Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2025 07:27 Jobe Bellingham reyndi að sannfæra dómarann svo hann gæti mætt bróður sínum en án árangurs. Shaun Botterill - FIFA/FIFA via Getty Images Borussia Dortmund komst áfram í átta liða úrslit heimsmeistaramóts félagsliða með 2-1 sigri gegn Monterrey í nótt. Þar mun liðið mæta Real Madrid en Jobe Bellingham verður í leikbanni eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald á mótinu. Bellingham fékk spjaldið fyrir slæma tæklingu undir lok fyrri hálfleiks og verður í banni í næsta leik, vegna þess að hann fékk líka gult spjald í leik gegn Ulsan HD í riðlakeppninni. Reglur mótsins kveða á um leikbann ef leikmaður fær gul spjöld í tveimur mismunandi leikjum en þau þurrkast út eftir átta liða úrslitin, þannig að enginn missi af úrslitaleiknum fyrir að fá gult spjald í undanúrslitum. „Ég held að hann hafi ekki áttað sig á því, þegar hann kom inn í hálfleik, að hann fengi leikbann. Þetta kom honum aðeins á óvart“ sagði þjálfari Dortmund, Niko Kovac. „Hann er ungur, þeir bræðurnir eru báðir ungir og ég er viss um að þeir eigi eftir að mætast. Kannski á næsta tímabili í Meistaradeildinni og oftar í framtíðinni. Framtíðin er þeirra“ sagði hann einnig á blaðamannafundi eftir sigurinn. Serhou Guirassy skoraði bæði mörk Dortmund, í fyrri hálfleik, eftir stoðsendingar frá Karim Adeyemi. 2️⃣ goals in 1️⃣ half for Serhou Guirassy @Guirassy_19 @BlackYellow pic.twitter.com/UfLs0IedBA— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 German Berterame minnkaði muninn fyrir Monterrey þegar liðið reyndi að snúa leiknum við í seinni hálfleik. 48' Germán Berterame gets one back for MonterreyWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/jYhxTaVbfT— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 Fyrrum Madrídingurinn Sergio Ramos var svo næstum því búinn að setja jöfnunarmarkið seint í leiknum en skallaði rétt framhjá. Sergio Ramos's header almost puts things at level 😱Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/hu9zjA1g0r— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Sjá meira
Bellingham fékk spjaldið fyrir slæma tæklingu undir lok fyrri hálfleiks og verður í banni í næsta leik, vegna þess að hann fékk líka gult spjald í leik gegn Ulsan HD í riðlakeppninni. Reglur mótsins kveða á um leikbann ef leikmaður fær gul spjöld í tveimur mismunandi leikjum en þau þurrkast út eftir átta liða úrslitin, þannig að enginn missi af úrslitaleiknum fyrir að fá gult spjald í undanúrslitum. „Ég held að hann hafi ekki áttað sig á því, þegar hann kom inn í hálfleik, að hann fengi leikbann. Þetta kom honum aðeins á óvart“ sagði þjálfari Dortmund, Niko Kovac. „Hann er ungur, þeir bræðurnir eru báðir ungir og ég er viss um að þeir eigi eftir að mætast. Kannski á næsta tímabili í Meistaradeildinni og oftar í framtíðinni. Framtíðin er þeirra“ sagði hann einnig á blaðamannafundi eftir sigurinn. Serhou Guirassy skoraði bæði mörk Dortmund, í fyrri hálfleik, eftir stoðsendingar frá Karim Adeyemi. 2️⃣ goals in 1️⃣ half for Serhou Guirassy @Guirassy_19 @BlackYellow pic.twitter.com/UfLs0IedBA— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 German Berterame minnkaði muninn fyrir Monterrey þegar liðið reyndi að snúa leiknum við í seinni hálfleik. 48' Germán Berterame gets one back for MonterreyWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/jYhxTaVbfT— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 Fyrrum Madrídingurinn Sergio Ramos var svo næstum því búinn að setja jöfnunarmarkið seint í leiknum en skallaði rétt framhjá. Sergio Ramos's header almost puts things at level 😱Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/hu9zjA1g0r— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Fleiri fréttir Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Sjá meira