Þegar hið óhugsanlega gerist Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 24. júní 2025 07:02 Tryggingar endurspegla lífið og er ætlað að grípa okkur þegar óvæntir atburðir gerast og valda okkur tjóni. Þær þurfa að vera í sífelldri endurskoðun í takt við tímann hverju sinni, lifnaðarhætti fólks og viðhorf. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi og einnig hefur verið skarð í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutrygging Sjóvár er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er hugsuð til að veita foreldrum meiri hugarró á þessu einstaka tímabili í lífi þeirra og stuðning ef þörf krefur. Með nærgætni að leiðarljósi Um leið og ljóst er að sumt verður aldrei bætt þá geta tryggingar mögulega veitt fólki rými og svigrúm á erfiðum stundum. Meðgöngutrygging er viðleitni til að auka öryggistilfinningu á meðgöngu, við fæðingu og fyrstu daga barnsins. Tryggingin er leið til að styðja við fjárhagslegt öryggi fjölskyldna og var þróuð í samstarfi við Einstök börn og Gleym mér ei styrktarfélag sem þekkja vel hvar skórinn kreppir þegar eitthvað kemur upp á þessum viðkvæma tíma í lífi foreldra og barna. Gerð var þarfagreining og leitað ráðgjafar varðandi fagþekkingu á kvensjúkdómum og fæðingum hjá sérfræðingum innan heilbrigðiskerfisins við undirbúning og horft til þess að þróa tryggingu sem væri sérsniðin fyrir umrætt tímabil og kæmi fljótt og vel til framkvæmda ef á þyrfti að halda. Í raun er ekki eingöngu um tryggingu að ræða heldur skref í rétta átt að sanngjarnara samfélagi þar sem hugað er að kvenheilsu og viðurkennd eru víðtæk áhrif áfalla á geðheilsu og velferð. Áhersla er á mikilvægi þess að fólk fái svigrúm til að vinna úr áföllum og að mögulegt sé að gefa rými til að aðlagast nýjum aðstæðum. Brúum bilin Í gegnum tíðina hefur verið skarð í stuðningskerfi fyrir verðandi mæður því ekki hefur verið mögulegt að tryggja sig sérstaklega fyrir því sem upp getur komið í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Vissulega geta allar konur tryggt sig með öðrum hætti, svo sem með Líf- og sjúkdómatryggingu, en sérstök trygging sem tekur mið af þessu tímabili í lífi margra kvenna hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi áður. Bótunum er ætlað að brúa ákveðið bil, svo sem tekjutap eða sálfræðikostnað og er tryggingin að norrænni fyrirmynd. Einnig hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutryggingin nær yfir meðfædd heilkenni og alvarlega sjúkdóma sem greinast á fyrsta ári barnsins. Eftir það getur Barnatrygging tekið við. Þá er barnið með samfellda og öfluga vernd frá 17. viku í móðurkviði fram til 20 ára aldurs, en Barnatrygging er frá eins mánaða til 20 ára aldurs. Þetta hefur ekki verið mögulegt fram til þessa. Að norrænni fyrirmynd Í Svíþjóð hafa meðgöngutryggingar verið seldar frá árinu 1990 og 85% kvenna kaupa meðgöngutryggingu þar í landi. Fyrir 5-6 árum var farið að bjóða upp á meðgöngutryggingar í Danmörku og Noregi og hafa tryggingarnar fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun í Danmörku. Ekki hefur verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi fram til þessa og hefur því verið gat í tryggingum þegar kemur að kvenheilsu. Auk þess hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Nú er loks möguleiki fyrir konur á Íslandi að tryggja sig og barnið sem þær ganga með á þessu mikilvæga tímabili. Mergur málsins Með nýrri Meðgöngutryggingu leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að sanngjarnara samfélagi. Þetta er skref sem opnar vonandi umræðu um kvenheilsu og heilsu kvenna á meðgöngu, erfiðar fæðingar, andvana fæðingar, meðfædda sjúkdóma og hvaða áhrif áföll af þessum toga geta haft á líf foreldra og barna. Það er í raun sanngirnismál að konur geti tryggt sig á þessum mikilvæga og umbreytandi tíma í lífi sínu sem sannarlega hefur áhrif á heilsu þeirra og velferð fjölskyldunnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Tryggingar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Sjá meira
Tryggingar endurspegla lífið og er ætlað að grípa okkur þegar óvæntir atburðir gerast og valda okkur tjóni. Þær þurfa að vera í sífelldri endurskoðun í takt við tímann hverju sinni, lifnaðarhætti fólks og viðhorf. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi og einnig hefur verið skarð í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutrygging Sjóvár er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi og er hugsuð til að veita foreldrum meiri hugarró á þessu einstaka tímabili í lífi þeirra og stuðning ef þörf krefur. Með nærgætni að leiðarljósi Um leið og ljóst er að sumt verður aldrei bætt þá geta tryggingar mögulega veitt fólki rými og svigrúm á erfiðum stundum. Meðgöngutrygging er viðleitni til að auka öryggistilfinningu á meðgöngu, við fæðingu og fyrstu daga barnsins. Tryggingin er leið til að styðja við fjárhagslegt öryggi fjölskyldna og var þróuð í samstarfi við Einstök börn og Gleym mér ei styrktarfélag sem þekkja vel hvar skórinn kreppir þegar eitthvað kemur upp á þessum viðkvæma tíma í lífi foreldra og barna. Gerð var þarfagreining og leitað ráðgjafar varðandi fagþekkingu á kvensjúkdómum og fæðingum hjá sérfræðingum innan heilbrigðiskerfisins við undirbúning og horft til þess að þróa tryggingu sem væri sérsniðin fyrir umrætt tímabil og kæmi fljótt og vel til framkvæmda ef á þyrfti að halda. Í raun er ekki eingöngu um tryggingu að ræða heldur skref í rétta átt að sanngjarnara samfélagi þar sem hugað er að kvenheilsu og viðurkennd eru víðtæk áhrif áfalla á geðheilsu og velferð. Áhersla er á mikilvægi þess að fólk fái svigrúm til að vinna úr áföllum og að mögulegt sé að gefa rými til að aðlagast nýjum aðstæðum. Brúum bilin Í gegnum tíðina hefur verið skarð í stuðningskerfi fyrir verðandi mæður því ekki hefur verið mögulegt að tryggja sig sérstaklega fyrir því sem upp getur komið í tengslum við meðgöngu og fæðingu. Vissulega geta allar konur tryggt sig með öðrum hætti, svo sem með Líf- og sjúkdómatryggingu, en sérstök trygging sem tekur mið af þessu tímabili í lífi margra kvenna hefur ekki verið fyrir hendi hér á landi áður. Bótunum er ætlað að brúa ákveðið bil, svo sem tekjutap eða sálfræðikostnað og er tryggingin að norrænni fyrirmynd. Einnig hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Meðgöngutryggingin nær yfir meðfædd heilkenni og alvarlega sjúkdóma sem greinast á fyrsta ári barnsins. Eftir það getur Barnatrygging tekið við. Þá er barnið með samfellda og öfluga vernd frá 17. viku í móðurkviði fram til 20 ára aldurs, en Barnatrygging er frá eins mánaða til 20 ára aldurs. Þetta hefur ekki verið mögulegt fram til þessa. Að norrænni fyrirmynd Í Svíþjóð hafa meðgöngutryggingar verið seldar frá árinu 1990 og 85% kvenna kaupa meðgöngutryggingu þar í landi. Fyrir 5-6 árum var farið að bjóða upp á meðgöngutryggingar í Danmörku og Noregi og hafa tryggingarnar fengið mikla fjölmiðlaumfjöllun í Danmörku. Ekki hefur verið hægt að tryggja sig sérstaklega á meðgöngu hér á landi fram til þessa og hefur því verið gat í tryggingum þegar kemur að kvenheilsu. Auk þess hefur verið óbrúað bil í stuðningi við börn með meðfædda alvarlega sjúkdóma. Nú er loks möguleiki fyrir konur á Íslandi að tryggja sig og barnið sem þær ganga með á þessu mikilvæga tímabili. Mergur málsins Með nýrri Meðgöngutryggingu leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að sanngjarnara samfélagi. Þetta er skref sem opnar vonandi umræðu um kvenheilsu og heilsu kvenna á meðgöngu, erfiðar fæðingar, andvana fæðingar, meðfædda sjúkdóma og hvaða áhrif áföll af þessum toga geta haft á líf foreldra og barna. Það er í raun sanngirnismál að konur geti tryggt sig á þessum mikilvæga og umbreytandi tíma í lífi sínu sem sannarlega hefur áhrif á heilsu þeirra og velferð fjölskyldunnar. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun