Vægar viðreynslur en engir pervertar Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. júní 2025 14:39 Björk starfaði í fjölmiðlum í um tuttugu ár. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Björk Eiðsdóttir, fyrrverandi ritstjóri og upplýsingafulltrúi, ákvað að segja skilið við fjölmiðlana eftir tuttugu ár og snúa sér aftur til fyrri starfa sem flugfreyja hjá Icelandair. Hún segir gott að geta slökkt á símanum og þurfa ekki að vera alltaf tengd umheiminum. „Ég er með ákveðið comeback. Ég var í þessu í gamla daga. Nú er ég búin að vera í fjölmiðlum í tuttugu ár og langaði að taka mér smá pásu frá því. Í staðinn fyrir að vera með símann on allan sólarhringinn og að fara í vinnu þar sem ég þarf að slökkva á símanum. Það er bara gott frelsi. Maður klæðir sig bara í og úr júniforminu og þá er bara vinnan hengd upp,“ segir Björk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björk mundaði pennann á Fréttablaðinu, Glamour, Vikunni, Séð & heyrt og MAN-Magasíni svo eitthvað sé nefnt. Eftir gjaldþrot Fréttablaðsins hóf hún störf fyrir Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. Hún var honum meðal annars innan handar á dögunum þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir umfjöllun Kveiks um njósnir fyrir rúmum áratug. Í Bítinu var farið um víðan völl, en með Björk var Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og skemmtikraftur. Hann viðurkennir að hann öfundi fólk sem má mæta í vinnuna í einkennisbúningi. „Það er eitthvað við þetta sem er bara geggjað. Það er líka þessir búningar hjá Icelandair. Það er einhver klassík í þessu. Mér líður alltaf vel í þessum Icelandair vélum og þú veist að hverju þú gengur,“ segir hann. Ekki lent í flugdólg Talið berst að framkomu Íslendinga um borð og segir Björk flesta vera til fyrirmyndar. Enn sem komið er hefur hún ekki lent í neinum flugdólgum. „Þeir eru bara dásamlegir,“ segir Björk. Jakob spyr þá, hálfkíminn, hvort hún hafi lent í einhverjum pervertum. „Nei, ekki alvöru pervertum. Bara vægum viðreynslum, það er alltaf smá gaman að því,“ segir hún með bros á vör. „Það er eitthvað við það að eldast. Maður verður bara þakklátari með hverju árinu. Þegar ég var 25 ára fannst mér þetta ekki jafn skemmtilegt – en núna nýt ég þess miklu meira og ræð betur við allt. Maður segir fólki bara að setjast niður.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Bítið Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00 Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjá meira
„Ég er með ákveðið comeback. Ég var í þessu í gamla daga. Nú er ég búin að vera í fjölmiðlum í tuttugu ár og langaði að taka mér smá pásu frá því. Í staðinn fyrir að vera með símann on allan sólarhringinn og að fara í vinnu þar sem ég þarf að slökkva á símanum. Það er bara gott frelsi. Maður klæðir sig bara í og úr júniforminu og þá er bara vinnan hengd upp,“ segir Björk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Björk mundaði pennann á Fréttablaðinu, Glamour, Vikunni, Séð & heyrt og MAN-Magasíni svo eitthvað sé nefnt. Eftir gjaldþrot Fréttablaðsins hóf hún störf fyrir Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti. Hún var honum meðal annars innan handar á dögunum þegar hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir umfjöllun Kveiks um njósnir fyrir rúmum áratug. Í Bítinu var farið um víðan völl, en með Björk var Jakob Birgisson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og skemmtikraftur. Hann viðurkennir að hann öfundi fólk sem má mæta í vinnuna í einkennisbúningi. „Það er eitthvað við þetta sem er bara geggjað. Það er líka þessir búningar hjá Icelandair. Það er einhver klassík í þessu. Mér líður alltaf vel í þessum Icelandair vélum og þú veist að hverju þú gengur,“ segir hann. Ekki lent í flugdólg Talið berst að framkomu Íslendinga um borð og segir Björk flesta vera til fyrirmyndar. Enn sem komið er hefur hún ekki lent í neinum flugdólgum. „Þeir eru bara dásamlegir,“ segir Björk. Jakob spyr þá, hálfkíminn, hvort hún hafi lent í einhverjum pervertum. „Nei, ekki alvöru pervertum. Bara vægum viðreynslum, það er alltaf smá gaman að því,“ segir hún með bros á vör. „Það er eitthvað við það að eldast. Maður verður bara þakklátari með hverju árinu. Þegar ég var 25 ára fannst mér þetta ekki jafn skemmtilegt – en núna nýt ég þess miklu meira og ræð betur við allt. Maður segir fólki bara að setjast niður.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Bítið Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00 Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjá meira
Borið gæfu til að gera drastískar breytingar á högum sínum Björk Eiðsdóttir, ævintýrakona og upplýsingafulltrúi Björgólfs Thor Björgólfssonar og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, segist hafa borið gæfa til að gera drastískar breytingar á högum sínum. Hún fagnar stórafmæli á árinu og ætlar á fimmtíu fjöll í tilefni af öllum árunum. 1. apríl 2024 07:00
Björk Eiðsdóttir vinnur fyrir Björgólf Thor Björk Eiðsdóttir, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, hefur ráðið sig til starfa hjá Björgólfi Thor Björgólfssyni, viðskiptamanni. 23. júní 2023 22:59