Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 15:42 Netöryggissveitin mælir með því að fyrirtæki fólk í afleysingum og sumarstarfsfólk vita af hættunni af fyrirmælasvikum. Vísir/Getty Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna. Oftar en ekki berast tölvupóstar frá pósthólfi sem óprúttinn aðili hefur brotist inn í eða póstur berst frá netfangi sem er keimlíkt viðurkenndu fyrirtækjanetfangi. CERT-IS beinir því til almennings að vera á varðbergi og tryggja að greiðsluupplýsingar séu réttar og að sannreyna alltaf allar beiðnir um breytingar á reikningsupplýsingum. Þá segir CERT-IS mikilvægt að fyrirtæki brýni fyrir sumarstarfsmönnum og starfsfólki í afleysingum að vera á varðbergi. Óprúttnir aðilar láti oft á sér kræla að sumri vegna aukinna líkna að starfsfólk í afleysingum falli fyrir svikum. Í tilkynningu CERT-IS segir að erlendis séu dæmi um að svikapóstar hafi verið sendir meðan stjórnendur eru í flugi eða utan fjarskiptasambands. Í tilkynningu segir að eftirfarandi aðferðir séu þekktar þegar fyrirmælasvik eru framkvæmd: Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til samstarfsmanns um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til viðskiptavinar um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Bankareikningur stofnaður í útlöndum með nafni sem líkist nafni íslensks fyrirtækis. Innbrot í tölvupósthólf birgja og eldri tölvupóstsamskipti nýtt til að senda fyrirmælasvik á viðskiptavini. Þá segir í tilkynningu að gott sé fyrir fólk að hafa eftirfarandi í huga: Staðfestið alla bankareikninga og greiðsluupplýsingar og fylgið eftir beiðnum um millifærslur með símtali áður en fjármunir eru millifærðir. Veitið því athygli hvort ný netföng séu skyndilega notuð í samskiptum. Ef tölvupóstar hafa borist frá „gudmundur@fyrirtæki.is“ en svo berst beiðni um greiðslu frá „gudmundur@fyrirtæki.com“ eða „gudmundur.fyrirtæki@gmail.com“ er líklegt að um fyrirmælasvik sé að ræða. Farið yfir nýlegar millifærslur og staðfestið hvort þær hafi ratað til réttra aðila. Hafið tafarlaust samband við CERT-IS ef grunur er um fyrirmælasvik og við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ef þið hafið orðið fyrir fyrirmælasvikum. Farið yfir verklag með sumarstarfsmönnum og afleysingarfólki og brýnið fyrir þeim að svikarar nýta sér sumartímann sérstaklega. Í nóvember 2024 birti CERT-IS tilkynningu þar sem varað var við vefveiðum sem herja sérstaklega á notendur Microsoft 365 til að brjótast inn í tölvupósta. Í tilkynningunni má finna útskýringu á því hvernig svikarar ná að brjótast inn í tölvupósthólf og ráðleggingar til að verjast þeim. https://cert.is/frettasafn/microsoft-365-vefveidar-herferd/ Netglæpir Netöryggi Tækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna. Oftar en ekki berast tölvupóstar frá pósthólfi sem óprúttinn aðili hefur brotist inn í eða póstur berst frá netfangi sem er keimlíkt viðurkenndu fyrirtækjanetfangi. CERT-IS beinir því til almennings að vera á varðbergi og tryggja að greiðsluupplýsingar séu réttar og að sannreyna alltaf allar beiðnir um breytingar á reikningsupplýsingum. Þá segir CERT-IS mikilvægt að fyrirtæki brýni fyrir sumarstarfsmönnum og starfsfólki í afleysingum að vera á varðbergi. Óprúttnir aðilar láti oft á sér kræla að sumri vegna aukinna líkna að starfsfólk í afleysingum falli fyrir svikum. Í tilkynningu CERT-IS segir að erlendis séu dæmi um að svikapóstar hafi verið sendir meðan stjórnendur eru í flugi eða utan fjarskiptasambands. Í tilkynningu segir að eftirfarandi aðferðir séu þekktar þegar fyrirmælasvik eru framkvæmd: Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til samstarfsmanns um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til viðskiptavinar um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Bankareikningur stofnaður í útlöndum með nafni sem líkist nafni íslensks fyrirtækis. Innbrot í tölvupósthólf birgja og eldri tölvupóstsamskipti nýtt til að senda fyrirmælasvik á viðskiptavini. Þá segir í tilkynningu að gott sé fyrir fólk að hafa eftirfarandi í huga: Staðfestið alla bankareikninga og greiðsluupplýsingar og fylgið eftir beiðnum um millifærslur með símtali áður en fjármunir eru millifærðir. Veitið því athygli hvort ný netföng séu skyndilega notuð í samskiptum. Ef tölvupóstar hafa borist frá „gudmundur@fyrirtæki.is“ en svo berst beiðni um greiðslu frá „gudmundur@fyrirtæki.com“ eða „gudmundur.fyrirtæki@gmail.com“ er líklegt að um fyrirmælasvik sé að ræða. Farið yfir nýlegar millifærslur og staðfestið hvort þær hafi ratað til réttra aðila. Hafið tafarlaust samband við CERT-IS ef grunur er um fyrirmælasvik og við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ef þið hafið orðið fyrir fyrirmælasvikum. Farið yfir verklag með sumarstarfsmönnum og afleysingarfólki og brýnið fyrir þeim að svikarar nýta sér sumartímann sérstaklega. Í nóvember 2024 birti CERT-IS tilkynningu þar sem varað var við vefveiðum sem herja sérstaklega á notendur Microsoft 365 til að brjótast inn í tölvupósta. Í tilkynningunni má finna útskýringu á því hvernig svikarar ná að brjótast inn í tölvupósthólf og ráðleggingar til að verjast þeim. https://cert.is/frettasafn/microsoft-365-vefveidar-herferd/
Netglæpir Netöryggi Tækni Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira