Lögregla varar við „Nígeríubréfum“ og öðrum netglæpum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júní 2025 11:22 Lögregla bendir fólki á að skrá sig einungis inn á rafræn skilríki ef það veit hvaðan beiðnin kemur. Vísir/Arnar Tæplega tvö hundruð mál tengd netglæpum hafa komið á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu það sem af er ári, eða um 33 á mánuði. Fæst slík mál, sem kunna að aukast yfir sumarmánuðina, séu eru þó tilkynnt til lögreglu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að þau mál sem lögregla hafi helst fengið tilkynningar og kærur um síðastliðnar vikur séu SMS-skilaboð sem reynast svik, gjafaleikir á Facebook, símtöl þar sem hringjandi segir bilun í tölvu viðtakanda og síðan tölvupóstar sem svipi til svokallaðra Nígeríubréfa, eins og lögregla kemst að orði. Lögregla varar einnig við fjárfestingasvikum þar sem enn beri á tilkynntum málum þar sem fólk ætli að fjárfesta í rafmyntum og brotamennirnir bjóðist til að aðstoða og óska eftir að fólk hlaði forriti inn í símann sinn eða inn í tölvuna sína. Þá sé lögregla sömuleiðis að fá tilkynningar um að fólk sé beðið um að samþykkja rafræn skilríki án þess að vera sjálft að reyna að skrá sig inn og þess vegna áréttir lögregla að fólk skrái aldrei inn rafrænu skilríki sín nema það sé alveg viss um upprunann. Sjá einnig: Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Þess beri einnig að geta að til að taka á móti greiðslum sé engin þörf á að samþykkja rafræn skilríki. Lögregla hefur einnig fengið tilkynningar og kærur frá fyrirtækjum sem eru að fá tölvupósta, meðal annars þar sem brotamenn komast inn í tölvupóstsamskipti milli söluaðila og kaupanda og senda falsaða reikninga eða breyta bankaupplýsingum vegna reikninga. „Að lokum ber að vara við hvers kyns netglæpum, en reynslan hefur sýnt að þeir færast í vöxt yfir sumarmánuðina,“ segir í tilkynningunni, en lögregla bendir þeim sem hafa orðið fyrir netglæp að senda tölvupóst á cybercrime@lrh.is. Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að þau mál sem lögregla hafi helst fengið tilkynningar og kærur um síðastliðnar vikur séu SMS-skilaboð sem reynast svik, gjafaleikir á Facebook, símtöl þar sem hringjandi segir bilun í tölvu viðtakanda og síðan tölvupóstar sem svipi til svokallaðra Nígeríubréfa, eins og lögregla kemst að orði. Lögregla varar einnig við fjárfestingasvikum þar sem enn beri á tilkynntum málum þar sem fólk ætli að fjárfesta í rafmyntum og brotamennirnir bjóðist til að aðstoða og óska eftir að fólk hlaði forriti inn í símann sinn eða inn í tölvuna sína. Þá sé lögregla sömuleiðis að fá tilkynningar um að fólk sé beðið um að samþykkja rafræn skilríki án þess að vera sjálft að reyna að skrá sig inn og þess vegna áréttir lögregla að fólk skrái aldrei inn rafrænu skilríki sín nema það sé alveg viss um upprunann. Sjá einnig: Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Þess beri einnig að geta að til að taka á móti greiðslum sé engin þörf á að samþykkja rafræn skilríki. Lögregla hefur einnig fengið tilkynningar og kærur frá fyrirtækjum sem eru að fá tölvupósta, meðal annars þar sem brotamenn komast inn í tölvupóstsamskipti milli söluaðila og kaupanda og senda falsaða reikninga eða breyta bankaupplýsingum vegna reikninga. „Að lokum ber að vara við hvers kyns netglæpum, en reynslan hefur sýnt að þeir færast í vöxt yfir sumarmánuðina,“ segir í tilkynningunni, en lögregla bendir þeim sem hafa orðið fyrir netglæp að senda tölvupóst á cybercrime@lrh.is.
Netglæpir Lögreglumál Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira