Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2025 07:03 Kaffibarinn Barbara opnar innan tíðar í húsinu sem áður hefur hýst Súfistann og Mánabar. Aðsend Í sögufrægu húsi í hjarta Hafnarfjarðar, þar sem kaffihúsið Súfistinn var og hét í þrjátíu ár, rís nýr kaffibar að nafni Barbara. Eigandi segir Hafnfirðinga hrannast inn á staðinn, þar sem framkvæmdir standa enn yfir, til að segja sögur af húsinu og lýsa yfir þakklæti yfir að húsið öðlist nýtt líf. Húsið við Strandgötu 9 er elsta steinsteypta húsið í Hafnarfirði og á sér ríkulega sögu. Katla Karlsdóttir eigandi Barböru rekur þá mismunandi starfsemi sem þar hefur verið í gegn um tíðina samtali við fréttastofu. „Það er mikil saga í húsinu, frá því að Mánabar var öðru megin og rakarastofa hinu megin og svo er Súfistinn eitthvað sem flestir þekkja. Svo hefur verið þarna hjólbarðaverkstæði, Vogue og fleira. Þannig að Hafnfirðingum þykir mjög vænt um þetta hús.“ Í janúar lokaði Súfistinn fyrir fullt og allt eftir þrjátíu ára rekstur. Teikn voru á lofti um að stækka húsið um allt að fjögur hundruð fermetra og reisa mathöll í húsnæðinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á efri hæðinni. Hraunhamrar/Aðsend „Það voru mjög skiptar skoðanir á því innan bæjarins. Þetta er gamalt hús og fólk kunni vel við útlitið á því eins og það er,“ segir Katla. Nýir aðilar hafi keypt húsið um það leyti sem Súfistinn lokaði. „Þau voru opin fyrir ýmsum möguleikum. Við stukkum á þau um leið og þau keyptu, ásamt fullt af öðru fólki. Einhverjir vildu opna hárgreiðslustofu, skrifstofur og allt mögulegt. Við náðum vel saman og vorum með hugmynd sem þau fíluðu,“ segir Katla. Hugmyndin er kaffibar sem opnar snemma og lokar seint. Kaffi, vín, einfaldir kokteilar og ostar verða meðal annars á matseðlinum. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum mánuði og Katla reiknar með að opna Barböru eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur eftir. Hún segir frá góðum undirtektum og miklum áhuga Hafnfirðinga. Undirbúningur fyrir opnun er í fullum gangi. Aðsend „Ég hef aldrei vitað annað eins. Frá því að við tókum við kemur fólk í hrönnum inn á gólf og ef það er ekki opið að framan kemur fólk bara baka til. Og segir okkur sögur af húsinu, deilir reynslu sinni, forvitnast eða segja hvað þau eru guðs lifandi fegin að það sé verið að opna eitthvað aftur. Alveg frá uppklæddum mótorhjólaköppum í fullum skrúða yfir í nágranna eða aðra bæjarbúa.“ Katla er ákveðin í að innrétta staðinn í takt við húsið og sögu þess. Hún segist kíkja í Góða hirðinn á hverjum degi í leit að húsgögnum og hlutum til að innrétta staðinn með. „Það má ekkert líta úr fyrir að vera yngra en fimmtíu ára. Þannig að ég er búin að vera að þræða nytjamarkaði og finna gullmola þar sem ég vel af mikilli kostgæfni.“ Mikil vinna fer í að velja réttu hlutina fyrir kaffihúsið að sögn Kötlu. Aðsend Sem fyrr segir er Katla himinlifandi með stuðninginn sem hún hefur fengið. Fylgjendum Barböru á Instagram, þar sem Katla sýnir framvindu framkvæmdanna, hefur snarfjölgað síðustu daga. Áhugasömum er bent á Instagram síðuna Barbarakaffibar. Veitingastaðir Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Húsið við Strandgötu 9 er elsta steinsteypta húsið í Hafnarfirði og á sér ríkulega sögu. Katla Karlsdóttir eigandi Barböru rekur þá mismunandi starfsemi sem þar hefur verið í gegn um tíðina samtali við fréttastofu. „Það er mikil saga í húsinu, frá því að Mánabar var öðru megin og rakarastofa hinu megin og svo er Súfistinn eitthvað sem flestir þekkja. Svo hefur verið þarna hjólbarðaverkstæði, Vogue og fleira. Þannig að Hafnfirðingum þykir mjög vænt um þetta hús.“ Í janúar lokaði Súfistinn fyrir fullt og allt eftir þrjátíu ára rekstur. Teikn voru á lofti um að stækka húsið um allt að fjögur hundruð fermetra og reisa mathöll í húsnæðinu. Miklar breytingar hafa verið gerðar á efri hæðinni. Hraunhamrar/Aðsend „Það voru mjög skiptar skoðanir á því innan bæjarins. Þetta er gamalt hús og fólk kunni vel við útlitið á því eins og það er,“ segir Katla. Nýir aðilar hafi keypt húsið um það leyti sem Súfistinn lokaði. „Þau voru opin fyrir ýmsum möguleikum. Við stukkum á þau um leið og þau keyptu, ásamt fullt af öðru fólki. Einhverjir vildu opna hárgreiðslustofu, skrifstofur og allt mögulegt. Við náðum vel saman og vorum með hugmynd sem þau fíluðu,“ segir Katla. Hugmyndin er kaffibar sem opnar snemma og lokar seint. Kaffi, vín, einfaldir kokteilar og ostar verða meðal annars á matseðlinum. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum mánuði og Katla reiknar með að opna Barböru eftir þrjár til fjórar vikur ef allt gengur eftir. Hún segir frá góðum undirtektum og miklum áhuga Hafnfirðinga. Undirbúningur fyrir opnun er í fullum gangi. Aðsend „Ég hef aldrei vitað annað eins. Frá því að við tókum við kemur fólk í hrönnum inn á gólf og ef það er ekki opið að framan kemur fólk bara baka til. Og segir okkur sögur af húsinu, deilir reynslu sinni, forvitnast eða segja hvað þau eru guðs lifandi fegin að það sé verið að opna eitthvað aftur. Alveg frá uppklæddum mótorhjólaköppum í fullum skrúða yfir í nágranna eða aðra bæjarbúa.“ Katla er ákveðin í að innrétta staðinn í takt við húsið og sögu þess. Hún segist kíkja í Góða hirðinn á hverjum degi í leit að húsgögnum og hlutum til að innrétta staðinn með. „Það má ekkert líta úr fyrir að vera yngra en fimmtíu ára. Þannig að ég er búin að vera að þræða nytjamarkaði og finna gullmola þar sem ég vel af mikilli kostgæfni.“ Mikil vinna fer í að velja réttu hlutina fyrir kaffihúsið að sögn Kötlu. Aðsend Sem fyrr segir er Katla himinlifandi með stuðninginn sem hún hefur fengið. Fylgjendum Barböru á Instagram, þar sem Katla sýnir framvindu framkvæmdanna, hefur snarfjölgað síðustu daga. Áhugasömum er bent á Instagram síðuna Barbarakaffibar.
Veitingastaðir Hafnarfjörður Tímamót Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira