Markadrottning afgreiddi mótherja Íslands í síðasta leik fyrir EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 19:55 Vivianne Miedema á fullri ferð með boltann í sigri Hollendinga á Finnum í kvöld. Getty/Stan Oosterhof Finnar, mótherjar Íslands í fyrsta leiknum á Evrópumótinu í Sviss, léku í kvöld lokaleik sinn fyrir mótið. Finnska liðið hitaði upp fyrir Íslandsleikinn með því að mæta sterku liði Hollendinga. Holland vann leikinn 2-1. Finnar minnkuðu muninn í uppbótartímanum. Markið skoraði Oona Siren, liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham. Markadrottningin Vivianne Miedema skoraði tvívegis fyrir Holland í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 11. mínútu en það seinna á 30. mínútu. Þetta voru mörk númer 98 og 99 hjá Miedema fyrir hollenska landsliðið en hún er með meira þrjátíu marka forskot á næstmarkahæstu landsliðskonu Hollendinga frá upphafi. Hundraðasta markið kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi á Evrópumótinu því hún var tekin af velli á 62. mínútu. Hollendingar eru í svaka riðli á EM með bæði Englendingum og Frökkum. Ísland og Finnland mætast 2. júlí næstkomandi í opnunarleik Evrópumótsins en íslensku stelpurnar spila síðasta leik sinn fyrir mótið á móti Serbíu á morgun. Finnska liðið hefur verið að gera ágæta hluti en þetta var fyrsta tap liðsins í sex leikjum. Mótherjarnir hafa aftur á móti ekki verið úr hópi þeirra sterkustu. EM 2025 í Sviss Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Finnska liðið hitaði upp fyrir Íslandsleikinn með því að mæta sterku liði Hollendinga. Holland vann leikinn 2-1. Finnar minnkuðu muninn í uppbótartímanum. Markið skoraði Oona Siren, liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham. Markadrottningin Vivianne Miedema skoraði tvívegis fyrir Holland í fyrri hálfleiknum, það fyrra á 11. mínútu en það seinna á 30. mínútu. Þetta voru mörk númer 98 og 99 hjá Miedema fyrir hollenska landsliðið en hún er með meira þrjátíu marka forskot á næstmarkahæstu landsliðskonu Hollendinga frá upphafi. Hundraðasta markið kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi á Evrópumótinu því hún var tekin af velli á 62. mínútu. Hollendingar eru í svaka riðli á EM með bæði Englendingum og Frökkum. Ísland og Finnland mætast 2. júlí næstkomandi í opnunarleik Evrópumótsins en íslensku stelpurnar spila síðasta leik sinn fyrir mótið á móti Serbíu á morgun. Finnska liðið hefur verið að gera ágæta hluti en þetta var fyrsta tap liðsins í sex leikjum. Mótherjarnir hafa aftur á móti ekki verið úr hópi þeirra sterkustu.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn