Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 20:54 Dæmi eru um að miðar séu til sölu á rúmlega sexföldu söluverði. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana. Almenn sala hófst á miðum á tónleika KALEO, Vor í Vaglaskógi, í dag en tónleikarnir fara fram 26. júlí næstkomandi. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum fyrstu tónleikum stórsveitarinnar hérlendis í heilan áratug en auk Kaleo koma fram á tónleikunum Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear the Ant, Soffía Bjõrg, Sigrún Stella, Svavar Knútur og fleiri. Þúsund miðar á innan við mínútu Forsala á miðum hófst á hádegi í gær og seldust tvö þúsund slíkir miðar á innan við mínútu. Því var ekki óvænt að hinir þrjú þúsund miðarnir sem fóru í sölu á hádegi í dag hafi rokið út á innan við klukkutíma að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Tix. „Það er svolítið einstakt að Kaleo sé að spila hérna heima en þeir hafa ekki gert það lengi. Þess vegna var eftirspurnin svona mikil. Því miður fengu ekki allir miða sem vildu en það er bara eins og það er,“ segir hún. Mest var hægt að kaupa tíu miða en Hrefna segir einhvern fjölda hafa nýtt sér það til fulls. „Svo rákum við augun í það að einhverjir að selja miða á hærra verði en þeir kostuðu,“ segir Hrefna en skömmu eftir að miðarnir fóru í sölu hófu færslurnar að hrannast inn á Facebook-hópa landans þar sem miðar á tónleikana voru annað hvort seldir dýrum dómum eða dýrum dómum var lofað ætti einhver miða á móti. Endursölur verði skoðaðar Hrefna segir það skýrt í skilmálum Tix að slíkt er ekki leyfilegt enda ekki sanngjarnt að aðili úti í bæ hirði restina sem hafði ekkert með tónleikana að gera. Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix.Tix „Við áskilum okkur alveg rétt til að ógilda slíka miða. Við höfum séð það í hópum á netinu að fólk hefur greinilega keypt sér og ætlað að græða á þessu,“ segir hún. „Þannig það er spurning hvort þurfi að skoða það, hvort það séu einhverjir aðilar sem keyptu miða og eru að selja þá strax til þess að græða á þeim. Það er ekki sanngjarnt fyrir listamennina.“ Tónlist Tónleikar á Íslandi Kaleo Þingeyjarsveit Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fleiri fréttir Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Sjá meira
Almenn sala hófst á miðum á tónleika KALEO, Vor í Vaglaskógi, í dag en tónleikarnir fara fram 26. júlí næstkomandi. Ljóst er að eftirvæntingin er mikil eftir þessum fyrstu tónleikum stórsveitarinnar hérlendis í heilan áratug en auk Kaleo koma fram á tónleikunum Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear the Ant, Soffía Bjõrg, Sigrún Stella, Svavar Knútur og fleiri. Þúsund miðar á innan við mínútu Forsala á miðum hófst á hádegi í gær og seldust tvö þúsund slíkir miðar á innan við mínútu. Því var ekki óvænt að hinir þrjú þúsund miðarnir sem fóru í sölu á hádegi í dag hafi rokið út á innan við klukkutíma að sögn Hrefnu Sifjar Jónsdóttur framkvæmdastjóra Tix. „Það er svolítið einstakt að Kaleo sé að spila hérna heima en þeir hafa ekki gert það lengi. Þess vegna var eftirspurnin svona mikil. Því miður fengu ekki allir miða sem vildu en það er bara eins og það er,“ segir hún. Mest var hægt að kaupa tíu miða en Hrefna segir einhvern fjölda hafa nýtt sér það til fulls. „Svo rákum við augun í það að einhverjir að selja miða á hærra verði en þeir kostuðu,“ segir Hrefna en skömmu eftir að miðarnir fóru í sölu hófu færslurnar að hrannast inn á Facebook-hópa landans þar sem miðar á tónleikana voru annað hvort seldir dýrum dómum eða dýrum dómum var lofað ætti einhver miða á móti. Endursölur verði skoðaðar Hrefna segir það skýrt í skilmálum Tix að slíkt er ekki leyfilegt enda ekki sanngjarnt að aðili úti í bæ hirði restina sem hafði ekkert með tónleikana að gera. Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix.Tix „Við áskilum okkur alveg rétt til að ógilda slíka miða. Við höfum séð það í hópum á netinu að fólk hefur greinilega keypt sér og ætlað að græða á þessu,“ segir hún. „Þannig það er spurning hvort þurfi að skoða það, hvort það séu einhverjir aðilar sem keyptu miða og eru að selja þá strax til þess að græða á þeim. Það er ekki sanngjarnt fyrir listamennina.“
Tónlist Tónleikar á Íslandi Kaleo Þingeyjarsveit Mest lesið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fleiri fréttir Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Sjá meira