Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 14:15 Af lóð Hlíðaskóla, þar sem boltaleikir eru bannaðir eftir klukkan tíu. Facebook/Jónas Már Torfason Bannað er að leika sér með bolta á sparkvelli Hlíðaskóla eftir klukkan tíu, samkvæmt skilti sem búið er að koma fyrir á skólalóðinni. Útivistartími unglinga nær þó til miðnættis. „Boltaleikir bannaðir eftir kl. 22.00“ eru skilaboðin sem blasa við á skilti á skólalóð Hlíðaskóla en Jónas Már Torfason lögfræðingur vekur athygli á þessu á Facebook. „Það má vera ansi þreytandi fyrir ungmenni landsins að fá endalausa útreið í opinberri umræðu; hvað þau séu ósjálfbjarga, léleg til mennta, ofbeldisfull og grilluð af skjátíma. Samtímis eru þeim sífellt settar skorður og aðgengi þeirra að uppbyggilegri tómstund, sem ræktar sjálfstæði þeirra, sjálfsöryggi og þrek, takmarkað. Það er ekki nema von að þau spyrji af einlægni hvar þau megi eiginlega vera?“ Hann segist ekki minnast þess að hafa séð slíkt skilti í sinni æsku. Hann bendir einnig á að á sumrin sé útivistartími 13 til 16 ára barna til miðnættis. „Í þessu felast skilaboð sem erfitt er að skilja öðruvísi en „farið eitthvert annað“. Þetta eru kolröng skilaboð til að senda. Við viljum að ungmenni séu úti í fótbolta eða í kvöldsundi, þar sem þau njóta öruggrar og uppbyggilegrar samveru hvors annars án óþarfa afskipta fullorðinna og truflana tækninnar. Við viljum að þau geri það sem allra, allra mest, ekki bara til klukkan tíu. Ef því fylgir einhvern minniháttar hljóðtruflun að heyra hlátursköll æskunnar við heilbrigðan leik verður bara að hafa það. Hér þarf að gera miklu betur.“ Færsla Jónasar, sem er samfylkingarmaður og sonur Ölmu Möller heilbrigðisráðherra, hefur vakið nokkur viðbrögð. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis og þingkona Samfylkingarinnar, tekur undir færsluna í ummælum. Sindri S. Kristjánsson, varaþingmaður úr sama flokki, tekur einnig undir. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
„Boltaleikir bannaðir eftir kl. 22.00“ eru skilaboðin sem blasa við á skilti á skólalóð Hlíðaskóla en Jónas Már Torfason lögfræðingur vekur athygli á þessu á Facebook. „Það má vera ansi þreytandi fyrir ungmenni landsins að fá endalausa útreið í opinberri umræðu; hvað þau séu ósjálfbjarga, léleg til mennta, ofbeldisfull og grilluð af skjátíma. Samtímis eru þeim sífellt settar skorður og aðgengi þeirra að uppbyggilegri tómstund, sem ræktar sjálfstæði þeirra, sjálfsöryggi og þrek, takmarkað. Það er ekki nema von að þau spyrji af einlægni hvar þau megi eiginlega vera?“ Hann segist ekki minnast þess að hafa séð slíkt skilti í sinni æsku. Hann bendir einnig á að á sumrin sé útivistartími 13 til 16 ára barna til miðnættis. „Í þessu felast skilaboð sem erfitt er að skilja öðruvísi en „farið eitthvert annað“. Þetta eru kolröng skilaboð til að senda. Við viljum að ungmenni séu úti í fótbolta eða í kvöldsundi, þar sem þau njóta öruggrar og uppbyggilegrar samveru hvors annars án óþarfa afskipta fullorðinna og truflana tækninnar. Við viljum að þau geri það sem allra, allra mest, ekki bara til klukkan tíu. Ef því fylgir einhvern minniháttar hljóðtruflun að heyra hlátursköll æskunnar við heilbrigðan leik verður bara að hafa það. Hér þarf að gera miklu betur.“ Færsla Jónasar, sem er samfylkingarmaður og sonur Ölmu Möller heilbrigðisráðherra, hefur vakið nokkur viðbrögð. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis og þingkona Samfylkingarinnar, tekur undir færsluna í ummælum. Sindri S. Kristjánsson, varaþingmaður úr sama flokki, tekur einnig undir.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira