Tuttugu og tveir látnir eftir sjálfsmorðsárás í kirkju Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júní 2025 23:59 Sýrlensk stjórnvöld segja Ríki íslams bera ábyrgð á hryllingnum. EPA/Mohammed al-Rifai Tuttugu og tveir eru látnir og sextíu og þrír særðir eftir sjálfsvígsárás í kirkju í Damaskus í dag. Íslamska ríkið ber ábyrgð á árásinni samkvæmt sýrlenskum stjórnvöldum. Árásin er sú fyrsta sinnar tegundar sem framin hefur verið í Sýrlandi frá því að Bashar al-Assad fyrrverandi forseta var steypt af stóli í desember og ný stjórn íslamista tók við völdum. Samkvæmt umfjöllun Guardian gekk maður með tengsl við Ríki íslams inn í gríska rétttrúnaðarkirkju helgaða Sankti Elíasi í gamla kristna hverfi Damaskusborgar á meðan íbúar báðu. Hann hóf skothríð og sprengdi sig svo í loft upp með sjálfssprengivesti. Sjónarvottar segja byssumennina hafa verið tvo og að hinn hafi skotið á viðstadda en ekki sprengt sig í loft upp í kjölfarið. „Fólkið bað í öryggi sínu fyrir augliti guðs. Það voru 350 manns að biðja í kirkjunni,“ hefur Guardian eftir Fadi Ghattas sem kveðst hafa séð tuttugu hið minnsta láta lífið. Ríki íslams safnar kröftum Á myndefni sem fréttamenn Guardian hafa undir höndum sjást kirkjubekkirnir kastast á hvolf þegar höggbylgja sprengingarinnar skall á þá og blóðug lík safnaðarbarnanna limlestast af krafti hvellsins. Íbúar í nágrenninu segjast hafa orðið vara við háværan hvell og sírenuvæl í kjölfarið. Árásin er sú fyrsta sem Ríki íslams hefur gert í Sýrlandi eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarna mánuði. Hryðjuverkasamtökin hafa reynt að nýta sér stjórnleysið í landinu í kjölfar falls og flótta Assad til að gera sig gildandi á nýjan leik. Samkvæmt upplýsingum heimildamanna Guardian í hinni nýviðteknu sýrlensku stjórnsýslu tókst þeim að sanka að sér vopnum og skotfærum þegar herlið Assad liðaðist nær fyrirvaralaust í sundur í desember síðastliðnum. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Hin nýju sýrlensku stjórnvöld, sem lúta stjórn fyrrum leiðtoga andspyrnuhópsins íslamska Hayat Tahrir al-Sham, hafa heitið því að standa vörð um öryggi og réttindi minnihlutahópa í landinu og hafa einnig gert ítrekaðar atlögur að vígum Ríkis íslams. Kallað eftir aðgerðum „Þessi huglausa gjörð stangast á við þau gildi borgarans sem sameina okkur öll. Við sem Sýrlendingar leggjum áherslu á mikilvægi þjóðareiningar og borgaralegs friðar og köllum eftir því að styrkt verði bræðralag allra hópa samfélagsins,“ er haft eftir Hamza al-Mustafa upplýsingamálaráðherra Sýrlands. Geir Pedersen, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málum Sýrlands tekur í sama streng. Hann segir árásina viðurstyggilegan glæp og kallar eftir því að stjórnvöld rannsaki málið ítarlega og ráðist í aðgerðir. Sýrland Tengdar fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37 Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00 Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
Árásin er sú fyrsta sinnar tegundar sem framin hefur verið í Sýrlandi frá því að Bashar al-Assad fyrrverandi forseta var steypt af stóli í desember og ný stjórn íslamista tók við völdum. Samkvæmt umfjöllun Guardian gekk maður með tengsl við Ríki íslams inn í gríska rétttrúnaðarkirkju helgaða Sankti Elíasi í gamla kristna hverfi Damaskusborgar á meðan íbúar báðu. Hann hóf skothríð og sprengdi sig svo í loft upp með sjálfssprengivesti. Sjónarvottar segja byssumennina hafa verið tvo og að hinn hafi skotið á viðstadda en ekki sprengt sig í loft upp í kjölfarið. „Fólkið bað í öryggi sínu fyrir augliti guðs. Það voru 350 manns að biðja í kirkjunni,“ hefur Guardian eftir Fadi Ghattas sem kveðst hafa séð tuttugu hið minnsta láta lífið. Ríki íslams safnar kröftum Á myndefni sem fréttamenn Guardian hafa undir höndum sjást kirkjubekkirnir kastast á hvolf þegar höggbylgja sprengingarinnar skall á þá og blóðug lík safnaðarbarnanna limlestast af krafti hvellsins. Íbúar í nágrenninu segjast hafa orðið vara við háværan hvell og sírenuvæl í kjölfarið. Árásin er sú fyrsta sem Ríki íslams hefur gert í Sýrlandi eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarna mánuði. Hryðjuverkasamtökin hafa reynt að nýta sér stjórnleysið í landinu í kjölfar falls og flótta Assad til að gera sig gildandi á nýjan leik. Samkvæmt upplýsingum heimildamanna Guardian í hinni nýviðteknu sýrlensku stjórnsýslu tókst þeim að sanka að sér vopnum og skotfærum þegar herlið Assad liðaðist nær fyrirvaralaust í sundur í desember síðastliðnum. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Hin nýju sýrlensku stjórnvöld, sem lúta stjórn fyrrum leiðtoga andspyrnuhópsins íslamska Hayat Tahrir al-Sham, hafa heitið því að standa vörð um öryggi og réttindi minnihlutahópa í landinu og hafa einnig gert ítrekaðar atlögur að vígum Ríkis íslams. Kallað eftir aðgerðum „Þessi huglausa gjörð stangast á við þau gildi borgarans sem sameina okkur öll. Við sem Sýrlendingar leggjum áherslu á mikilvægi þjóðareiningar og borgaralegs friðar og köllum eftir því að styrkt verði bræðralag allra hópa samfélagsins,“ er haft eftir Hamza al-Mustafa upplýsingamálaráðherra Sýrlands. Geir Pedersen, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málum Sýrlands tekur í sama streng. Hann segir árásina viðurstyggilegan glæp og kallar eftir því að stjórnvöld rannsaki málið ítarlega og ráðist í aðgerðir.
Sýrland Tengdar fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37 Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00 Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Sjá meira
Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37
Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00
Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01