Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júní 2025 11:31 Dembélé knúsar fyrrum félagann Jordi Alba. Samsett/Getty/Instagram Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, fór ekki tómhentur heim af Mercedes Benz-vellinum í Atlanta í gær í kjölfar 4-0 sigurs hans manna á Inter Miami í fyrsta leik 16-liða úrslita á HM félagsliða. Raunar var hann klyfjaður útbúnaðar af fyrrum liðsfélögum. Parísarliðið vann afgerandi sigur á Inter Miami í gær. Portúgalinn João Neves kom franska liðinu yfir snemma leiks, skoraði öðru sinni á 39. mínútu og þá bættust við sjálfsmark og eitt frá Achraf Hakimi áður en hálfleiksflautið gall. Staðan var 4-0 í hléi og síðari hálfleikurinn í raun formsatriði, enda lauk leiknum með sömu tölum. Ousmané Dembéle spilaði síðasta hálftímann fyrir PSG og þreytti þar með frumraun sína á mótinu eftir meiðsli í upphafi þess. Hann virðist hafa átt góða heimsókn í klefa andstæðinganna eftir leik þar sem þrír fyrrum félagar hans hjá Barcelona á Spáni léku með Inter Miami í leiknum. Dembele absolutely cleaned up after today’s game against Inter Miami 😂 pic.twitter.com/Ba5IfOCp65— Classic Football Shirts (@classicshirts) June 29, 2025 Dembéle birti myndir af treyjum Lionels Messi, Luis Suárez og Jordi Alba á Instagram-síðu sinni eftir leik en auk treyjanna þriggja fór hann heim með bæði stuttbuxur og skópar þess fyrstnefnda. Evrópumeistarar PSG munu þurfa á kröftum Dembélé að halda á síðari hluta mótsins þar sem keppnin fer að harðna. Bayern Munchen, sem vann 4-2 sigur á Flamengo í gær, verður andstæðingur liðsins í 8-liða úrslitum þann 5. júlí næstkomandi. HM félagsliða í fótbolta 2025 Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira
Parísarliðið vann afgerandi sigur á Inter Miami í gær. Portúgalinn João Neves kom franska liðinu yfir snemma leiks, skoraði öðru sinni á 39. mínútu og þá bættust við sjálfsmark og eitt frá Achraf Hakimi áður en hálfleiksflautið gall. Staðan var 4-0 í hléi og síðari hálfleikurinn í raun formsatriði, enda lauk leiknum með sömu tölum. Ousmané Dembéle spilaði síðasta hálftímann fyrir PSG og þreytti þar með frumraun sína á mótinu eftir meiðsli í upphafi þess. Hann virðist hafa átt góða heimsókn í klefa andstæðinganna eftir leik þar sem þrír fyrrum félagar hans hjá Barcelona á Spáni léku með Inter Miami í leiknum. Dembele absolutely cleaned up after today’s game against Inter Miami 😂 pic.twitter.com/Ba5IfOCp65— Classic Football Shirts (@classicshirts) June 29, 2025 Dembéle birti myndir af treyjum Lionels Messi, Luis Suárez og Jordi Alba á Instagram-síðu sinni eftir leik en auk treyjanna þriggja fór hann heim með bæði stuttbuxur og skópar þess fyrstnefnda. Evrópumeistarar PSG munu þurfa á kröftum Dembélé að halda á síðari hluta mótsins þar sem keppnin fer að harðna. Bayern Munchen, sem vann 4-2 sigur á Flamengo í gær, verður andstæðingur liðsins í 8-liða úrslitum þann 5. júlí næstkomandi.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Sjá meira