City vann riðilinn og sleppur líklega við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 20:57 Jeremy Doku fagnar hér laglegu marki sínu fyrir Manchester City í Flórída í kvöld. Getty/Dan Mullan Manchester City varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna alla þrjá leiki sína í riðlinum á heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum. City vann 5-2 sigur á Juventus í lokaleik riðilsins og tryggði sér efsta sætið. Ítalska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn eftir tvo stórsigra fyrr í mótinu. Þrátt fyrir tapið þá komst Juventus einnig áfram í sextán liða úrslitin. City sleppur líklega við það að mæta Real Madrid í sextán liða úrslitunum því sigurvegari G-riðilsins (City) mætir liðinu sem endar í öðru sæti í H-riðli. Úrslitin í H-riðli ráðast ekki fyrr en í kvöld. Real Madrid mætir þá Red Bull Salzburg en bæði lið eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig. Al-Hilal er með tvö stig og ætti að tryggja sig áfram með sigri á Pachuca á sama tíma. Manchester City sleppur líka við þann hluta útsláttarkeppninnar þar sem eru Paris Saint Germain og Bayern München. Jérémy Doku kom City yfir strax á níundu umferð með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Rayan Ait Nouri. Juventus jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Teun Koopmeiners komst inn í spyrnu markvarðarins Ederson frá marki City. Matheus Nunes átti mikinn þátt í að City komst yfir þegar hann sendi boltann fyrir markið á 26. mínútu og Pierre Kalulu sendi hann í eigið mark á klaufalegan hátt. City var með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en samt bara 2-1 yfir. Erling Braut Haaland kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom City í 3-1 á 52. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Nunes. Þetta var þrjú hundruðasta mark Norðmannsins á ferlinum fyrir bæði félagslið og landslið. Haaland átti líka mikinn þátt í fjórða markinu sem varamaðurinn Phil Foden skoraði af stuttu færi á 69. mínútu en stoðsendingin var frá Savinho. Foden var þarna nýkominn inn á völlinn. Savinho skoraði fimmta markið á 75. mínútu með þrumuskoti í slá og inn eftir stórsókn City liðsins. Úrslitin löngu ráðin. Juventus lagði stöðuna í 5-2 á 84. mínútu með marki Dusan Vlahovic sem slapp í gegn um vörn City eftir stoðsendingu frá Kenan Yildiz. HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira
City vann 5-2 sigur á Juventus í lokaleik riðilsins og tryggði sér efsta sætið. Ítalska liðinu nægði jafntefli til að vinna riðilinn eftir tvo stórsigra fyrr í mótinu. Þrátt fyrir tapið þá komst Juventus einnig áfram í sextán liða úrslitin. City sleppur líklega við það að mæta Real Madrid í sextán liða úrslitunum því sigurvegari G-riðilsins (City) mætir liðinu sem endar í öðru sæti í H-riðli. Úrslitin í H-riðli ráðast ekki fyrr en í kvöld. Real Madrid mætir þá Red Bull Salzburg en bæði lið eru í efsta sæti riðilsins með fjögur stig. Al-Hilal er með tvö stig og ætti að tryggja sig áfram með sigri á Pachuca á sama tíma. Manchester City sleppur líka við þann hluta útsláttarkeppninnar þar sem eru Paris Saint Germain og Bayern München. Jérémy Doku kom City yfir strax á níundu umferð með laglegri afgreiðslu eftir sendingu frá Rayan Ait Nouri. Juventus jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Teun Koopmeiners komst inn í spyrnu markvarðarins Ederson frá marki City. Matheus Nunes átti mikinn þátt í að City komst yfir þegar hann sendi boltann fyrir markið á 26. mínútu og Pierre Kalulu sendi hann í eigið mark á klaufalegan hátt. City var með mikla yfirburði í fyrri hálfleiknum en samt bara 2-1 yfir. Erling Braut Haaland kom inn á sem varamaður í hálfleik og kom City í 3-1 á 52. mínútu eftir aðra stoðsendingu frá Nunes. Þetta var þrjú hundruðasta mark Norðmannsins á ferlinum fyrir bæði félagslið og landslið. Haaland átti líka mikinn þátt í fjórða markinu sem varamaðurinn Phil Foden skoraði af stuttu færi á 69. mínútu en stoðsendingin var frá Savinho. Foden var þarna nýkominn inn á völlinn. Savinho skoraði fimmta markið á 75. mínútu með þrumuskoti í slá og inn eftir stórsókn City liðsins. Úrslitin löngu ráðin. Juventus lagði stöðuna í 5-2 á 84. mínútu með marki Dusan Vlahovic sem slapp í gegn um vörn City eftir stoðsendingu frá Kenan Yildiz.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Sjá meira