Tuttugu og tveir látnir eftir sjálfsmorðsárás í kirkju Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júní 2025 23:59 Sýrlensk stjórnvöld segja Ríki íslams bera ábyrgð á hryllingnum. EPA/Mohammed al-Rifai Tuttugu og tveir eru látnir og sextíu og þrír særðir eftir sjálfsvígsárás í kirkju í Damaskus í dag. Íslamska ríkið ber ábyrgð á árásinni samkvæmt sýrlenskum stjórnvöldum. Árásin er sú fyrsta sinnar tegundar sem framin hefur verið í Sýrlandi frá því að Bashar al-Assad fyrrverandi forseta var steypt af stóli í desember og ný stjórn íslamista tók við völdum. Samkvæmt umfjöllun Guardian gekk maður með tengsl við Ríki íslams inn í gríska rétttrúnaðarkirkju helgaða Sankti Elíasi í gamla kristna hverfi Damaskusborgar á meðan íbúar báðu. Hann hóf skothríð og sprengdi sig svo í loft upp með sjálfssprengivesti. Sjónarvottar segja byssumennina hafa verið tvo og að hinn hafi skotið á viðstadda en ekki sprengt sig í loft upp í kjölfarið. „Fólkið bað í öryggi sínu fyrir augliti guðs. Það voru 350 manns að biðja í kirkjunni,“ hefur Guardian eftir Fadi Ghattas sem kveðst hafa séð tuttugu hið minnsta láta lífið. Ríki íslams safnar kröftum Á myndefni sem fréttamenn Guardian hafa undir höndum sjást kirkjubekkirnir kastast á hvolf þegar höggbylgja sprengingarinnar skall á þá og blóðug lík safnaðarbarnanna limlestast af krafti hvellsins. Íbúar í nágrenninu segjast hafa orðið vara við háværan hvell og sírenuvæl í kjölfarið. Árásin er sú fyrsta sem Ríki íslams hefur gert í Sýrlandi eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarna mánuði. Hryðjuverkasamtökin hafa reynt að nýta sér stjórnleysið í landinu í kjölfar falls og flótta Assad til að gera sig gildandi á nýjan leik. Samkvæmt upplýsingum heimildamanna Guardian í hinni nýviðteknu sýrlensku stjórnsýslu tókst þeim að sanka að sér vopnum og skotfærum þegar herlið Assad liðaðist nær fyrirvaralaust í sundur í desember síðastliðnum. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Hin nýju sýrlensku stjórnvöld, sem lúta stjórn fyrrum leiðtoga andspyrnuhópsins íslamska Hayat Tahrir al-Sham, hafa heitið því að standa vörð um öryggi og réttindi minnihlutahópa í landinu og hafa einnig gert ítrekaðar atlögur að vígum Ríkis íslams. Kallað eftir aðgerðum „Þessi huglausa gjörð stangast á við þau gildi borgarans sem sameina okkur öll. Við sem Sýrlendingar leggjum áherslu á mikilvægi þjóðareiningar og borgaralegs friðar og köllum eftir því að styrkt verði bræðralag allra hópa samfélagsins,“ er haft eftir Hamza al-Mustafa upplýsingamálaráðherra Sýrlands. Geir Pedersen, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málum Sýrlands tekur í sama streng. Hann segir árásina viðurstyggilegan glæp og kallar eftir því að stjórnvöld rannsaki málið ítarlega og ráðist í aðgerðir. Sýrland Tengdar fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37 Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00 Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Árásin er sú fyrsta sinnar tegundar sem framin hefur verið í Sýrlandi frá því að Bashar al-Assad fyrrverandi forseta var steypt af stóli í desember og ný stjórn íslamista tók við völdum. Samkvæmt umfjöllun Guardian gekk maður með tengsl við Ríki íslams inn í gríska rétttrúnaðarkirkju helgaða Sankti Elíasi í gamla kristna hverfi Damaskusborgar á meðan íbúar báðu. Hann hóf skothríð og sprengdi sig svo í loft upp með sjálfssprengivesti. Sjónarvottar segja byssumennina hafa verið tvo og að hinn hafi skotið á viðstadda en ekki sprengt sig í loft upp í kjölfarið. „Fólkið bað í öryggi sínu fyrir augliti guðs. Það voru 350 manns að biðja í kirkjunni,“ hefur Guardian eftir Fadi Ghattas sem kveðst hafa séð tuttugu hið minnsta láta lífið. Ríki íslams safnar kröftum Á myndefni sem fréttamenn Guardian hafa undir höndum sjást kirkjubekkirnir kastast á hvolf þegar höggbylgja sprengingarinnar skall á þá og blóðug lík safnaðarbarnanna limlestast af krafti hvellsins. Íbúar í nágrenninu segjast hafa orðið vara við háværan hvell og sírenuvæl í kjölfarið. Árásin er sú fyrsta sem Ríki íslams hefur gert í Sýrlandi eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarna mánuði. Hryðjuverkasamtökin hafa reynt að nýta sér stjórnleysið í landinu í kjölfar falls og flótta Assad til að gera sig gildandi á nýjan leik. Samkvæmt upplýsingum heimildamanna Guardian í hinni nýviðteknu sýrlensku stjórnsýslu tókst þeim að sanka að sér vopnum og skotfærum þegar herlið Assad liðaðist nær fyrirvaralaust í sundur í desember síðastliðnum. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Hin nýju sýrlensku stjórnvöld, sem lúta stjórn fyrrum leiðtoga andspyrnuhópsins íslamska Hayat Tahrir al-Sham, hafa heitið því að standa vörð um öryggi og réttindi minnihlutahópa í landinu og hafa einnig gert ítrekaðar atlögur að vígum Ríkis íslams. Kallað eftir aðgerðum „Þessi huglausa gjörð stangast á við þau gildi borgarans sem sameina okkur öll. Við sem Sýrlendingar leggjum áherslu á mikilvægi þjóðareiningar og borgaralegs friðar og köllum eftir því að styrkt verði bræðralag allra hópa samfélagsins,“ er haft eftir Hamza al-Mustafa upplýsingamálaráðherra Sýrlands. Geir Pedersen, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málum Sýrlands tekur í sama streng. Hann segir árásina viðurstyggilegan glæp og kallar eftir því að stjórnvöld rannsaki málið ítarlega og ráðist í aðgerðir.
Sýrland Tengdar fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37 Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00 Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37
Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00
Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“