Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2025 15:46 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Hæstiréttur kvað í dag upp dóma í málum Hugins og Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum vegna úthlutunar ríkisins á aflaheimildum í makríl á árunum 2011 og 2018. Rétturinn taldi ekki unnt að miða að fullu við matsgerð í máli Hugins og dæmdi honum að álitum talsvert lægri bætur en Landsréttur hafði dæmt. Máli Vinnslustöðvarinnar var vísað frá vegna vanreifunar. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms um 329 milljónir til handa Hugins. Ríkið óskaði eftir áfrýjunarleyfi í báðum málum, sem Hæstiréttur veitti í janúar þessa árs. Vinnslustöðin lagðist ekki gegn beiðni ríkisins en það gerði Huginn. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir stóðu Vinnslustöðin og Huginn úr Vestmannaeyjum. Á meðan á málarekstrinum stóð keypti Vinnslustöðin Hugin. Lögðu ekki fram gögn Í dómi Hæstaréttar í máli Vinnslustöðvarinnar segir að í kjölfar dóma réttarins árið 2018 hefðu Vinnslustöðun og ríkið gert dómsátt í viðurkenningarmáli sem félagið hefði höfðað á hendur ríkinu. Ríkið hefði viðurkennt bótaskyldu vegna þess tjóns sem félagið kynni að hafa orðið fyrir af þeim sökum að fiskiskipum félagsins var á árabilinu 2011 til 2014 úthlutað, á grundvelli fyrirmæla í reglugerð, minni aflaheimildum en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Vinnslustöðin hefði síðan höfðað mál á hendur ríkinu til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem hún taldi sig hafa orðið fyrir vegna þessa á árunum 2011 til 2018. Undir rekstri málsins hefði matsgerða dómkvaddra matsmanna verið aflað og og Vinnslustöðin reist endanlega kröfugerð sína á matsgerð þeirri. Hæstiréttur taldi matsgerðina reista á ófullnægjandi forsendum vegna vöntunar á gögnum sem Vinnslustöðin hefði átt að vera unnt að afla og leggja fram. Af því hafi leitt að matsgerðin byggðist á almennum forsendum og útreikningum sem ekki stæðu í beinum tengslum við atvik málsins. Þetta hafi meðal annars endurspeglast í óviðunandi óvissumörkum í niðurstöðu matsgerðar, en þau hafi numið 30 prósent til hækkunar eða lækkunar. Hæstiréttur taldi að þótt erfiðleikum kynni að vera bundið fyrir Vinnslustöðina að færa nákvæmar sönnur á fjárhæð ætlaðs tjóns síns yrði lagt til grundvallar að henni hefði verið unnt í mun ríkari mæli en raunin var að leggja fram sundurliðuð gögn um tekjur sínar og gjöld eftir tegundum og starfsþáttum á umræddu tímabili. Af þessum ástæðum brysti skilyrði til að ákveða Vinnslustöðinni bætur að álitum og yrði að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Atvinnufrelsi skert Í dómi Hæstaréttar hvað varðar Hugin er sömu málavöxtum lýst fram að höfðun málsins og í tilfelli Vinnslustöðvarinnar. Þar segir að með hinni ólögmætu tilhögun á úthlutun aflaheimilda í makríl á fyrrgreindu árabili hefðu atvinnuréttindi Hugins verið skert. Þau nytu verndar eingarréttarákvæðis stjórnarskrár en sú vernd væri takmarkaðri en vernd hefðbundinna eignarréttinda. Réði þar mestu að atvinnuréttindi væru háð óvissu um varanleika og efnislegt inntak, meðal annars vegna þess að löggjafanum væri ætlað víðtækt svigrúm til þess að grípa inn í nýtingu þeirra og ráðstöfun. Væri slík óvissa veruleg í tilviki mögulegrar nýtingar aflaheimilda í flökkustofni uppsjávarfisks eins og makríls. Ekki öruggt að allur makríllinn hefði veiðst Hæstiréttur taldi ekki unnt að leggja afdráttarlaust til grundvallar að Huginn hefði fullnýtt þá viðbót í aflaheimildum sem kröfur hans miðuðust við. Enn fremur yrði ekki talið að þau tíu prósenta vikmörk sem matsmenn miðuðu við vegna óvissuþátta næðu að fullu að fanga þá óvissu sem fyrir hendi væri um mögulega nýtingu útgerðarinnar á umræddum aflaheimildum. Yrðu niðurstöður matsgerðarinnar því ekki lagðar óbreyttar til grundvallar niðurstöðu í málinu svo sem gert hafi verið í hinum áfrýjaða dómi. Á hinn bóginn hafi verið talið að Huginn hefði sýnt nægilega fram á að hann hefði orðið fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni af völdum þeirra bótaskyldu athafna ríkisins að standa með ólögmætum hætti að úthlutun aflaheimilda í makríl til Hugins á árunum 2011 til 2018. Því hafi skilyrði verið talin fyrir hendi til að dæma Vinnslustöðvarinnar bætur að álitum og ríkið dæmt til að greiða Hugin 250 milljónir króna króna í bætur. Vinnslustöðin var dæmt til að greiða ríkinu fimm milljónir króna í málskostnað en málskostnaður milli Hugins og ríkisins var felldur niður. Vestmannaeyjar Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms um 329 milljónir til handa Hugins. Ríkið óskaði eftir áfrýjunarleyfi í báðum málum, sem Hæstiréttur veitti í janúar þessa árs. Vinnslustöðin lagðist ekki gegn beiðni ríkisins en það gerði Huginn. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimilda á makríl á árunum 2011 til 2018. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir stóðu Vinnslustöðin og Huginn úr Vestmannaeyjum. Á meðan á málarekstrinum stóð keypti Vinnslustöðin Hugin. Lögðu ekki fram gögn Í dómi Hæstaréttar í máli Vinnslustöðvarinnar segir að í kjölfar dóma réttarins árið 2018 hefðu Vinnslustöðun og ríkið gert dómsátt í viðurkenningarmáli sem félagið hefði höfðað á hendur ríkinu. Ríkið hefði viðurkennt bótaskyldu vegna þess tjóns sem félagið kynni að hafa orðið fyrir af þeim sökum að fiskiskipum félagsins var á árabilinu 2011 til 2014 úthlutað, á grundvelli fyrirmæla í reglugerð, minni aflaheimildum en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Vinnslustöðin hefði síðan höfðað mál á hendur ríkinu til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem hún taldi sig hafa orðið fyrir vegna þessa á árunum 2011 til 2018. Undir rekstri málsins hefði matsgerða dómkvaddra matsmanna verið aflað og og Vinnslustöðin reist endanlega kröfugerð sína á matsgerð þeirri. Hæstiréttur taldi matsgerðina reista á ófullnægjandi forsendum vegna vöntunar á gögnum sem Vinnslustöðin hefði átt að vera unnt að afla og leggja fram. Af því hafi leitt að matsgerðin byggðist á almennum forsendum og útreikningum sem ekki stæðu í beinum tengslum við atvik málsins. Þetta hafi meðal annars endurspeglast í óviðunandi óvissumörkum í niðurstöðu matsgerðar, en þau hafi numið 30 prósent til hækkunar eða lækkunar. Hæstiréttur taldi að þótt erfiðleikum kynni að vera bundið fyrir Vinnslustöðina að færa nákvæmar sönnur á fjárhæð ætlaðs tjóns síns yrði lagt til grundvallar að henni hefði verið unnt í mun ríkari mæli en raunin var að leggja fram sundurliðuð gögn um tekjur sínar og gjöld eftir tegundum og starfsþáttum á umræddu tímabili. Af þessum ástæðum brysti skilyrði til að ákveða Vinnslustöðinni bætur að álitum og yrði að vísa málinu sjálfkrafa frá héraðsdómi vegna vanreifunar. Atvinnufrelsi skert Í dómi Hæstaréttar hvað varðar Hugin er sömu málavöxtum lýst fram að höfðun málsins og í tilfelli Vinnslustöðvarinnar. Þar segir að með hinni ólögmætu tilhögun á úthlutun aflaheimilda í makríl á fyrrgreindu árabili hefðu atvinnuréttindi Hugins verið skert. Þau nytu verndar eingarréttarákvæðis stjórnarskrár en sú vernd væri takmarkaðri en vernd hefðbundinna eignarréttinda. Réði þar mestu að atvinnuréttindi væru háð óvissu um varanleika og efnislegt inntak, meðal annars vegna þess að löggjafanum væri ætlað víðtækt svigrúm til þess að grípa inn í nýtingu þeirra og ráðstöfun. Væri slík óvissa veruleg í tilviki mögulegrar nýtingar aflaheimilda í flökkustofni uppsjávarfisks eins og makríls. Ekki öruggt að allur makríllinn hefði veiðst Hæstiréttur taldi ekki unnt að leggja afdráttarlaust til grundvallar að Huginn hefði fullnýtt þá viðbót í aflaheimildum sem kröfur hans miðuðust við. Enn fremur yrði ekki talið að þau tíu prósenta vikmörk sem matsmenn miðuðu við vegna óvissuþátta næðu að fullu að fanga þá óvissu sem fyrir hendi væri um mögulega nýtingu útgerðarinnar á umræddum aflaheimildum. Yrðu niðurstöður matsgerðarinnar því ekki lagðar óbreyttar til grundvallar niðurstöðu í málinu svo sem gert hafi verið í hinum áfrýjaða dómi. Á hinn bóginn hafi verið talið að Huginn hefði sýnt nægilega fram á að hann hefði orðið fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni af völdum þeirra bótaskyldu athafna ríkisins að standa með ólögmætum hætti að úthlutun aflaheimilda í makríl til Hugins á árunum 2011 til 2018. Því hafi skilyrði verið talin fyrir hendi til að dæma Vinnslustöðvarinnar bætur að álitum og ríkið dæmt til að greiða Hugin 250 milljónir króna króna í bætur. Vinnslustöðin var dæmt til að greiða ríkinu fimm milljónir króna í málskostnað en málskostnaður milli Hugins og ríkisins var felldur niður.
Vestmannaeyjar Dómsmál Sjávarútvegur Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda