Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. júní 2025 09:31 Gunnar Nelson hefur fundið neistann á ný og er tilbúinn í næsta bardaga. Vísir/Sigurjón Nú líður að því að Gunnar Nelson stígi aftur inn í UFC bardagabúrið og hann æfir á kunnuglegum slóðum, í Írlandi, í aðdraganda bardagans gegn Neal Magny sem fer fram eftir tæpar þrjár vikur. Gunnar ætlar svo að gefa sér góðan tíma fyrir bardagann til að venjast aðstæðum í New Orleans. Eftir tap gegn Kevin Holland í mars síðastliðnum vildi Gunnar komast eins fljótt inn í búrið og mögulegt væri. Hann hefur fundið neista sem bjó í honum fyrr á ferlinum og stefnir á að taka fleiri bardaga áður en árið rennur sitt skeið. Nú er orðið ljóst að Gunnar mætir reynsluboltanum Neal Magny í New Orleans þann 19.júlí næstkomandi, sá er þekkt nafn innan UFC senunnar. „Skemmtilegur andstæðingur. Reynslumikill strákur og helvíti góður. Hann er líkur Holland varðandi vöxt og svoleiðis, langur en aðeins öðruvísi pace í honum. Hann líður á meðan að Holland var með mikinn sprengikraft. Magny heldur meira stöðugu pace-i og er helvíti stöðugur alls staðar.“ Líkt og er raunin hjá öðrum bardagamönnum er Magny með sína veikleika. „Það er hellingur af holum í hans leik, ég mun koma til með að reyna nýta mér það. Eins og oft áður er planið að reyna fá manninn til að taka einhver skref sem hann ætlaði sér ekki og með því komast í hengingu. Það er eitthvað sem mér finnst tiltölulega auðvelt og hefur hentað mér mjög vel...“ Gunnar mun verja miklum tíma á Írlandi hjá SBG þar sem að hann hittir fyrir þjálfara sinn John Kavanagh, þaðan liggur leiðin svo til New Orleans. Fyrir síðasta bardaga varði hann miklum tíma hjá ATT í Króatíu. „Það var frábært og ég kem til með að fara þangað aftur, ekki spurning. Fyrir þennan bardaga mun ég fara til Dublin og fara svo fyrr en vanalega út til New Orleans til þess að venjast hitanum og rakanum. Það er fínt að fara aðeins fyrr.“ MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira
Eftir tap gegn Kevin Holland í mars síðastliðnum vildi Gunnar komast eins fljótt inn í búrið og mögulegt væri. Hann hefur fundið neista sem bjó í honum fyrr á ferlinum og stefnir á að taka fleiri bardaga áður en árið rennur sitt skeið. Nú er orðið ljóst að Gunnar mætir reynsluboltanum Neal Magny í New Orleans þann 19.júlí næstkomandi, sá er þekkt nafn innan UFC senunnar. „Skemmtilegur andstæðingur. Reynslumikill strákur og helvíti góður. Hann er líkur Holland varðandi vöxt og svoleiðis, langur en aðeins öðruvísi pace í honum. Hann líður á meðan að Holland var með mikinn sprengikraft. Magny heldur meira stöðugu pace-i og er helvíti stöðugur alls staðar.“ Líkt og er raunin hjá öðrum bardagamönnum er Magny með sína veikleika. „Það er hellingur af holum í hans leik, ég mun koma til með að reyna nýta mér það. Eins og oft áður er planið að reyna fá manninn til að taka einhver skref sem hann ætlaði sér ekki og með því komast í hengingu. Það er eitthvað sem mér finnst tiltölulega auðvelt og hefur hentað mér mjög vel...“ Gunnar mun verja miklum tíma á Írlandi hjá SBG þar sem að hann hittir fyrir þjálfara sinn John Kavanagh, þaðan liggur leiðin svo til New Orleans. Fyrir síðasta bardaga varði hann miklum tíma hjá ATT í Króatíu. „Það var frábært og ég kem til með að fara þangað aftur, ekki spurning. Fyrir þennan bardaga mun ég fara til Dublin og fara svo fyrr en vanalega út til New Orleans til þess að venjast hitanum og rakanum. Það er fínt að fara aðeins fyrr.“
MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Rifust á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Sjá meira