KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Aron Guðmundsson skrifar 24. júní 2025 20:30 Degi eftir stórt tap gegn erkifjendunum í Val sóttu nokkrir KR-ingar Melabúðina og gáfu þeir sér tíma til þess að svara spurningum íþróttadeildar Sýnar um stöðuna hjá KR um þessar mundir í Bestu deildinni. Vísir/Samsett mynd Það blæs ekki byrlega hjá KR-ingum um þessar mundir í Bestu deildinni í fótbolta. Þrátt fyrir það má greina bjartsýni og trú hjá stuðningsmönnum liðsins á þeirri vegferð sem Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, er með liðið á. KR hlaut þungan 6-1 skell gegn erkifjendunum í Val í Bestu deildinni í gærkvöldi. Staðan er nú sú að KR er það lið sem hefur skorað flest mörk í Bestu deildinni hingað til á tímabilinu en er á sama tíma það lið sem hefur fengið á sig flest mörk. Liðið er nú stigi frá fallsæti en það er ljóst að þjálfari liðsins, Óskar Hrafn Þorvaldsson, ætlar ekki að víkja frá hugmyndafræði sinni með liðið. Við litum við í Melabúðinni í dag, degi eftir 6-1 tapið gegn Val, og tókum nokkra Vesturbæinga og stuðningsmenn KR tali. Af þeirra orðum að dæma ríkir enn trú gagnvart þeirri vegferð sem Óskar Hrafn er með liðið á. „Ekki ég sem baulaði í gær“ „Auðvitað vantar stigasöfnun hjá liðinu en ég fulla trú á því sem að Óskar Hrafn og strákarnir eru að gera,“ segir Oddur Malmberg, mikill stuðningsmaður KR. Oddur er bjartsýnn fyrir góðu gengi hjá KR þrátt fyrir stórt tap gegn erkifjendunum í gær. „Þetta er bara spurning um einhvern smá tíma í viðbót. Ég held að við eigum bara eftir að fara upp töfluna. Mér lýst alveg rosalega vel á liðið, þetta er vel spilandi lið. Við töpuðum jú 6-1 fyrir Val en vorum 63% með boltann. Ég horfði á leikinn í gær og auðvitað þarf að þétta vörnina aðeins en ég hef fulla trú á þessu verkefni, held að þetta eigi bara eftir að skána hjá okkur.“ Heyra mátti baul beint að liði KR frá nokkrum stuðningsmönnum KR úr stúkunni á Hlíðarenda í gær en ekki var það Oddur sem baulaði. „Óskar Hrafn er algjörlega okkar maður. Það var allavegana ekki ég sem baulaði í gær, ég myndi aldrei baula á strákana, aldrei.“ „Stórveldið á betra skilið og stuðningsmenn líka“ Gunnlaugur, starfandi leigubílstjóri og stuðningsmaður KR, var ekki alveg eins bjartsýnn gagnvart stöðu liðsins en hefur hins vegar enn trú á því að Óskar Hrafn sé maðurinn sem KR eigi að treysta á. Gunnlaugur var ekki eins bjartsýnn á stöðu liðsins en hefur enn trú á því að bjartari tímar séu framundan. „Þetta er bara mjög slæmt. KR-ingar verða bara að gyrða sig í brók. Þetta stórveldi hér í Vesturbænum á betra skilið og við stuðningsmennirnir líka,“ sagði Gunnlaugur sem var síðan spurður út í upplegg KR liðsins sem spilar með miklum sóknarþunga. „Það eru öfgar í þessu, vörn og sókn. Ég skal ekki dæma um það en það er alltaf gaman að sjá sóknarbolta en það verður að þétta raðirnar.“ „Við skulum alveg gefa honum (Óskari Hrafni) séns áfram. Vonandi tekst honum bara, með sínu fólki, að rífa liðið upp. Það á það skilið, gamla stórveldið.“ Ef ætlunarverk Óskars takist verði það mjög merkilegt Skafti Jónsson, einnig stuðningsmaður KR, segir leikinn í gær náttúrulega hafa verið sorglegan. Í fyrsta sinn í ár hafi leikmenn KR hengt haus. Skafti Jónsson er ánægður með skemmtanagildið í leikjum KR og hefur tröllatrú á Óskari Hrafni, þjálfara liðsins. „En ég held að KR sé á réttri leið. Ég hef tröllatrú á Óskari, hann er samkvæmur sjálfum sér og við verðum bara að standa þetta af okkur með honum og strákunum. Það sem hefur einkennt þetta KR lið í vor er að þeir hafa tapað leikjum sem þeir hafa verið miklu betri aðilinn í, hafa aldrei hengt haus fyrr en í gærkvöldi. Síðasta korterið var þannig að þeir höfðu áttað sig á því að leikurinn væri búinn. En það er í fyrsta skipti í sumar sem það gerist. Það er miklu fleira jákvætt hjá KR heldur en neikvætt, ég hef tröllatrú á því að staðan í töflunni breytist hratt.“ Aðspurður um leikstíl KR liðsins spurði Skafti undirritaðan á móti hvort þetta væri ekki það sem áhorfendur vildu? „Helling af mörkum í leikjum. Ég vil bara að við skorum fleiri mörk heldur en andstæðingurinn. Það er miklu skemmtilegra að fara á leik sem fer 5-4 heldur en 1-0. Fótbolti á fyrst og fremst að vera skemmtun. Ég bara virði menn fyrir að reyna gera þetta að meiri skemmtun en hefur verið raunin og þarf mikið til því fótbolti er alltaf skemmtun í sjálfu sér.“ „Óskar Hrafn er minn maður. Hann er að reyna að gera hluti sem gæti talist sem ákveðin sköpun. Ég styð hann í því og ef þetta tekst hjá honum, sem ég hef fulla trú á, þá verður það mjög merkilegt.“ Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
KR hlaut þungan 6-1 skell gegn erkifjendunum í Val í Bestu deildinni í gærkvöldi. Staðan er nú sú að KR er það lið sem hefur skorað flest mörk í Bestu deildinni hingað til á tímabilinu en er á sama tíma það lið sem hefur fengið á sig flest mörk. Liðið er nú stigi frá fallsæti en það er ljóst að þjálfari liðsins, Óskar Hrafn Þorvaldsson, ætlar ekki að víkja frá hugmyndafræði sinni með liðið. Við litum við í Melabúðinni í dag, degi eftir 6-1 tapið gegn Val, og tókum nokkra Vesturbæinga og stuðningsmenn KR tali. Af þeirra orðum að dæma ríkir enn trú gagnvart þeirri vegferð sem Óskar Hrafn er með liðið á. „Ekki ég sem baulaði í gær“ „Auðvitað vantar stigasöfnun hjá liðinu en ég fulla trú á því sem að Óskar Hrafn og strákarnir eru að gera,“ segir Oddur Malmberg, mikill stuðningsmaður KR. Oddur er bjartsýnn fyrir góðu gengi hjá KR þrátt fyrir stórt tap gegn erkifjendunum í gær. „Þetta er bara spurning um einhvern smá tíma í viðbót. Ég held að við eigum bara eftir að fara upp töfluna. Mér lýst alveg rosalega vel á liðið, þetta er vel spilandi lið. Við töpuðum jú 6-1 fyrir Val en vorum 63% með boltann. Ég horfði á leikinn í gær og auðvitað þarf að þétta vörnina aðeins en ég hef fulla trú á þessu verkefni, held að þetta eigi bara eftir að skána hjá okkur.“ Heyra mátti baul beint að liði KR frá nokkrum stuðningsmönnum KR úr stúkunni á Hlíðarenda í gær en ekki var það Oddur sem baulaði. „Óskar Hrafn er algjörlega okkar maður. Það var allavegana ekki ég sem baulaði í gær, ég myndi aldrei baula á strákana, aldrei.“ „Stórveldið á betra skilið og stuðningsmenn líka“ Gunnlaugur, starfandi leigubílstjóri og stuðningsmaður KR, var ekki alveg eins bjartsýnn gagnvart stöðu liðsins en hefur hins vegar enn trú á því að Óskar Hrafn sé maðurinn sem KR eigi að treysta á. Gunnlaugur var ekki eins bjartsýnn á stöðu liðsins en hefur enn trú á því að bjartari tímar séu framundan. „Þetta er bara mjög slæmt. KR-ingar verða bara að gyrða sig í brók. Þetta stórveldi hér í Vesturbænum á betra skilið og við stuðningsmennirnir líka,“ sagði Gunnlaugur sem var síðan spurður út í upplegg KR liðsins sem spilar með miklum sóknarþunga. „Það eru öfgar í þessu, vörn og sókn. Ég skal ekki dæma um það en það er alltaf gaman að sjá sóknarbolta en það verður að þétta raðirnar.“ „Við skulum alveg gefa honum (Óskari Hrafni) séns áfram. Vonandi tekst honum bara, með sínu fólki, að rífa liðið upp. Það á það skilið, gamla stórveldið.“ Ef ætlunarverk Óskars takist verði það mjög merkilegt Skafti Jónsson, einnig stuðningsmaður KR, segir leikinn í gær náttúrulega hafa verið sorglegan. Í fyrsta sinn í ár hafi leikmenn KR hengt haus. Skafti Jónsson er ánægður með skemmtanagildið í leikjum KR og hefur tröllatrú á Óskari Hrafni, þjálfara liðsins. „En ég held að KR sé á réttri leið. Ég hef tröllatrú á Óskari, hann er samkvæmur sjálfum sér og við verðum bara að standa þetta af okkur með honum og strákunum. Það sem hefur einkennt þetta KR lið í vor er að þeir hafa tapað leikjum sem þeir hafa verið miklu betri aðilinn í, hafa aldrei hengt haus fyrr en í gærkvöldi. Síðasta korterið var þannig að þeir höfðu áttað sig á því að leikurinn væri búinn. En það er í fyrsta skipti í sumar sem það gerist. Það er miklu fleira jákvætt hjá KR heldur en neikvætt, ég hef tröllatrú á því að staðan í töflunni breytist hratt.“ Aðspurður um leikstíl KR liðsins spurði Skafti undirritaðan á móti hvort þetta væri ekki það sem áhorfendur vildu? „Helling af mörkum í leikjum. Ég vil bara að við skorum fleiri mörk heldur en andstæðingurinn. Það er miklu skemmtilegra að fara á leik sem fer 5-4 heldur en 1-0. Fótbolti á fyrst og fremst að vera skemmtun. Ég bara virði menn fyrir að reyna gera þetta að meiri skemmtun en hefur verið raunin og þarf mikið til því fótbolti er alltaf skemmtun í sjálfu sér.“ „Óskar Hrafn er minn maður. Hann er að reyna að gera hluti sem gæti talist sem ákveðin sköpun. Ég styð hann í því og ef þetta tekst hjá honum, sem ég hef fulla trú á, þá verður það mjög merkilegt.“
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira