Skrautleg saga laganna hans Bubba Jón Þór Stefánsson skrifar 5. júlí 2025 10:02 Bubbi seldi allt safnið á dögunum Öldu Music. Vísir/Grafík Tíðindi vikunnar um að einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, Bubbi Morthens, hefði selt höfundaverk sitt til Öldu Music, sem er í eigu Universal, fengu marga til að rifja upp samning sem Bubbi gerði fyrir tuttugu árum síðan. Síðasta dag febrúarmánaðar árið 2005 skrifuðu Bubbi Morthens, Bjarni Ármannsson, þáverandi forstjóri Íslandsbanka, og Þorgils Óttar Mathiesen, þáverandi forstjóri Sjóvá undir samning um svokallaðan Hugverkasjóð Bubba Morthens. Fyrir tilstilli bankans keypti Sjóvá sjóðinn af Bubba, sem innihélt þá öll hugverk hans, 530 titla. Bubbi fékk semsagt eingreiðslu gegn því að höfundarréttargjöld hans næstu árinn myndu renna til eiganda sjóðsins. Í umfjöllun og umræðu um þessi fyrri viðskipti Bubba hefur oft verið talað um að þar hafi hann selt höfundarrétt sinn. Hann segir svo ekki vera. „Það var semsagt publishing-samningur. Þá gerði ég samning við Sjóvá sem var þannig að tekjur mínar voru reiknaðarút, segjum í fimm ár, og ég fékk það greitt fyrir fram. Og síðan fengu þeir tekjurnar af músíkinni minni og STEF-inu og öllu því, en höfundarrétturinn og allt það var mitt. En í dag er ég að selja frá mér höfundarréttinn. Ég er að selja öll réttindin af gamla stöffinu. En höfundurinn verður alltaf Bubbi. Þannig þetta er tvennt ólíkt,“ sagði Bubbi við fréttastofu um muninn á samningnum árið 2005 og nýja samningnum. „Mér finnst þetta miklu stærra núna og í rauninni merkilegra. Og hvers vegna ekki þegar maður er að verða sjötugur? Hvaða mála skiptir þetta? Lögin lifa, fólk á þessi lög.“ Sumarið 2006 var greint frá stofnun Hugverkasjóðs Íslands, sem Baugur Group átti. Þangað voru ýmis hugverk keypt með svipuðum hætti, en Baugur keypti meðal annars Hugverkasjóð Bubba Morthens af Sjóvá. Valur Gunnarsson jarðaði tuttugu Bubbaplötur árið 2005.Velhelm Jarðaði Bubbaplötur í mótmælaskyni Sala Bubba til Sjóvá fór misvel ofan í fólk. Valur Gunnarsson, rithöfundur og þáverandi ritstjóri Reykjavík Grapevine ákvað að mótmæla þessum viðskiptagjörningi. Hann jarðaði tuttugu Bubbaplötur og jarðaði þær á planinu þar sem frystihúsið Ísbjörninn hafði áður verið til húsa. „Mér finnst heimurinn kominn til andskotans ef maður þarf að útskýra að maður sem hefur verið maður fólskins og verkalýðsins sé allt í einu búinn að selja allt sem hann hefur búið til í hendur tryggingafyrirtækis,“ sagði Valur við Fréttablaðið örfáum dögum eftir að grein var frá viðskiptunum. Hann sagði Bubba vera búinn að selja sálu sína. „Ég hef verið aðdáandi lengi og maður hefur fyrirgefið honum ýmislegt en nú er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens endanlega búinn,“ sagði hann. Hversu margar milljónir? Nokkuð hefur verið deilt um upphæðirnar í þessum viðskiptum. Í Frjálsri verslun árið 2005 var talað um að flestir væru á einu máli um að upphæðin gæti varla verið hærri en nokkrir tugir milljóna króna, og að hún gæti tæplega verið hærri en fjörutíu milljónir. Ári síðar sagði DV að samkvæmt sínum heimildum hefði Baugur borgað Sjóvá um fjörutíu milljónir fyrir katalóg Bubba, og að sú upphæð hafi verið nokkrum milljónum lægri en Sjóvá hafði greitt árið á undan. Fréttablaðið sagði árið 2008 að upphæðin hefði aldrei verið gerð opinber, en talað hefði verið um sjötíu milljónir. Í frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2012 sagði að tónlistarmennirnir sem seldu titla sína í hugverkasjóðinn árið 2006 hefðu fengið á milli sex til 36 milljónir greiddar á einu bretti. Samningur David við David á undan hinum Hugmyndin að stofnun Hugverkasjóðs Íslands var sótt til Bandaríkjamannsins Davids Pullman sem hafði gert álíka samninga við David Bowie, Mick Jagger og James Brown. Samningur Bowie, sem var gerður árið 1997, ruddi veginn. Bowie mun þá hafa gefið út skuldabréf fyrir 55 milljónir Bandaríkjadala með veði í útgáfurétti sínum. Fyrir þann pening hafi hann keypt gamlar upptökur af lögum sínum af fyrrverandi umboðsmanni sínum, og þar með aukið verðmæti veðsins. Líftími skuldabréfa Bowie var tíu ár, og svo virðist sem það sama hafi verið uppi á teningnum hjá Hugverkasjóði Íslands. Í umfjöllun Fréttablaðsins um sjóðinn sagði að veðið næði einungis til hugverksins og því þyrftu tónlistarmennirnir ekki að óttast að þurfa að endurgreiða sjóðnum féllu þeir í ónáð hjá almenningi eftir að samningurinn yrði gerður. Hrunið kom öllu í uppnám Eftir bankahrunið var staða Hugverkasjóðs Íslands nokkuð óljós. „Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur,” sagði Bubbi við Vísi árið 2009. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð,” sagði hann jafnframt.„Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta.” Sjóðurinn, sem innihélt margar helstu perlur íslenskrar dægurlagasögur fór á flakk. Eftir hrun endaði hann sem eina eign Stoða Invest ehf., eins af dótturfélags Baugs. Síðan hefði Straumur Fjárfestingarbanki eignast bréfin vegna kröfu á hendur Stoðum Invest. Og svo hefði félag sem var stofnað um Straum, ALMC, orðið eigandi sjóðsins og dótturfélag þess, Nýji Straumur séð um að reka hann. Stöð 2 greindi frá því árið 2012 að Bubbi væri búinn að kaupa sinn hluta aftur. Samkvæmt Viðskiptablaðinu var kaupverðið 14,3 milljónir króna. Annar samningur tuttugu árum síðar Það var síðan fyrr í þessari viku sem greint var frá því að Bubbi hefði selt Öldu Music allt höfundarverk sitt frá árinu 1980. Þar að auki hafi hann selt réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Hann hefur ekki viljað ræða hversu háar fjárhæðir hann fái fyrir söluna, en hann tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist. Tónlist Hrunið Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Síðasta dag febrúarmánaðar árið 2005 skrifuðu Bubbi Morthens, Bjarni Ármannsson, þáverandi forstjóri Íslandsbanka, og Þorgils Óttar Mathiesen, þáverandi forstjóri Sjóvá undir samning um svokallaðan Hugverkasjóð Bubba Morthens. Fyrir tilstilli bankans keypti Sjóvá sjóðinn af Bubba, sem innihélt þá öll hugverk hans, 530 titla. Bubbi fékk semsagt eingreiðslu gegn því að höfundarréttargjöld hans næstu árinn myndu renna til eiganda sjóðsins. Í umfjöllun og umræðu um þessi fyrri viðskipti Bubba hefur oft verið talað um að þar hafi hann selt höfundarrétt sinn. Hann segir svo ekki vera. „Það var semsagt publishing-samningur. Þá gerði ég samning við Sjóvá sem var þannig að tekjur mínar voru reiknaðarút, segjum í fimm ár, og ég fékk það greitt fyrir fram. Og síðan fengu þeir tekjurnar af músíkinni minni og STEF-inu og öllu því, en höfundarrétturinn og allt það var mitt. En í dag er ég að selja frá mér höfundarréttinn. Ég er að selja öll réttindin af gamla stöffinu. En höfundurinn verður alltaf Bubbi. Þannig þetta er tvennt ólíkt,“ sagði Bubbi við fréttastofu um muninn á samningnum árið 2005 og nýja samningnum. „Mér finnst þetta miklu stærra núna og í rauninni merkilegra. Og hvers vegna ekki þegar maður er að verða sjötugur? Hvaða mála skiptir þetta? Lögin lifa, fólk á þessi lög.“ Sumarið 2006 var greint frá stofnun Hugverkasjóðs Íslands, sem Baugur Group átti. Þangað voru ýmis hugverk keypt með svipuðum hætti, en Baugur keypti meðal annars Hugverkasjóð Bubba Morthens af Sjóvá. Valur Gunnarsson jarðaði tuttugu Bubbaplötur árið 2005.Velhelm Jarðaði Bubbaplötur í mótmælaskyni Sala Bubba til Sjóvá fór misvel ofan í fólk. Valur Gunnarsson, rithöfundur og þáverandi ritstjóri Reykjavík Grapevine ákvað að mótmæla þessum viðskiptagjörningi. Hann jarðaði tuttugu Bubbaplötur og jarðaði þær á planinu þar sem frystihúsið Ísbjörninn hafði áður verið til húsa. „Mér finnst heimurinn kominn til andskotans ef maður þarf að útskýra að maður sem hefur verið maður fólskins og verkalýðsins sé allt í einu búinn að selja allt sem hann hefur búið til í hendur tryggingafyrirtækis,“ sagði Valur við Fréttablaðið örfáum dögum eftir að grein var frá viðskiptunum. Hann sagði Bubba vera búinn að selja sálu sína. „Ég hef verið aðdáandi lengi og maður hefur fyrirgefið honum ýmislegt en nú er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens endanlega búinn,“ sagði hann. Hversu margar milljónir? Nokkuð hefur verið deilt um upphæðirnar í þessum viðskiptum. Í Frjálsri verslun árið 2005 var talað um að flestir væru á einu máli um að upphæðin gæti varla verið hærri en nokkrir tugir milljóna króna, og að hún gæti tæplega verið hærri en fjörutíu milljónir. Ári síðar sagði DV að samkvæmt sínum heimildum hefði Baugur borgað Sjóvá um fjörutíu milljónir fyrir katalóg Bubba, og að sú upphæð hafi verið nokkrum milljónum lægri en Sjóvá hafði greitt árið á undan. Fréttablaðið sagði árið 2008 að upphæðin hefði aldrei verið gerð opinber, en talað hefði verið um sjötíu milljónir. Í frétt Viðskiptablaðsins frá árinu 2012 sagði að tónlistarmennirnir sem seldu titla sína í hugverkasjóðinn árið 2006 hefðu fengið á milli sex til 36 milljónir greiddar á einu bretti. Samningur David við David á undan hinum Hugmyndin að stofnun Hugverkasjóðs Íslands var sótt til Bandaríkjamannsins Davids Pullman sem hafði gert álíka samninga við David Bowie, Mick Jagger og James Brown. Samningur Bowie, sem var gerður árið 1997, ruddi veginn. Bowie mun þá hafa gefið út skuldabréf fyrir 55 milljónir Bandaríkjadala með veði í útgáfurétti sínum. Fyrir þann pening hafi hann keypt gamlar upptökur af lögum sínum af fyrrverandi umboðsmanni sínum, og þar með aukið verðmæti veðsins. Líftími skuldabréfa Bowie var tíu ár, og svo virðist sem það sama hafi verið uppi á teningnum hjá Hugverkasjóði Íslands. Í umfjöllun Fréttablaðsins um sjóðinn sagði að veðið næði einungis til hugverksins og því þyrftu tónlistarmennirnir ekki að óttast að þurfa að endurgreiða sjóðnum féllu þeir í ónáð hjá almenningi eftir að samningurinn yrði gerður. Hrunið kom öllu í uppnám Eftir bankahrunið var staða Hugverkasjóðs Íslands nokkuð óljós. „Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur,” sagði Bubbi við Vísi árið 2009. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð,” sagði hann jafnframt.„Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta.” Sjóðurinn, sem innihélt margar helstu perlur íslenskrar dægurlagasögur fór á flakk. Eftir hrun endaði hann sem eina eign Stoða Invest ehf., eins af dótturfélags Baugs. Síðan hefði Straumur Fjárfestingarbanki eignast bréfin vegna kröfu á hendur Stoðum Invest. Og svo hefði félag sem var stofnað um Straum, ALMC, orðið eigandi sjóðsins og dótturfélag þess, Nýji Straumur séð um að reka hann. Stöð 2 greindi frá því árið 2012 að Bubbi væri búinn að kaupa sinn hluta aftur. Samkvæmt Viðskiptablaðinu var kaupverðið 14,3 milljónir króna. Annar samningur tuttugu árum síðar Það var síðan fyrr í þessari viku sem greint var frá því að Bubbi hefði selt Öldu Music allt höfundarverk sitt frá árinu 1980. Þar að auki hafi hann selt réttinn til að nýta nafn hans og líkindi hans til allrar framtíðar eftir að hann fellur frá. Hann hefur ekki viljað ræða hversu háar fjárhæðir hann fái fyrir söluna, en hann tekur fram að hann sé hvergi nærri hættur að semja tónlist.
Tónlist Hrunið Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira