Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2025 09:12 Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, segir að sér þyki óþægilegt að sænskir gyðingar hafi þurft að óttast flokkinn á ákveðnu tímabili. Vísir/EPA Leiðtogi jaðarhægriflokksins Svíþjóðardemókrata baðst afsökunar á gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum hans í gær. Umfangsmikil úttekt á sögu hvítrar þjóðernishyggju og öfgahægristefnu innan flokksins verður birt á morgun. Hvítbókin um rætur Svíþjóðardemókrata er sögð telja hundruð blaðsíðna. Í henni rekur sagnfræðingur sögu flokksins frá stofnun árið 1988 þar til hann hóf þátttöku í sænskum stjórnmálum á landsvísu árið 2010. Þar er sagt koma fram hvernig flokkurinn spratt upp úr þjóðernishreyfingu sem innihélt meðal annars öfgahægrimenn, fasista og nasista. Einstaklingar úr nýnasistahreyfingunni hefðu komið með gyðingahatur inn í flokkinn. Það hafi komið fram í orðræðu flokksmanna og verið sýnilegt í bæði innra og ytra starfi flokksins, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, bað þá sem hefðu upplifað ógn af gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum flokksins afsökunar í ræðu í Almedalen í gærkvöldi. „Ég harma innilega og biðst afsökunar á að flokkurinn minn hafi þá hýst fólk sem aðhylltist gyðingahatur,“ sagði Åkesson sem vildi þó ekki meina að gyðingahatur hafi verið hluti af stefnu flokksins á þeim tíma. Svíþjóðardemókratar verja minnihlutastjórn hægriflokka falli en eiga ekki sæti í henni sjálfir. Dekkar alla söguna Åkesson kynnti fyrst hugmynd um hvítbók um sögu flokksins með tilliti til tengsla hans við nasisma og aðra öfgahyggju fyrir þingkosningar árið 2018. Enginn fannst þó til þess að taka verkið að sér fyrr en árið 2021. Fyrri hluti hvítbókarinnar um stofnun flokksins var kynntur árið 2022 en seinni hlutinn verður birtur á morgun. Spurningar hafa verið á lofti um hvort að Tony Gustafsson, sagnfræðingurinn sem tók hvítbókina saman, sé raunverulega óháður eftir að í ljós kom að hann var sjálfur félagi í Svíþjóðardemókrötum á sínum tíma. Úttektin var tilbúin í fyrra og vöknuðu fleiri spurningar vegna þess langa tíma sem tók að birta hana. Forstöðumaður stofnunar Gautaborgarháskóla sem miðlar upplýsingum um kynþátta- og öfgahyggju sem hefur lesið stóran hluta hvítbókarinnar segir að svo virðist sem að hún nái yfir allt sem skyldi. Jafnvel sé farið yfir hluti í sögu flokksins sem hann var ekki viss um að yrði tekið á. Nú segir Åkesson að flokkurinn hafi gert upp fortíð sína og sett sér skýr mörk. Svíþjóð Kynþáttafordómar Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Sjá meira
Hvítbókin um rætur Svíþjóðardemókrata er sögð telja hundruð blaðsíðna. Í henni rekur sagnfræðingur sögu flokksins frá stofnun árið 1988 þar til hann hóf þátttöku í sænskum stjórnmálum á landsvísu árið 2010. Þar er sagt koma fram hvernig flokkurinn spratt upp úr þjóðernishreyfingu sem innihélt meðal annars öfgahægrimenn, fasista og nasista. Einstaklingar úr nýnasistahreyfingunni hefðu komið með gyðingahatur inn í flokkinn. Það hafi komið fram í orðræðu flokksmanna og verið sýnilegt í bæði innra og ytra starfi flokksins, að því er kemur fram í frétt sænska ríkisútvarpsins. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, bað þá sem hefðu upplifað ógn af gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum flokksins afsökunar í ræðu í Almedalen í gærkvöldi. „Ég harma innilega og biðst afsökunar á að flokkurinn minn hafi þá hýst fólk sem aðhylltist gyðingahatur,“ sagði Åkesson sem vildi þó ekki meina að gyðingahatur hafi verið hluti af stefnu flokksins á þeim tíma. Svíþjóðardemókratar verja minnihlutastjórn hægriflokka falli en eiga ekki sæti í henni sjálfir. Dekkar alla söguna Åkesson kynnti fyrst hugmynd um hvítbók um sögu flokksins með tilliti til tengsla hans við nasisma og aðra öfgahyggju fyrir þingkosningar árið 2018. Enginn fannst þó til þess að taka verkið að sér fyrr en árið 2021. Fyrri hluti hvítbókarinnar um stofnun flokksins var kynntur árið 2022 en seinni hlutinn verður birtur á morgun. Spurningar hafa verið á lofti um hvort að Tony Gustafsson, sagnfræðingurinn sem tók hvítbókina saman, sé raunverulega óháður eftir að í ljós kom að hann var sjálfur félagi í Svíþjóðardemókrötum á sínum tíma. Úttektin var tilbúin í fyrra og vöknuðu fleiri spurningar vegna þess langa tíma sem tók að birta hana. Forstöðumaður stofnunar Gautaborgarháskóla sem miðlar upplýsingum um kynþátta- og öfgahyggju sem hefur lesið stóran hluta hvítbókarinnar segir að svo virðist sem að hún nái yfir allt sem skyldi. Jafnvel sé farið yfir hluti í sögu flokksins sem hann var ekki viss um að yrði tekið á. Nú segir Åkesson að flokkurinn hafi gert upp fortíð sína og sett sér skýr mörk.
Svíþjóð Kynþáttafordómar Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Sjá meira