Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 16:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna náms í New York. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. Tilkynnt var um það í vor að Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tæki sæti Áslaugar Örnu eftir að hún greindi frá því að hún ætlaði vestur yfir haf að stunda svokallað MPA-nám í New York. Námsleiðin heitir Master in Public Administration in Global Leadership sem myndi útleggast á íslensku sem meistaranám í stjórnsýslu og leiðtogahæfni á alþjóðasviðinu. Hún tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega lotið í lægra haldi fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Í gær var greint frá því að hún væri lent í eplinu stóra eins og Nýju-Jórvíkurborg er gjarnan kölluð. „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin, en spenningur á yfirhöndina með miklum yfirburðum sem betur fer,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Enn kappkosta þó þingmenn við að ná sátt um þinglokasamning og þingfundur stendur yfir í dag. Mál á borð við veiðigjöldin og önnur viðamikil mál eru á dagskrá sem stjórnarandstaðan hefur heitið að málþæfa eins langt og þörfin krefur. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það alvanalegt að Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og varamaður Áslaugar, hafi ekki verið kallaður á þing. Enn sé unnið að því að ná þinglokasamningum í höfn og framhaldið enn óljóst og því sé ekki þörf á honum í atkvæðagreiðslur. Hún segir þó stefnt að því að kalla hann inn þegar atkvæðagreiðslur hefjast af fullum krafti og að það verði fljótlega. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Tilkynnt var um það í vor að Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tæki sæti Áslaugar Örnu eftir að hún greindi frá því að hún ætlaði vestur yfir haf að stunda svokallað MPA-nám í New York. Námsleiðin heitir Master in Public Administration in Global Leadership sem myndi útleggast á íslensku sem meistaranám í stjórnsýslu og leiðtogahæfni á alþjóðasviðinu. Hún tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega lotið í lægra haldi fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Í gær var greint frá því að hún væri lent í eplinu stóra eins og Nýju-Jórvíkurborg er gjarnan kölluð. „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin, en spenningur á yfirhöndina með miklum yfirburðum sem betur fer,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Enn kappkosta þó þingmenn við að ná sátt um þinglokasamning og þingfundur stendur yfir í dag. Mál á borð við veiðigjöldin og önnur viðamikil mál eru á dagskrá sem stjórnarandstaðan hefur heitið að málþæfa eins langt og þörfin krefur. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það alvanalegt að Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og varamaður Áslaugar, hafi ekki verið kallaður á þing. Enn sé unnið að því að ná þinglokasamningum í höfn og framhaldið enn óljóst og því sé ekki þörf á honum í atkvæðagreiðslur. Hún segir þó stefnt að því að kalla hann inn þegar atkvæðagreiðslur hefjast af fullum krafti og að það verði fljótlega.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira