Heilbrigðisvísindasviði voru umsóknirnar nærri 1.200. Þar er læknisfræði vinsælasta námsleiðin en ríflega 270 skráðu sig í inntökupróf sem fór fram dagana 5. og 6. júní. Sjötíu og fimm nemendur verða teknir inn í námið líkt og í fyrra. Umsækjendur um nám í sjúkraþjálfunarfræði voru rúmlega 90 en þar verða 40 teknir inn eftir yfirferð inntökuprófa. Það er sami fjöldi og tekinn er inn í tannlæknisfræði næsta haust en þar sóttu 55 um að þreyta inntökupróf. Umsóknir um nám í sálfræði reyndust nærri 260 og 180 sóttu um nám í hjúkrunarfræði. Auk þessu bárust um 60 umsóknir um nám í heilbrigðisgagnafræði, örlítið færri í lífeindafræði og tæplega 50 umsóknir í næringarfræði, sem er rúmlega 60 prósent fjölgun milli ára. Þá hyggja um 40 á nám í lyfjafræði. 36 prósenta fjölgun í umsókna í leikskólakennarafræði Umsóknir á Menntavísindasviði reyndust rúmlega 830 og fjölgar um sjö prósent milli ára. Um 220 sækja um nám á námsleiðum sem tengjast grunnskólakennslu og tæplega 100 hyggja á nám í leikskólakennarafræði, sem er 38 prósent fjölgun umsókna á milli ára. Þá ætla rúmlega 220 í alþjóðlegt nám í menntunarfræði og rúmlega 100 í nám í þroskaþjálfafræði. Umsóknir um námsleiðir í uppeldis- og menntunarfræði eru enn fremur nærri 70 og rúmlega 60 sækja um nám í íþrótta- og heilsufræði. Verkfræði- og náttúruvísindasviði bárust rúmlega 600 umsóknir. Í tölvunarfræði eru þær rúmlega 120 og næri 300 stefna á nám í einhverjum af námsleiðum skólans í verkfræði. Nærri 50 manns sækja um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar, um 40 vilja hefja nám í líffræði, tæplega 30 í lífefna- og sameindalíffræði og um 25 í ferðamálafræði og landfræði. Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands, annað en doktorsnám, reyndust rúmlega 3.800. Nærri 1.400 þeirra bárust Félagsvísindasviði og um 850 Menntavísindasviði sem eru þau fræðasvið sem fá flestar umsóknir. Enn fremur bárust 455 umsóknir um námsleiðir innan þverfræðilegs framhaldsnáms við Háskóla Íslands, flestar í námsleiðir tengdar menntun framhaldsskólakennara eða tæplega 140. Nærri 90 umsóknir bárust um alþjóðlegt nám í umhverfis- og auðlindafræði og enn fremur 48 umsóknir um nám í iðnaðarlíftækni, 50% fleiri en í fyrra, en HÍ býður upp á þá námsleið í samstarfi við Alvotech sem er með höfuðstöðvar í landi Vísindagarða skólans. Litlu færri sækja um nám í lýðheilsuvísindum eða rúmlega 40. Meðal umsókna um framhaldsnám eru tæplega 640 umsóknir um örnám í fjölbreyttum greinum við Háskóla Íslands. Þessu til viðbótar hafa samkvæmt tilkynningu háskólans borist 134 umsóknir um doktorsnám á árinu. Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að háskólanum hafi borist nærri 5.100 umsóknir um grunnnám og tæplega 4.000 um framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Af þeim eru yfir 600 umsóknir um nýja tegund háskólanáms á framhaldsstigi, örnám, sem ætlað er að mæta kröfum fólks í atvinnulífi sem vill bæta við sig þekkingu á afmörkuðu sviði. Umsóknir um grunnnám í ár eru eilítið fleiri en í fyrra en þess skal getið að umsóknum á því námsstigi fjölgaði um tíu prósent í fyrra. Umsóknir um framhaldsnám eru hins vegar aðeins færri en í fyrra en á pari við árið 2023. „Háskóli Íslands er með mesta og breiðasta námsframboð háskóla á Íslandi, námsframboð sem greinilega fellur framtíðarnemendum okkar vel. Í þessu sambandi er verulega ánægjulegt að sjá að hin mikla fjölgun umsókna í fyrra heldur sér í ár. Við hlökkum mikið til að taka við stórum hópi nýnema í haust,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Flestar umsóknir á Hugvísindasviði Í tilkynningu Háskólans kemur fram að flestar umsóknir hafi verið á Hugvísindasviði þar sem þær voru rúmlega 1.500. Þar er nám í íslensku sem öðru máli og svokallaðri íslenskustoð langvinsælast en samanlagt eru umsóknir um það nám tæplega 800, ýmist í BA-nám eða styttra hagnýtt nám í greinunum. Félagsvísindasviði barst 961 umsókn og líkt og oftast áður eru flestar umsóknir um viðskiptafræði eða 330. Umsóknir um nám við Lagadeild eru um 200 og fjölgar um rúmlega fjórðung milli ára. Þá eru umsóknir um nám í hagfræði nærri 130 og fjölgar um rúmlega þriðjung milli ára. Enn fremur stefna um 120 á nám í félagsráðgjöf og um 60 hyggja á nám í félagsfræði. Á Heilbrigðisvísindasviði voru umsóknirnar nærri 1.200. Þar er læknisfræði vinsælasta námsleiðin en ríflega 270 skráðu sig í inntökupróf sem fór fram dagana 5. og 6. júní. Sjötíu og fimm nemendur verða teknir inn í námið líkt og í fyrra. Umsækjendur um nám í sjúkraþjálfunarfræði voru rúmlega 90 en þar verða 40 teknir inn eftir yfirferð inntökuprófa. Það er sami fjöldi og tekinn er inn í tannlæknisfræði næsta haust en þar sóttu 55 um að þreyta inntökupróf. Umsóknir um nám í sálfræði reyndust nærri 260 og 180 sóttu um nám í hjúkrunarfræði. Auk þessu bárust um 60 umsóknir um nám í heilbrigðisgagnafræði, örlítið færri í lífeindafræði og tæplega 50 umsóknir í næringarfræði, sem er rúmlega 60 prósent fjölgun milli ára. Þá hyggja um 40 á nám í lyfjafræði. 36 prósenta fjölgun í umsókna í leikskólakennarafræði Umsóknir á Menntavísindasviði reyndust rúmlega 830 og fjölgar um sjö prósent milli ára. Um 220 sækja um nám á námsleiðum sem tengjast grunnskólakennslu og tæplega 100 hyggja á nám í leikskólakennarafræði, sem er 38 prósent fjölgun umsókna á milli ára. Þá ætla rúmlega 220 í alþjóðlegt nám í menntunarfræði og rúmlega 100 í nám í þroskaþjálfafræði. Umsóknir um námsleiðir í uppeldis- og menntunarfræði eru enn fremur nærri 70 og rúmlega 60 sækja um nám í íþrótta- og heilsufræði. Verkfræði- og náttúruvísindasviði bárust rúmlega 600 umsóknir. Í tölvunarfræði eru þær rúmlega 120 og næri 300 stefna á nám í einhverjum af námsleiðum skólans í verkfræði. Nærri 50 manns sækja um þrjár námsleiðir skólans á sviði stærðfræði og stærðfræðimenntunar, um 40 vilja hefja nám í líffræði, tæplega 30 í lífefna- og sameindalíffræði og um 25 í ferðamálafræði og landfræði. Umsóknir um framhaldsnám við Háskóla Íslands, annað en doktorsnám, reyndust rúmlega 3.800. Nærri 1.400 þeirra bárust Félagsvísindasviði og um 850 Menntavísindasviði sem eru þau fræðasvið sem fá flestar umsóknir. Enn fremur bárust 455 umsóknir um námsleiðir innan þverfræðilegs framhaldsnáms við Háskóla Íslands, flestar í námsleiðir tengdar menntun framhaldsskólakennara eða tæplega 140. Nærri 90 umsóknir bárust um alþjóðlegt nám í umhverfis- og auðlindafræði og enn fremur 48 umsóknir um nám í iðnaðarlíftækni, 50% fleiri en í fyrra, en HÍ býður upp á þá námsleið í samstarfi við Alvotech sem er með höfuðstöðvar í landi Vísindagarða skólans. Litlu færri sækja um nám í lýðheilsuvísindum eða rúmlega 40. Meðal umsókna um framhaldsnám eru tæplega 640 umsóknir um örnám í fjölbreyttum greinum við Háskóla Íslands. Þessu til viðbótar hafa samkvæmt tilkynningu háskólans borist 134 umsóknir um doktorsnám á árinu.
Skóla- og menntamál Háskólar Reykjavík Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira