Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2025 07:03 Kaffibarinn Barbara opnar innan tíðar í húsinu sem áður hefur hýst Súfistann og Mánabar. Aðsend Í sögufrægu húsi í hjarta Hafnarfjarðar, þar sem kaffihúsið Súfistinn var og hét í þrjátíu ár, rís nýr kaffibar að nafni Barbara. Eigandi segir Hafnfirðinga hrannast inn á staðinn, þar sem framkvæmdir standa enn yfir, til að segja sögur af húsinu og lýsa yfir þakklæti yfir að húsið öðlist nýtt líf. Húsið við Strandgötu 9 er elsta steinsteypta húsið í Hafnarfirði og á sér ríkulega sögu. Katla Karlsdóttir eigandi Barböru rekur þá mismunandi starfsemi sem þar hefur verið í gegn um tíðina samtali við fréttastofu. „Það er mikil saga í húsinu, frá því að Mánabar var öðru megin og rakarastofa hinu megin og svo er Súfistinn eitthvað sem flestir þekkja. Svo hefur verið þarna hjólbarðaverkstæði, Vogue og fleira. Þannig að Hafnfirðingum þykir mjög vænt um þetta hús.“ Í janúar lokaði Súfistinn fyrir fullt og allt eftir þrjátíu ára rekstur. Teikn voru á lofti um að stækka húsið um allt að fjögur hundruð fermetra og reisa mathöll í húsnæðinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á efri hæðinni. Hraunhamrar/Aðsend „Það voru mjög skiptar skoðanir á því innan bæjarins. Þetta er gamalt hús og fólk kunni vel við útlitið á því eins og það er,“ segir Katla. Nýir aðilar hafi keypt húsið um það leyti sem Súfistinn lokaði. „Þau voru opin fyrir ýmsum möguleikum. Við stukkum á þau um leið og þau keyptu, ásamt fullt af öðru fólki. Einhverjir vildu opna hárgreiðslustofu, skrifstofur og allt mögulegt. Við náðum vel saman og vorum með hugmynd sem þau fíluðu,“ segir Katla. Hugmyndin er kaffibar sem opnar snemma og lokar seint. Kaffi, vín, einfaldir kokteilar og ostar verða meðal annars á matseðlinum. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum mánuði og Katla reiknar með að opna Barböru eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur eftir. Hún segir frá góðum undirtektum og miklum áhuga Hafnfirðinga. Undirbúningur fyrir opnun er í fullum gangi. Aðsend „Ég hef aldrei vitað annað eins. Frá því að við tókum við kemur fólk í hrönnum inn á gólf og ef það er ekki opið að framan kemur fólk bara baka til. Og segir okkur sögur af húsinu, deilir reynslu sinni, forvitnast eða segja hvað þau eru guðs lifandi fegin að það sé verið að opna eitthvað aftur. Alveg frá uppklæddum mótorhjólaköppum í fullum skrúða yfir í nágranna eða aðra bæjarbúa.“ Katla er ákveðin í að innrétta staðinn í takt við húsið og sögu þess. Hún segist kíkja í Góða hirðinn á hverjum degi í leit að húsgögnum og hlutum til að innrétta staðinn með. „Það má ekkert líta úr fyrir að vera yngra en fimmtíu ára. Þannig að ég er búin að vera að þræða nytjamarkaði og finna gullmola þar sem ég vel af mikilli kostgæfni.“ Mikil vinna fer í að velja réttu hlutina fyrir kaffihúsið að sögn Kötlu. Aðsend Sem fyrr segir er Katla himinlifandi með stuðninginn sem hún hefur fengið. Fylgjendum Barböru á Instagram, þar sem Katla sýnir framvindu framkvæmdanna, hefur snarfjölgað síðustu daga. Áhugasömum er bent á Instagram síðuna Barbarakaffibar. Veitingastaðir Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Sjá meira
Húsið við Strandgötu 9 er elsta steinsteypta húsið í Hafnarfirði og á sér ríkulega sögu. Katla Karlsdóttir eigandi Barböru rekur þá mismunandi starfsemi sem þar hefur verið í gegn um tíðina samtali við fréttastofu. „Það er mikil saga í húsinu, frá því að Mánabar var öðru megin og rakarastofa hinu megin og svo er Súfistinn eitthvað sem flestir þekkja. Svo hefur verið þarna hjólbarðaverkstæði, Vogue og fleira. Þannig að Hafnfirðingum þykir mjög vænt um þetta hús.“ Í janúar lokaði Súfistinn fyrir fullt og allt eftir þrjátíu ára rekstur. Teikn voru á lofti um að stækka húsið um allt að fjögur hundruð fermetra og reisa mathöll í húsnæðinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á efri hæðinni. Hraunhamrar/Aðsend „Það voru mjög skiptar skoðanir á því innan bæjarins. Þetta er gamalt hús og fólk kunni vel við útlitið á því eins og það er,“ segir Katla. Nýir aðilar hafi keypt húsið um það leyti sem Súfistinn lokaði. „Þau voru opin fyrir ýmsum möguleikum. Við stukkum á þau um leið og þau keyptu, ásamt fullt af öðru fólki. Einhverjir vildu opna hárgreiðslustofu, skrifstofur og allt mögulegt. Við náðum vel saman og vorum með hugmynd sem þau fíluðu,“ segir Katla. Hugmyndin er kaffibar sem opnar snemma og lokar seint. Kaffi, vín, einfaldir kokteilar og ostar verða meðal annars á matseðlinum. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum mánuði og Katla reiknar með að opna Barböru eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur eftir. Hún segir frá góðum undirtektum og miklum áhuga Hafnfirðinga. Undirbúningur fyrir opnun er í fullum gangi. Aðsend „Ég hef aldrei vitað annað eins. Frá því að við tókum við kemur fólk í hrönnum inn á gólf og ef það er ekki opið að framan kemur fólk bara baka til. Og segir okkur sögur af húsinu, deilir reynslu sinni, forvitnast eða segja hvað þau eru guðs lifandi fegin að það sé verið að opna eitthvað aftur. Alveg frá uppklæddum mótorhjólaköppum í fullum skrúða yfir í nágranna eða aðra bæjarbúa.“ Katla er ákveðin í að innrétta staðinn í takt við húsið og sögu þess. Hún segist kíkja í Góða hirðinn á hverjum degi í leit að húsgögnum og hlutum til að innrétta staðinn með. „Það má ekkert líta úr fyrir að vera yngra en fimmtíu ára. Þannig að ég er búin að vera að þræða nytjamarkaði og finna gullmola þar sem ég vel af mikilli kostgæfni.“ Mikil vinna fer í að velja réttu hlutina fyrir kaffihúsið að sögn Kötlu. Aðsend Sem fyrr segir er Katla himinlifandi með stuðninginn sem hún hefur fengið. Fylgjendum Barböru á Instagram, þar sem Katla sýnir framvindu framkvæmdanna, hefur snarfjölgað síðustu daga. Áhugasömum er bent á Instagram síðuna Barbarakaffibar.
Veitingastaðir Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Sjá meira