Vandamenn megi ekki lengur hjálpa glæpamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 20. júní 2025 14:47 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Ívar Ekki yrði lengur refsilaust fyrir einstaklinga að hindra rannsókn lögreglu á nánum vandamönnum þeirra samkvæmt áformum dómsmálaráðherra. Nýlegt dæmi er um að forráðamenn pilts sem varð ungri stúlku að bana hafi reynt að hylma yfir með honum. Eins og hegningarlög eru núna er það refsilaust að tálma lögreglurannsókn þegar nánir vandamenn eru viðfangsefni hennar, óháð alvarleika brotsins. Refsivert er fyrir aðra að aðstoða einstakling sem sætir rannsókn eða eftirför lögreglu. Þessu vill Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, breyta. Í áformaskjali sem hún hefur lagt inn í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að endurskoðun á ákvæðinu beinist að því hvort eða að hvaða leyti háttsemi sem þessi eigi að vera refsilaus. Ákvæðið um refsileysi náinna vandamanna kunni að gera lögreglu og ákæruvaldi erfiðara fyrir við rannsókn mála þar sem öflun og meðferð sönnunargagna gegni lykilhlutverki við að upplýsa sakamál. Ekki sé hægt að útiloka að tálmun rannsóknar leiði til þess að sá sem fremur afbrot komist undan ábyrgð. Vinna við frumvarp að breytingum á lögunum er hafin í dómsmálaráðuneytinu og er haft eftir ráðherranum í tilkynningu þess að hann búist við því að það verði kynnt á næsta haustþingi. Handtekin en ekki ákærð fyrir að hjálpa eftir manndráp Greint var frá því í Kompás að forráðamenn þá sextán ára gamals pilts sem stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á menningarnótt í fyrra hefðu verið handteknir og grunaðir um að hindra rannsókn lögreglu. Þeir hefðu sent piltinn í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, sett föt hans í þvottavél, falið vopnið og logið til um ferðir hans. Hnífurinn hefði svo fundist síðar í bakpoka í skotti bifreiðar þeirra. Mál fólksins var fellt niður hjá héraðssaksóknara vegna ákvæðisins um refsileysi náinna vandamanna. Þorbjörg ráðherra sagði þá að margt í þeirri sögu stingi hana og hét því að skoða málið nánar. Pilturinn hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að verða Bryndísi Klöru að bana í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Hún var sautján ára gömul þegar hún var drepin. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Eins og hegningarlög eru núna er það refsilaust að tálma lögreglurannsókn þegar nánir vandamenn eru viðfangsefni hennar, óháð alvarleika brotsins. Refsivert er fyrir aðra að aðstoða einstakling sem sætir rannsókn eða eftirför lögreglu. Þessu vill Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, breyta. Í áformaskjali sem hún hefur lagt inn í samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að endurskoðun á ákvæðinu beinist að því hvort eða að hvaða leyti háttsemi sem þessi eigi að vera refsilaus. Ákvæðið um refsileysi náinna vandamanna kunni að gera lögreglu og ákæruvaldi erfiðara fyrir við rannsókn mála þar sem öflun og meðferð sönnunargagna gegni lykilhlutverki við að upplýsa sakamál. Ekki sé hægt að útiloka að tálmun rannsóknar leiði til þess að sá sem fremur afbrot komist undan ábyrgð. Vinna við frumvarp að breytingum á lögunum er hafin í dómsmálaráðuneytinu og er haft eftir ráðherranum í tilkynningu þess að hann búist við því að það verði kynnt á næsta haustþingi. Handtekin en ekki ákærð fyrir að hjálpa eftir manndráp Greint var frá því í Kompás að forráðamenn þá sextán ára gamals pilts sem stakk Bryndísi Klöru Birgisdóttur til bana á menningarnótt í fyrra hefðu verið handteknir og grunaðir um að hindra rannsókn lögreglu. Þeir hefðu sent piltinn í sturtu þegar hann kom heim eftir árásina, sett föt hans í þvottavél, falið vopnið og logið til um ferðir hans. Hnífurinn hefði svo fundist síðar í bakpoka í skotti bifreiðar þeirra. Mál fólksins var fellt niður hjá héraðssaksóknara vegna ákvæðisins um refsileysi náinna vandamanna. Þorbjörg ráðherra sagði þá að margt í þeirri sögu stingi hana og hét því að skoða málið nánar. Pilturinn hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að verða Bryndísi Klöru að bana í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl. Hún var sautján ára gömul þegar hún var drepin.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tekist á um tillögur að breyttri gjaldskrá leikskóla Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum