Fleiri handteknir í Borgarnesi Agnar Már Másson skrifar 23. júní 2025 19:35 Húsleitin og meinta fíknienfaframleiðslan sveif undir radarinn hjá mörgum heimamönnum bæði á Raufarhofn og í Borgarnesi, að sögn íbúa sem fréttastofa hefur rætt við. Visir Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. Lögregluembætti á Norðurlandi eystra, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu réðust á miðvikudag í samhenta aðgerð víða um landið ásamt sérsveitinni í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Á Norðurlandi eystra voru fimm handteknir eftir húsleit á Raufarhöfn. Á sama tíma stóð húsleit yfir í Borgarnesi, að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, sem segir að sérsveitin hafi einnig aðstoðað við þær aðgerðir. Ásmundur segir að fólk hafi verið handtekið á Vesturlandi í tengslum við húsleit en gefur ekki upp fjölda handtekinna. Líklega sé búið að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hann gefur ekki upp hvort lögregla hafi lagt hald á hluti við húsleitina. Sem fyrr segir var húsleit einnig framkvæmd á Raufarhöfn á miðvikudag, nánar til tekið í rauðu húsi við Aðalbraut. Íbúar sem fréttastofa hefur talað við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, og annar maður tvö árin þar áður. Lítið hafi farið fyrir manninum. Einn íbúi á Raufarhöfn lýsir því í samtali við fréttastofu í dag að bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Ökutækið hafi siðan verið horfið á braut snemma morguns. Sjómenn á bænum hafi orðið sérstaklega varir við ökutækið. Lögreglan sagðist á föstudag hafa lagt hald á fíkniefni við aðgerðina á Raufarhöfn. Eigandi rauða hússins, Jón Eyþór Gottskálksson, sagðist koma af fjöllum þegar blaðamaður ræddi við hann síðasta fimmtudag. Hann keypti húsið fyrir rúmu ári. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Lögregluembætti á Norðurlandi eystra, Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu réðust á miðvikudag í samhenta aðgerð víða um landið ásamt sérsveitinni í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi og fíkniefnaframleiðslu. Á Norðurlandi eystra voru fimm handteknir eftir húsleit á Raufarhöfn. Á sama tíma stóð húsleit yfir í Borgarnesi, að sögn Ásmundar Kristins Ásmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, sem segir að sérsveitin hafi einnig aðstoðað við þær aðgerðir. Ásmundur segir að fólk hafi verið handtekið á Vesturlandi í tengslum við húsleit en gefur ekki upp fjölda handtekinna. Líklega sé búið að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hann gefur ekki upp hvort lögregla hafi lagt hald á hluti við húsleitina. Sem fyrr segir var húsleit einnig framkvæmd á Raufarhöfn á miðvikudag, nánar til tekið í rauðu húsi við Aðalbraut. Íbúar sem fréttastofa hefur talað við lýsa því að erlendur maður hafi búið í húsinu síðasta árið, og annar maður tvö árin þar áður. Lítið hafi farið fyrir manninum. Einn íbúi á Raufarhöfn lýsir því í samtali við fréttastofu í dag að bíll hafi af og til sést við húsið á næturnar einu sinni eða tvisvar í mánuði. Ökutækið hafi siðan verið horfið á braut snemma morguns. Sjómenn á bænum hafi orðið sérstaklega varir við ökutækið. Lögreglan sagðist á föstudag hafa lagt hald á fíkniefni við aðgerðina á Raufarhöfn. Eigandi rauða hússins, Jón Eyþór Gottskálksson, sagðist koma af fjöllum þegar blaðamaður ræddi við hann síðasta fimmtudag. Hann keypti húsið fyrir rúmu ári. Veistu meira? Áttu myndir? Þú getur sent okkur ábendingar á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Borgarbyggð Fíkniefnabrot Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira