Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 16:48 Hjalti Jóhannes Guðmundsson er skrifstofustjóri borgarlandsins. Hægra megin sjást íbúar Grafarvogs slá túnið við Sóleyjarima. Vísir Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera. Grafarvogur.net greindi frá því í gær að íbúar Grafarvogs, jafnt ungir sem aldnir, hefðu tekið til sinna ráða og slegið tún í eigu borgarinnar við Sóleyjarima. Borgin hafi ekki slegið túnið í sumar eins og undanfarin ár, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa. Fram kemur að túnið sé þekkt útivistarsvæði sem iði af börnum að leik á sumrin. Til standi að reisa þarna fjölda íbúða samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar. Draga úr slætti í borginni Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík, segir að borgin hafi undanfarin ár verið að skoða svæði til að draga úr slætti, og túnið við Sóleyjarima hafi orðið fyrir valinu ásamt öðrum svæðum. „Þetta hefur alltaf verið í slætti hjá okkur undanfarin ár. En þetta tengist verkefni sem heitir Grassláttur í Reykjavík, þar sem við skoðum svæði þar sem draga má úr slætti og önnur sem jafnvel mega bara fá að vaxa villt,“ segir Hjalti. Hann segir að komi ábendingar um að fólk vilji láta slá þessi tún, þá geti borgin tekið mark á þeim. „Það er ekkert meitlað í stein í þessu. Það stóð til að slá Sóleyjarima bara einu sinni í sumar, og það átti að vera svona síðsumar,“ segir hann. Hann segir að engin tengsl séu milli fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á svæðinu og ákvörðunar um að draga úr slætti á túninu. „Neinei. Sjónarmiðið á bak við þetta verkefni er að reyna auka aftur líffræðilegan fjölbreytileika og fá svona fjölbreyttara útlit á svæðið. Hjálpa þessum náttúrulega gróðri í borgarlandinu að vaxa og dafna,“ segir hann. Önnur svæði þar sem dregið hefur verið úr slætti séu til dæmis við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða. Sambærileg verkefni séu algeng erlendis, og eitt slíkt sé í gangi á Austurlandi. Borgin hafi því ekki verið að refsa íbúum Grafarvogs vegna háværra deilna þeirra við borgaryfirvöld vegna þéttingaráforma. „Jájá ég hafna því. Það er ekkert í tengslum við þetta. Þetta er bara stórt verkefni og við erum náttúrulega bara alltaf að spekúlera í því hvernig best er að gera það að framkvæma það verkefni,“ segir Hjalti. Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Tengdar fréttir Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Grafarvogur.net greindi frá því í gær að íbúar Grafarvogs, jafnt ungir sem aldnir, hefðu tekið til sinna ráða og slegið tún í eigu borgarinnar við Sóleyjarima. Borgin hafi ekki slegið túnið í sumar eins og undanfarin ár, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa. Fram kemur að túnið sé þekkt útivistarsvæði sem iði af börnum að leik á sumrin. Til standi að reisa þarna fjölda íbúða samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar. Draga úr slætti í borginni Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík, segir að borgin hafi undanfarin ár verið að skoða svæði til að draga úr slætti, og túnið við Sóleyjarima hafi orðið fyrir valinu ásamt öðrum svæðum. „Þetta hefur alltaf verið í slætti hjá okkur undanfarin ár. En þetta tengist verkefni sem heitir Grassláttur í Reykjavík, þar sem við skoðum svæði þar sem draga má úr slætti og önnur sem jafnvel mega bara fá að vaxa villt,“ segir Hjalti. Hann segir að komi ábendingar um að fólk vilji láta slá þessi tún, þá geti borgin tekið mark á þeim. „Það er ekkert meitlað í stein í þessu. Það stóð til að slá Sóleyjarima bara einu sinni í sumar, og það átti að vera svona síðsumar,“ segir hann. Hann segir að engin tengsl séu milli fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á svæðinu og ákvörðunar um að draga úr slætti á túninu. „Neinei. Sjónarmiðið á bak við þetta verkefni er að reyna auka aftur líffræðilegan fjölbreytileika og fá svona fjölbreyttara útlit á svæðið. Hjálpa þessum náttúrulega gróðri í borgarlandinu að vaxa og dafna,“ segir hann. Önnur svæði þar sem dregið hefur verið úr slætti séu til dæmis við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða. Sambærileg verkefni séu algeng erlendis, og eitt slíkt sé í gangi á Austurlandi. Borgin hafi því ekki verið að refsa íbúum Grafarvogs vegna háværra deilna þeirra við borgaryfirvöld vegna þéttingaráforma. „Jájá ég hafna því. Það er ekkert í tengslum við þetta. Þetta er bara stórt verkefni og við erum náttúrulega bara alltaf að spekúlera í því hvernig best er að gera það að framkvæma það verkefni,“ segir Hjalti.
Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Tengdar fréttir Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33