Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2025 14:51 Kristín skilur ekki af hverju styrkjum sem ætlaðir eru til að styðja við samfélagið í Grindavík er ekki úthlutað til verkefna innan bæjarins. Vísir Íbúi í Grindavík skilur ekki af hverju styrkir Rauða Krossins til Grindvíkinga vegna náttúruhamfara renna aðeins til verkefna utan bæjarins. Styrkurinn kemur frá Rio tinto og var honum ætlað að styðja við samfélagið í Grindavík í kjölfar eldsumbrota síðustu ára. Rio Tinto veitti Rauða krossinum á Íslandi 208 milljóna króna styrk í fyrra til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. Styrkurinn kom úr hamfarasjóði Rio Tinto en sjóðnum er sérstaklega ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. „Hér kemur kaldhæðnin“ Kristín María Birgisdóttir, íbúi í Grindavík, segir það sæta furðu að öll verkefnin sem sjóðurinn styrkir séu utan bæjarins. Hún kveðst vita af mörgum verkefnum innan Grindavíkur sem sóttu um styrkinn en fengu hann ekki. Hins vegar hafi ýmis önnur verkefni verið styrkt eins og Dale Carnegie námskeið í Reykjavík, sumarbúðir úti á landi fyrir ungmenni, en ekkert verkefni innan bæjarins hafi hlotið styrk. „En hér kemur kaldhæðnin – verkefni sem eiga að styðja við íbúa Grindavíkur mega ekki fara fram í Grindavík. Já, þú last rétt,“ skrifaði Kristín í færslu á samfélagsmiðlum. Kristín segir það skjóta skökku við að Grindvíkingar megi halda leirnámskeið í Garðabæ og fá fyrir það styrk, en umsókn um styrkveitingu fyrir sama námskeið í Grindavík sé hafnað. „Ég myndi alveg skilja þetta ef það væri hættustig í Grindavík, og ef það væri farið að líða ða næsta eldgosi. En hjólin eru farin að snúast í Grindavík, hér er mikil umferð ferðamanna og Íslendinga, það er mikið líf í bænum og margir gista hér í gegnum hollvinasamningana og atvinnulífið er farið á skrið. “ „Ég vona að Rauði krossinn endurskoði sína afstöðu eða stigi fram og útskýri af hverju þetta er svona. Mér finnst hljóð og mynd bara ekki fara saman í þessum styrkveitingum,“ segir Kristín. Kristín segir Rauði krossinn hafi reynst Grindvíkingum mjög vel undanfarin ár, og hafi alltaf verið í hennar huga flott hjálparstofnun. „En mér finnst þetta mál mjög sérstakt,“ segir Kristín. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira
Rio Tinto veitti Rauða krossinum á Íslandi 208 milljóna króna styrk í fyrra til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. Styrkurinn kom úr hamfarasjóði Rio Tinto en sjóðnum er sérstaklega ætlað að styðja við samfélög á starfssvæðum fyrirtækisins sem hafa orðið fyrir barðinu á hvers kyns hamförum. „Hér kemur kaldhæðnin“ Kristín María Birgisdóttir, íbúi í Grindavík, segir það sæta furðu að öll verkefnin sem sjóðurinn styrkir séu utan bæjarins. Hún kveðst vita af mörgum verkefnum innan Grindavíkur sem sóttu um styrkinn en fengu hann ekki. Hins vegar hafi ýmis önnur verkefni verið styrkt eins og Dale Carnegie námskeið í Reykjavík, sumarbúðir úti á landi fyrir ungmenni, en ekkert verkefni innan bæjarins hafi hlotið styrk. „En hér kemur kaldhæðnin – verkefni sem eiga að styðja við íbúa Grindavíkur mega ekki fara fram í Grindavík. Já, þú last rétt,“ skrifaði Kristín í færslu á samfélagsmiðlum. Kristín segir það skjóta skökku við að Grindvíkingar megi halda leirnámskeið í Garðabæ og fá fyrir það styrk, en umsókn um styrkveitingu fyrir sama námskeið í Grindavík sé hafnað. „Ég myndi alveg skilja þetta ef það væri hættustig í Grindavík, og ef það væri farið að líða ða næsta eldgosi. En hjólin eru farin að snúast í Grindavík, hér er mikil umferð ferðamanna og Íslendinga, það er mikið líf í bænum og margir gista hér í gegnum hollvinasamningana og atvinnulífið er farið á skrið. “ „Ég vona að Rauði krossinn endurskoði sína afstöðu eða stigi fram og útskýri af hverju þetta er svona. Mér finnst hljóð og mynd bara ekki fara saman í þessum styrkveitingum,“ segir Kristín. Kristín segir Rauði krossinn hafi reynst Grindvíkingum mjög vel undanfarin ár, og hafi alltaf verið í hennar huga flott hjálparstofnun. „En mér finnst þetta mál mjög sérstakt,“ segir Kristín.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Félagasamtök Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Sjá meira