Innlent

Ei­ríkur, Ey­vindur og Þor­björg sækjast eftir dómaraskikkjunni

Agnar Már Másson skrifar
Laust er í starf embættis dómara við Landsrétt.
Laust er í starf embættis dómara við Landsrétt. Vísir/Vilhelm

Þrír sóttu um að verða dómari við Landsrétt en skipað verður í embætti frá 1. september 2025. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Umsóknarfrestur rann út á mánudag, 30. júní síðastliðinn, og eru umsækjendur eftirtalin:

  • Eiríkur Elís Þorláksson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
  • Eyvindur G. Gunnarsson, lagaprófessor og settur dómari við Landsrétt
  • Þorbjörg I. Jónsdóttir, Hæstaréttarlögmaður

Hinn 13. júní 2025 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laust til umsóknar embætti dómara við Landsrétt. Umsóknir verða afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar á næstu dögum.

Eyvindur var settur tímabundið í embætti dómara í 1. október af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, í kjölfar þess að þeir Eiríkur voru metnir hæfastir í að hljóta setningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×