Sósíalistum bolað úr Bolholti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2025 19:14 Nýkjörinni stjórn Sósíalistaflokksins hefur verið gert að flytja úr húsnæði Vorstjörnunnar í Bolholti. Sósíalistaflokkur Íslands Sósíalistaflokkur Íslands er í leit að nýju húsnæði eftir að hafa verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Flokkurinn hefur haft þar aðsetur um langt skeið en styrktarfélagið Vorstjarnan er með húsið á leigu. Mikið hefur gustað um Sósíalistaflokkinn og félög tengdum honum undanfarinn mánuð frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Fyrrverandi stjórn flokksins, sem laut í lægra haldi á aðalfundinum, hlaut hins vegar kjör á aðalfundi Vorstjörnunnar í vikunni. Vorstjarnan er félag sem hefur verið nátengt Sósíalistaflokknum og hafa ríkisstyrkir flokksins runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Skipt var um lás í húsnæðinu beint eftir aðalfund Vorstjörnunnar. Flokknum hefur nú verið gert að flytja úr húsnæðinu og virðast flutningar standa yfir miðað við myndbirtingar flokksins á samfélagsmiðlum. „Kaflaskil hjá flokknum og það er sárt að kveðja blessað Bolholtið. En koma tímar koma ráð. Veist þú um húsnæði sem gæti hentað stjórnmálaflokki?“ segir í færslu flokksins á Facebook. Í tölvupósti Sósíalistaflokksins til flokksfélaga segir að flokknum hafi skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. „Á morgun stóð til að málefnastjórn myndi kynna fyrir flokksmönnum nýja stefnu okkar í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og íbúa af erlendum uppruna. Mótun á þeirri stefnu hefur staðið yfir í dágóða stund og er mikil vinna þar að baki.“ „Því miður neyðumst við til þess að fresta þessari kynningu því flokknum hefur nokkuð skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Okkur þykir miður að þurfa að fresta þessari kynningunni en við munum upplýsa ykkur um nýja dagsetningu um leið og flokkurinn finnur nýtt heimili,“ segir í póstinum. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Mikið hefur gustað um Sósíalistaflokkinn og félög tengdum honum undanfarinn mánuð frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Fyrrverandi stjórn flokksins, sem laut í lægra haldi á aðalfundinum, hlaut hins vegar kjör á aðalfundi Vorstjörnunnar í vikunni. Vorstjarnan er félag sem hefur verið nátengt Sósíalistaflokknum og hafa ríkisstyrkir flokksins runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Skipt var um lás í húsnæðinu beint eftir aðalfund Vorstjörnunnar. Flokknum hefur nú verið gert að flytja úr húsnæðinu og virðast flutningar standa yfir miðað við myndbirtingar flokksins á samfélagsmiðlum. „Kaflaskil hjá flokknum og það er sárt að kveðja blessað Bolholtið. En koma tímar koma ráð. Veist þú um húsnæði sem gæti hentað stjórnmálaflokki?“ segir í færslu flokksins á Facebook. Í tölvupósti Sósíalistaflokksins til flokksfélaga segir að flokknum hafi skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. „Á morgun stóð til að málefnastjórn myndi kynna fyrir flokksmönnum nýja stefnu okkar í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og íbúa af erlendum uppruna. Mótun á þeirri stefnu hefur staðið yfir í dágóða stund og er mikil vinna þar að baki.“ „Því miður neyðumst við til þess að fresta þessari kynningu því flokknum hefur nokkuð skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Okkur þykir miður að þurfa að fresta þessari kynningunni en við munum upplýsa ykkur um nýja dagsetningu um leið og flokkurinn finnur nýtt heimili,“ segir í póstinum.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira