Elísabet svekkt út í sjálfa sig eftir fimm marka skell fyrir EM Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 15:00 Elísabet Gunnarsdóttir tók við Belgíu í janúar. Nú styttist óðum í að hún stýri liðinu á Evrópumótinu í Sviss þar sem Ísland verður einnig meðal þátttökuþjóða. Liðin gætu mögulega mæst í 8-liða úrslitum. PA-EFE/OLIVIER MATTHYS Lærimeyjar Elísabetar Gunnarsdóttur í belgíska landsliðinu í fótbolta máttu þola 5-0 skell gegn Frökkum í gærkvöld í vináttulandsleik nú þegar stutt er í að Evrópumótið hefjist í Sviss. Elísabet, eða Beta, segir að þrátt fyrir tapið stóra sé hægt að læra margt af leiknum við hið sterka lið Frakka sem Ísland tapaði einnig fyrir fyrr í þessum mánuði, í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli, 2-0. Franska liðið sé hins vegar mjög ólíkt fyrsta mótherja Belgíu á EM, Ítalíu, en liðin mætast 3. júlí. Í B-riðlinum eru einnig Spánn og Portúgal en tvö efstu liðin úr þessum riðli mæta efstu liðum A-riðils Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Lærði mikið af leiknum „Úrslitin skipta ekki máli en frammistaðan okkar gerir það. Ég lærði mikið sem þjálfari af þessum leik,“ sagði Elísabet við belgíska fjölmiðla eftir tapið í gær. „Í fyrri hálfleik virkaði varnarskipulagið okkar ekki, við vorum of passívar og það er eitthvað sem mér líkaði alls ekki að sjá. Ég held að hvað mig varðar þá verði ég að láta þetta virka miklu betur. Ég get ekki horft upp á svona frammistöðu og ég tek ábyrgð á henni,“ sagði Elísabet. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Frakkar voru 2-0 yfir í hálfleik og Elísabet gerði þá þrjár skiptingar. Þrátt fyrir að Frakkar næðu að bæta við þremur mörkum í seinni hálfleik líkaði henni betur við það sem hún sá þar: „Í seinni hálfleiknum breyttum við vörninni okkar. Við gáfum leikmönnum betri leiðbeiningar um til hvers við ætluðumst. Að sama skapi þá æfðum við aðallega það að halda betur í boltann í þessari viku, en ekki að verjast. Ég var mun ánægðari með það sem ég sá í seinni hálfleiknum því við reyndum erfiða hluti, þó að það sé auðveldara fyrir mig að sjá en ykkur. Við áttum góða spilkafla,“ sagði Elísabet. Minnst átta eins fljótar og okkar bestu Hún kvaðst ánægð með hugarfarið í sínu liði sem hefði aldrei gefist upp. Franska liðið er auðvitað eitt það besta í heimi: „Þær eru með eitt af tíu bestu liðum heims. Munurinn á að mæta Frakklandi eða öðrum liðum er að við reiðum okkur vanalega á hraða. En þær eru með að minnsta kosti átta leikmenn sem eru eins fljótir og okkar bestu. Það verður allt öðruvísi að mæta Ítalíu, við þurfum að einbeita okkur að öðrum hlutum leiksins,“ sagði Elísabet. „Ég er handviss um að við gerum betur á EM. Ég hef alveg jafnmikla trú á liðinu mínu og fyrir þennan leik. Tvær vikur eru hellingur af tíma,“ bætti hún við. Belgía á eftir að mæta Grikklandi á heimavelli næsta fimmtudag, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið. EM 2025 í Sviss Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira
Elísabet, eða Beta, segir að þrátt fyrir tapið stóra sé hægt að læra margt af leiknum við hið sterka lið Frakka sem Ísland tapaði einnig fyrir fyrr í þessum mánuði, í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli, 2-0. Franska liðið sé hins vegar mjög ólíkt fyrsta mótherja Belgíu á EM, Ítalíu, en liðin mætast 3. júlí. Í B-riðlinum eru einnig Spánn og Portúgal en tvö efstu liðin úr þessum riðli mæta efstu liðum A-riðils Íslands í 8-liða úrslitum mótsins. Lærði mikið af leiknum „Úrslitin skipta ekki máli en frammistaðan okkar gerir það. Ég lærði mikið sem þjálfari af þessum leik,“ sagði Elísabet við belgíska fjölmiðla eftir tapið í gær. „Í fyrri hálfleik virkaði varnarskipulagið okkar ekki, við vorum of passívar og það er eitthvað sem mér líkaði alls ekki að sjá. Ég held að hvað mig varðar þá verði ég að láta þetta virka miklu betur. Ég get ekki horft upp á svona frammistöðu og ég tek ábyrgð á henni,“ sagði Elísabet. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Frakkar voru 2-0 yfir í hálfleik og Elísabet gerði þá þrjár skiptingar. Þrátt fyrir að Frakkar næðu að bæta við þremur mörkum í seinni hálfleik líkaði henni betur við það sem hún sá þar: „Í seinni hálfleiknum breyttum við vörninni okkar. Við gáfum leikmönnum betri leiðbeiningar um til hvers við ætluðumst. Að sama skapi þá æfðum við aðallega það að halda betur í boltann í þessari viku, en ekki að verjast. Ég var mun ánægðari með það sem ég sá í seinni hálfleiknum því við reyndum erfiða hluti, þó að það sé auðveldara fyrir mig að sjá en ykkur. Við áttum góða spilkafla,“ sagði Elísabet. Minnst átta eins fljótar og okkar bestu Hún kvaðst ánægð með hugarfarið í sínu liði sem hefði aldrei gefist upp. Franska liðið er auðvitað eitt það besta í heimi: „Þær eru með eitt af tíu bestu liðum heims. Munurinn á að mæta Frakklandi eða öðrum liðum er að við reiðum okkur vanalega á hraða. En þær eru með að minnsta kosti átta leikmenn sem eru eins fljótir og okkar bestu. Það verður allt öðruvísi að mæta Ítalíu, við þurfum að einbeita okkur að öðrum hlutum leiksins,“ sagði Elísabet. „Ég er handviss um að við gerum betur á EM. Ég hef alveg jafnmikla trú á liðinu mínu og fyrir þennan leik. Tvær vikur eru hellingur af tíma,“ bætti hún við. Belgía á eftir að mæta Grikklandi á heimavelli næsta fimmtudag, í síðasta leik sínum fyrir Evrópumótið.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sjá meira