Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2025 23:15 Kristófer Ingi Kristinsson fagnar þriðja marki sínu í kvöld en hann fagnaði mörkum sínum hóflega enda að spila á móti uppeldisfélaginu sínu. Sýn Sport Kristófer Ingi Kristinsson átti án efa eftirminnilegustu innkomuna í Bestu deild karla í sumar í Garðabænum í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Breiðablik var 1-0 undir á móti Stjörnunni. Sautján mínútum síðar var Kristófer búinn að skora þrennu og tryggja Blikum gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta gerði Kristófer í fjarveru fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar og aðalmarkaskorarans Tobias Thomsen sem voru báðir í banni. Þessi þrjú stig þýddu að Blikar eru búnir að ná toppliði Víkings að stigum. Þetta er samt ekki eina ótrúlega endurkoma Kristófers á þessu ári. Hann lenti illa í því eftir ökklaaðgerð í byrjun ársins. Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Aron Guðmundsson ræddi í maí við Kristófer um aðgerðina og eftirmála hennar. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer sagði að eftir áhyggja hefði það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Besta deild karla Stjarnan Breiðablik Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hann kom inn á sem varamaður á 68. mínútu þegar Breiðablik var 1-0 undir á móti Stjörnunni. Sautján mínútum síðar var Kristófer búinn að skora þrennu og tryggja Blikum gríðarlega mikilvægan sigur. Þetta gerði Kristófer í fjarveru fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar og aðalmarkaskorarans Tobias Thomsen sem voru báðir í banni. Þessi þrjú stig þýddu að Blikar eru búnir að ná toppliði Víkings að stigum. Þetta er samt ekki eina ótrúlega endurkoma Kristófers á þessu ári. Hann lenti illa í því eftir ökklaaðgerð í byrjun ársins. Ekki mátti miklu muna að knattspyrnuferill Kristófers Inga yrði að engu eftir að hann fékk blóðsýkingu í ökkla í kjölfar aðgerðar. Aron Guðmundsson ræddi í maí við Kristófer um aðgerðina og eftirmála hennar. „Það átti sér stað smá bakslag eftir aðgerðina, reyndar ekki tengt aðgerðinni sjálfri. Í janúar síðastliðnum lenti ég í því að fá blóðsýkingu, fékk í rauninni streptókokka sýkingu í gegnum ökklann. Lá inni á spítala í tæpa viku sökum þess og svo hófst endurhæfingar ferlið. Ég var í raun bara mjög heppinn með það hvernig það endaði,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það að fá blóðsýkingu er ekkert grín en Kristófer sagði að eftir áhyggja hefði það kannski reynst happ hans að vita ekki hvað slík sýking gæti haft í för með sér. „Ég var í raun sjálfur ekki meðvitaður um það hvað blóðsýking væri. Ég gæti í raun sagt að ég hafi verið heppinn að vera ekki alveg fullmeðvitaður um hversu alvarlegt það getur verið. Á meðan að ég stóð, sérstaklega á spítalanum, var ég mjög jákvæður gagnvart þessu og með það hugarfar að það gæti ekkert komið fyrir mann. Sem betur fer fyrir mig þá var raunin sú að ég fór tímanlega upp á spítala og sýklalyfin náðu að vinna vel úr þessu,“ sagði Kristófer í viðtalinu. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Besta deild karla Stjarnan Breiðablik Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira