Glatkistunni lokað Agnar Már Másson skrifar 30. júní 2025 12:09 Helgi Jónsson, ritstjóri Glatkistunnar, tók við heiðursverðlaunum Dags íslenskrar tónlistar árið 2023. Dagur íslenskrar tónlistar Glatkistunni, stærsta gagnagrunni sem er að finna um tónlistarlíf á Íslandi, verður að óbreyttu lokað eftir ár. Illa hefur gengið að fá auglýsendur til að styðja við verkefnið og styrkir frá hinu opinbera hafa verið fáir. Fleira efni mun ekki birtast á síðunni „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ segir ritstjórinn. Helgi Jónsson ritsjóri staðfestir þetta við blaðamann en hann greindi frá þessu í grein á vef Glatkistunnar í gær. Glatkistan hófst sem skrá utan um plötusafn Helga en vatt síðan upp á sig og varð að þeim gagnagrunni sem hún er í dag. Í kistunni eru um 6.000 greinar um tónlistarmenn, hljómsveitir, tónleikahús, plötur og í raun allt sem viðkemur íslenskri tónlist. Vefsíðan fær nú um 30 þúsund gesti á mánuði, að því er fram kemur í grein Helga. Hann skrifar að auglýsendur hafi ekki sýnt síðunni áhuga og að styrki frá hinu opinbera megi telja á fingrum annarrar handar. Fáeinir einstaklingar hafi þó styrkt framtakið með frjálsum framlögum. „Því er komið að lokakaflanum, tilraun til að fá Landsbókasafn og ráðuneyti menningarmála í einhvers konar samstarf hefur ekki gengið eftir, og því er lítið annað að gera en að „loka sjoppunni“ sem er pínu sorglegt þar sem hér er um að ræða stærsta gagnagrunn sem til er um íslenska tónlist,“ skrifar Helgi. Hann vonast þó eftir því að Glatkistan verði aðgengileg eitthvað áfram ef framlög koma inn til að greiða fyrir lén og hýsingu síðunnar. Frekara efni yrði ólíklega birt á síðunni frá þessum tímapunkti, fyrir utan það efni sem nú þegar liggur tilbúið til birtingar, „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ bætir hann við. „Það stoðar lítið að gráta þótt efnið (og það sem liggur eftir hálf- og óunnið) hverfi nú „í glatkistuna“ en ég vil þess í stað þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt lið við efnisöflun, ábendingar, leiðréttingar, myndefni og annað, og þeim lesendum sem hafa heimsótt vefinn og nýtt sér hann til fróðleiks, í námi eða til skemmtunar. Ég fer sáttur frá borði og get eytt frímtíma mínum í önnur hugðarefni,“ skrifar Helgi og bætir við: „Takk fyrir mig.“ Helgi segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að í framhaldi af birtingu tilkynningarinnar hafi hann fengið mikil viðbrögð og nokkur fjárframlög frá einstaklingum, sem dugi fyrir hýsingu og lén það sem eftir er árs. Svo verði tíminn að leiða annað í ljós. Tónlist Tímamót Mest lesið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Helgi Jónsson ritsjóri staðfestir þetta við blaðamann en hann greindi frá þessu í grein á vef Glatkistunnar í gær. Glatkistan hófst sem skrá utan um plötusafn Helga en vatt síðan upp á sig og varð að þeim gagnagrunni sem hún er í dag. Í kistunni eru um 6.000 greinar um tónlistarmenn, hljómsveitir, tónleikahús, plötur og í raun allt sem viðkemur íslenskri tónlist. Vefsíðan fær nú um 30 þúsund gesti á mánuði, að því er fram kemur í grein Helga. Hann skrifar að auglýsendur hafi ekki sýnt síðunni áhuga og að styrki frá hinu opinbera megi telja á fingrum annarrar handar. Fáeinir einstaklingar hafi þó styrkt framtakið með frjálsum framlögum. „Því er komið að lokakaflanum, tilraun til að fá Landsbókasafn og ráðuneyti menningarmála í einhvers konar samstarf hefur ekki gengið eftir, og því er lítið annað að gera en að „loka sjoppunni“ sem er pínu sorglegt þar sem hér er um að ræða stærsta gagnagrunn sem til er um íslenska tónlist,“ skrifar Helgi. Hann vonast þó eftir því að Glatkistan verði aðgengileg eitthvað áfram ef framlög koma inn til að greiða fyrir lén og hýsingu síðunnar. Frekara efni yrði ólíklega birt á síðunni frá þessum tímapunkti, fyrir utan það efni sem nú þegar liggur tilbúið til birtingar, „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ bætir hann við. „Það stoðar lítið að gráta þótt efnið (og það sem liggur eftir hálf- og óunnið) hverfi nú „í glatkistuna“ en ég vil þess í stað þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt lið við efnisöflun, ábendingar, leiðréttingar, myndefni og annað, og þeim lesendum sem hafa heimsótt vefinn og nýtt sér hann til fróðleiks, í námi eða til skemmtunar. Ég fer sáttur frá borði og get eytt frímtíma mínum í önnur hugðarefni,“ skrifar Helgi og bætir við: „Takk fyrir mig.“ Helgi segir aftur á móti í samtali við fréttastofu að í framhaldi af birtingu tilkynningarinnar hafi hann fengið mikil viðbrögð og nokkur fjárframlög frá einstaklingum, sem dugi fyrir hýsingu og lén það sem eftir er árs. Svo verði tíminn að leiða annað í ljós.
Tónlist Tímamót Mest lesið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“