Skrefi nær því að leyfa dauðvona fólki að leita sér dánaraðstoðar Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 14:15 Stuðningsfólk frumvarpsins með spjöld á lofti fyrir utan breska þinghúsið í maí. AP/Kirsty Wigglesworth Breska þingið samþykkti frumvarp sem leyfir dauðvona fólki á Englandi og í Wales að velja að binda enda á líf sitt. Skiptar skoðanir voru um frumvarpið og skipti hópur þingmanna um skoðun frá fyrri atkvæðagreiðslu um það í vetur. Aðeins þeir sem eru taldir eiga innan við sex mánuði ólifaða og færir um að taka sjálfir lyf til þess að binda á enda á líf sitt geta sótt um dánaraðstoð samkvæmt frumvarpinu. Það nær einnig aðeins til fullorðinna einstaklinga, þeirra sem eru eldri en átján ára. Gert er ráð fyrir að lögin gætu tekið gildi árið 2029, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir heitar umræður greiddu 314 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 291 gegn því. Þeim fækkaði um 22 sem greiddu atkvæði með því frá því í atkvæðagreiðslu sem fór fram í nóvember. Frumvarpið er ekki stjórnarmál en þingmaður Verkamannaflokksins er flutningsmaður þess. Keir Starmer, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, studdi frumvarpið en Wes Streeting, heilbrigðisráðherra hans, greiddi atkvæði gegn því. Frumvarpið er enn ekki orðið að lögum þar sem það á eftir að ganga til lávarðadeildarinnar. Hún getur tafið málið og náð fram breytingum en ekki stöðvað framgang frumvarpsins. Neðri deild þingsins þyrfti að greiða atkvæði um breytingatillögur frá ókjörnum lávörðunum. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu við meðferð þess í þinginu var að ekki þurfi samþykki dómara fyrir dánaraðstoð. Þess í stað verður nóg að tveir læknar og ráð skipað félagsráðgjöfum, lögfræðingum og sálfræðingum leggi blessun sína yfir umsókn. Kveðið er á um í frumvarpinu að ekki sé hægt að skylda lækna né nokkurn annan til þess að taka þátt í dánaraðstoð eða ferlinu í kringum það. Fréttin hefur verið uppfærð. Dánaraðstoð Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Aðeins þeir sem eru taldir eiga innan við sex mánuði ólifaða og færir um að taka sjálfir lyf til þess að binda á enda á líf sitt geta sótt um dánaraðstoð samkvæmt frumvarpinu. Það nær einnig aðeins til fullorðinna einstaklinga, þeirra sem eru eldri en átján ára. Gert er ráð fyrir að lögin gætu tekið gildi árið 2029, að sögn AP-fréttastofunnar. Eftir heitar umræður greiddu 314 þingmenn atkvæði með frumvarpinu en 291 gegn því. Þeim fækkaði um 22 sem greiddu atkvæði með því frá því í atkvæðagreiðslu sem fór fram í nóvember. Frumvarpið er ekki stjórnarmál en þingmaður Verkamannaflokksins er flutningsmaður þess. Keir Starmer, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, studdi frumvarpið en Wes Streeting, heilbrigðisráðherra hans, greiddi atkvæði gegn því. Frumvarpið er enn ekki orðið að lögum þar sem það á eftir að ganga til lávarðadeildarinnar. Hún getur tafið málið og náð fram breytingum en ekki stöðvað framgang frumvarpsins. Neðri deild þingsins þyrfti að greiða atkvæði um breytingatillögur frá ókjörnum lávörðunum. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á frumvarpinu við meðferð þess í þinginu var að ekki þurfi samþykki dómara fyrir dánaraðstoð. Þess í stað verður nóg að tveir læknar og ráð skipað félagsráðgjöfum, lögfræðingum og sálfræðingum leggi blessun sína yfir umsókn. Kveðið er á um í frumvarpinu að ekki sé hægt að skylda lækna né nokkurn annan til þess að taka þátt í dánaraðstoð eða ferlinu í kringum það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dánaraðstoð Bretland Heilbrigðismál Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira