Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 26. júní 2025 23:34 Örlygur Hnefill Örlygsson er eigandi Eurovison-safnsins á Húsavík. Sýn Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið. Eurovision-safnið er staður þar sem stuðið hættir aldrei, en Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður var á Húsavík og ræddi þar við Örlyg Hnefil Örlygsson, eiganda safnsins. Áhuginn enn til staðar Örlygur segir að þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því að myndin var frumsýnd sé ótrúlegt hvað áhuginn á þessu öllu hefur enst lengi. „Myndin kemur út í Covid, margt fólk sá myndina og hugsaði mig langar að fara til Húsavíkur, en það gat ekki komið.“ „Þetta dreifðist yfir mörg ár, og það var miklu heilbrigðara, þetta er bara búið að vera jafnt og þétt, fólk er enn að koma alla daga hingað, fólk sá þessa mynd í covid og hugsaði bara, ég ætla koma þangað,“ segir Örlygur. Eurovision aðdáendur geta verið ansi heitir, þú hlýtur að hafa hitt þá allra heitustu? „Ég hef hitt rosalega heita aðdáendur, bæði fólk sem elskar þessa bíómynd og Eurovison og getur sagt mér allt um það hver keppti fyrir Ísland 93' og svona.“ Örlygur er stoltur af mörgum munum sem safnið býr yfir, meðal gripa safnsins er fatnaður frá Gleðibankanum og Birgittu Haukdal. „Hún er Húsvíkingur. Við erum hérna með Láru líka með, því að krakkarnir þekkja Birgittu miklu meira fyrir bækurnar en sönginn, litlu krakkarnir,“ segir Örlygur. „Hún er Eurovisionstjarna okkar Húsvíkinga.“ „Svo erum við náttúrulega með Stebba Hilmars, hérna er seinna skiptið sem hann fór í Eurovision, sem var árið 91 í Róm, þegar þeir Stebbi og Eyvi tóku Nínu.“ Segir Örlygur svo frá því að Stebbi Hilmars og Eyvi hafi komið á Húsavík fyrir tveimur eða þremur árum og haldið tónleika í salnum. Hann hafi verið troðinn og kveðst Örlygur aldrei hafa upplifað annað eins, stemningin hafi verið svo mikil. Þá segir Örlygur að hann geti ekki annað en glaðst þegar fólk spyr um hið fræga lag Jaja Dingdong. „Fólk kemur með svo mikla gleði þegar það spyr um þetta lag ... ég held ég verði aldrei þreyttur á því,“ segir Örlygur Eurovision Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðaþjónusta Bíó og sjónvarp Söfn Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Eurovision-safnið er staður þar sem stuðið hættir aldrei, en Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður var á Húsavík og ræddi þar við Örlyg Hnefil Örlygsson, eiganda safnsins. Áhuginn enn til staðar Örlygur segir að þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því að myndin var frumsýnd sé ótrúlegt hvað áhuginn á þessu öllu hefur enst lengi. „Myndin kemur út í Covid, margt fólk sá myndina og hugsaði mig langar að fara til Húsavíkur, en það gat ekki komið.“ „Þetta dreifðist yfir mörg ár, og það var miklu heilbrigðara, þetta er bara búið að vera jafnt og þétt, fólk er enn að koma alla daga hingað, fólk sá þessa mynd í covid og hugsaði bara, ég ætla koma þangað,“ segir Örlygur. Eurovision aðdáendur geta verið ansi heitir, þú hlýtur að hafa hitt þá allra heitustu? „Ég hef hitt rosalega heita aðdáendur, bæði fólk sem elskar þessa bíómynd og Eurovison og getur sagt mér allt um það hver keppti fyrir Ísland 93' og svona.“ Örlygur er stoltur af mörgum munum sem safnið býr yfir, meðal gripa safnsins er fatnaður frá Gleðibankanum og Birgittu Haukdal. „Hún er Húsvíkingur. Við erum hérna með Láru líka með, því að krakkarnir þekkja Birgittu miklu meira fyrir bækurnar en sönginn, litlu krakkarnir,“ segir Örlygur. „Hún er Eurovisionstjarna okkar Húsvíkinga.“ „Svo erum við náttúrulega með Stebba Hilmars, hérna er seinna skiptið sem hann fór í Eurovision, sem var árið 91 í Róm, þegar þeir Stebbi og Eyvi tóku Nínu.“ Segir Örlygur svo frá því að Stebbi Hilmars og Eyvi hafi komið á Húsavík fyrir tveimur eða þremur árum og haldið tónleika í salnum. Hann hafi verið troðinn og kveðst Örlygur aldrei hafa upplifað annað eins, stemningin hafi verið svo mikil. Þá segir Örlygur að hann geti ekki annað en glaðst þegar fólk spyr um hið fræga lag Jaja Dingdong. „Fólk kemur með svo mikla gleði þegar það spyr um þetta lag ... ég held ég verði aldrei þreyttur á því,“ segir Örlygur
Eurovision Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðaþjónusta Bíó og sjónvarp Söfn Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira