Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 29. júní 2025 07:02 Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í kringum 38% nánast allt kjörtímabilið sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var við völd á árunum 2009-2013. Allt þar til í febrúar 2013 eftir að EFTA-dómstóllinn hafði endanlega staðfest að Ísland væri ekki ábyrgt fyrir Icesave-skuldbindingum Landsbanka Íslands. Þá hrundi fylgið og hefur ekki náð sér á strik síðan. Ástæðan var sú að forysta flokksins og flestir þingmenn hans höfðu ákveðið að styðja þriðju Icesave-samningana sem ríkisstjórnin gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Málið fór í þjóðaratkvæði og var einkum hafnað af sjálfstæðismönnum. Fylgið fór yfir á Framsóknarflokkinn sem barizt hafði gegn öllum Icesave-samningnum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna stóra valdaframsalsmálsins, frumvarps Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríksráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar íslenzkum lögum eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja frumvarp Þorgerðar Katrínar í andstöðu við flesta kjósendur flokksins. Til að mynda vann Prósent skoðanakönnun fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, síðasta haust um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, vera andvígur slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins sem og Flokks fólksins. Miklu stærra en Icesave-málið Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna eykst fylgi Miðflokksins um tæpan þriðjung frá mælingu fyrirtækisins í síðasta mánuði og fer út 9,7% í 13% á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins fer úr 18,9% í 17,3%. Munurinn er því einungis 4,3% en var rúm 9% í síðasta mánuði. Hvað gerðist í millitíðinni? Tvö mál hafa einkum verið í kastljósinu. Frumvörp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda og bókun 35. Báðir flokkar hafa beitt sér gegn frumvarpi stjórnarinnar um veiðigjöldin en nær einvörðungu Miðflokkurinn gegn frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Fylgisaukning Miðflokksins vegna stóra valdaframsalsmálsins (bókun 35) á kostnað Sjálfstæðisflokksins kemur því miður ekki á óvart eins og áður er komið inn á með vísan í skoðanakönnunina síðasta haust. Þingmenn okkar sjálfstæðismanna hafa komið inn í umræðuna á þingi um málið annað slagið til þess að ræða fundarstjórn forseta vegna annarra mála, sem vitanlega hefur hjálpað, en nær undantekningalaust ekki vikið gagnrýnisorði á frumvarp utanríkisráðherra sem ljóslega hefur ekki farið framhjá fólki. Viðbúið er að fylgistap flokksins haldi áfram verði ekki grundvallarbreyting í þeim efnum. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að stóra valdaframsalsmálið er miklu stærra mál en bæði Icesave-málið og þriðji orkupakki Evrópusambandsins. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það engu að síður aðeins um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi einungis afmarkað regluverk þess. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar samþykkt mun það hins vegar varða allt innleitt regluverk frá sambandinu, í nútíð og framtíð, og gera það æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar og orkumál. Tímabært að taka aftur upp varnir Haldið var uppi vörnum í stóra valdaframsalmálinu árum saman á vakt Sjálfstæðisflokksins í utanríkisráðuneytinu þar til skipt var um ráðherra eftir þingkosningarnar 2021 og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við. Varð þá alger viðsnúningur og allt í einu tekið undir kröfur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gegn Íslandi sem hafði krafizt forgangs innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Fyrirliggjandi frumvarp uppfyllir algerlega kröfu ESA og felur þannig einfaldlega í sér fyrirfram uppgjöf í stað þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir EFTA-dómstólnum. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum EES-samninginn. Nokkuð sem stóð aldrei til af hálfu íslenzkra stjórnvalda þegar hann var undirritaður. Hefur þróun samningsins verið sífellt meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á við valdaframsalið sem fælist í inngöngu í sambandið. Munurinn þar á milli hefur hins vegar farið minnkandi. Til þessa hefur einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum stakar lagagerðir sem fyrr segir. Ekki allt regluverkið. Tímabært er að Sjálfstæðisflokkurinn taki aftur upp varnir í stóra valdaframsalsmálinu. Þó ekki nema í ljósi þeirrar staðreyndar að virtir lögspekingar eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hafa varað við árekstri við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Í bezta falli fyrir þá sem styðja frumvarpið eru lögspekingar engan veginn á einu máli í þeim efnum. Við þær aðstæður hlýtur hið rétta að vera að leyfa stjórnarskránni allavega að njóta vafans og standa með henni og fullveldi landsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn EES-samningurinn Bókun 35 Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í kringum 38% nánast allt kjörtímabilið sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna var við völd á árunum 2009-2013. Allt þar til í febrúar 2013 eftir að EFTA-dómstóllinn hafði endanlega staðfest að Ísland væri ekki ábyrgt fyrir Icesave-skuldbindingum Landsbanka Íslands. Þá hrundi fylgið og hefur ekki náð sér á strik síðan. Ástæðan var sú að forysta flokksins og flestir þingmenn hans höfðu ákveðið að styðja þriðju Icesave-samningana sem ríkisstjórnin gerði við brezk og hollenzk stjórnvöld. Málið fór í þjóðaratkvæði og var einkum hafnað af sjálfstæðismönnum. Fylgið fór yfir á Framsóknarflokkinn sem barizt hafði gegn öllum Icesave-samningnum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins. Við stöndum mögulega frammi fyrir hliðstæðum aðstæðum vegna stóra valdaframsalsmálsins, frumvarps Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríksráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn sem hafa mun í för með sér, verði það samþykkt, að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn muni ganga framar íslenzkum lögum eingöngu vegna þess að það kemur frá sambandinu. Forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins virðist ætla að styðja frumvarp Þorgerðar Katrínar í andstöðu við flesta kjósendur flokksins. Til að mynda vann Prósent skoðanakönnun fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, síðasta haust um afstöðu landsmanna til frumvarps um bókun 35 eins og þess sem nú liggur fyrir en samkvæmt niðurstöðum hennar reyndist mikill meirihluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins, af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti, vera andvígur slíku frumvarpi eða 72%. Sama átti við um stuðningsmenn Miðflokksins, Framsóknarflokksins sem og Flokks fólksins. Miklu stærra en Icesave-málið Miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Maskínu á fylgi stjórnmálaflokkanna eykst fylgi Miðflokksins um tæpan þriðjung frá mælingu fyrirtækisins í síðasta mánuði og fer út 9,7% í 13% á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins fer úr 18,9% í 17,3%. Munurinn er því einungis 4,3% en var rúm 9% í síðasta mánuði. Hvað gerðist í millitíðinni? Tvö mál hafa einkum verið í kastljósinu. Frumvörp ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda og bókun 35. Báðir flokkar hafa beitt sér gegn frumvarpi stjórnarinnar um veiðigjöldin en nær einvörðungu Miðflokkurinn gegn frumvarpi Þorgerðar Katrínar. Fylgisaukning Miðflokksins vegna stóra valdaframsalsmálsins (bókun 35) á kostnað Sjálfstæðisflokksins kemur því miður ekki á óvart eins og áður er komið inn á með vísan í skoðanakönnunina síðasta haust. Þingmenn okkar sjálfstæðismanna hafa komið inn í umræðuna á þingi um málið annað slagið til þess að ræða fundarstjórn forseta vegna annarra mála, sem vitanlega hefur hjálpað, en nær undantekningalaust ekki vikið gagnrýnisorði á frumvarp utanríkisráðherra sem ljóslega hefur ekki farið framhjá fólki. Viðbúið er að fylgistap flokksins haldi áfram verði ekki grundvallarbreyting í þeim efnum. Vert er að hafa í huga í þessum efnum að stóra valdaframsalsmálið er miklu stærra mál en bæði Icesave-málið og þriðji orkupakki Evrópusambandsins. Þó Icesave-málið hafi varðað mikla fjárhagslega hagsmuni snerist það engu að síður aðeins um eina tilskipun frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi einungis afmarkað regluverk þess. Verði frumvarp Þorgerðar Katrínar samþykkt mun það hins vegar varða allt innleitt regluverk frá sambandinu, í nútíð og framtíð, og gera það æðra innlendri löggjöf. Þar á meðal um innistæðutryggingar og orkumál. Tímabært að taka aftur upp varnir Haldið var uppi vörnum í stóra valdaframsalmálinu árum saman á vakt Sjálfstæðisflokksins í utanríkisráðuneytinu þar til skipt var um ráðherra eftir þingkosningarnar 2021 og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við. Varð þá alger viðsnúningur og allt í einu tekið undir kröfur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gegn Íslandi sem hafði krafizt forgangs innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn. Fyrirliggjandi frumvarp uppfyllir algerlega kröfu ESA og felur þannig einfaldlega í sér fyrirfram uppgjöf í stað þess að látið sé í það minnsta reyna á málið fyrst fyrir EFTA-dómstólnum. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum EES-samninginn. Nokkuð sem stóð aldrei til af hálfu íslenzkra stjórnvalda þegar hann var undirritaður. Hefur þróun samningsins verið sífellt meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á við valdaframsalið sem fælist í inngöngu í sambandið. Munurinn þar á milli hefur hins vegar farið minnkandi. Til þessa hefur einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum stakar lagagerðir sem fyrr segir. Ekki allt regluverkið. Tímabært er að Sjálfstæðisflokkurinn taki aftur upp varnir í stóra valdaframsalsmálinu. Þó ekki nema í ljósi þeirrar staðreyndar að virtir lögspekingar eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor hafa varað við árekstri við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar. Í bezta falli fyrir þá sem styðja frumvarpið eru lögspekingar engan veginn á einu máli í þeim efnum. Við þær aðstæður hlýtur hið rétta að vera að leyfa stjórnarskránni allavega að njóta vafans og standa með henni og fullveldi landsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun