Everton búið að finna sinn Peter Crouch Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 15:00 Thierno Barry fagnar einu marka sinna með Villarreal á síðustu leiktíð. Getty/Ivan Terron Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er að ganga frá kaupum sínum á framherjann Thierno Barry frá spænska félaginu Villarreal. Barry er 22 ára gamall en það meira er að hann er 196 sentímetrar á hæð. Það má því segja að Everton sé með þessu komið með sinn Peter Crouch og það ætti að vera auðvelt að finna hann í teignum á næstu leiktíð. Barry er ætlað að fylla í skarð þeirra Dominic Calvert-Lewin og Armando Broja sem spila ekki áfram með liðinu. Barry er Frakki, fæddur í Lyon en fór nítján ára gamall frá Sochaux til belgíska b-deildarliðsins Beveren. Þaðan fór hann til Basel í Sviss áður en Villarreal keypti hann á um þrettán milljónir punda árið 2024. Talið er að Everton kaupi hann núna á 27 milljónir punda eða um fjóran og hálfan milljarð. Hann var með samning við spænska félagið til 2029. Barry er ekki aðeins hávaxinn því hann er mjög öflugur í loftinu. Barry vann 67 prósent af 153 skallaeinvígum sínum í spænska deildinni á síðustu leiktíð. Hann var einn af fáum leikmönnum í fimm bestu deildum Evrópu 22 ára og yngri sem náðu að skora tíu deildarmörk. Barry skoraði 11 mörk í 35 deildarleikjum þar af þrennu á móti Leganés. Honum tókst þó ekki að skora á móti risunum þremur, Barcelona, Real Madrid og Atlético Madrid. Thierno Barry is en route to Merseyside to complete a £27m move to Everton 🔵The 22-year-old impressed last season with 11 goals and 4 assists in a breakout La Liga campaign 🇪🇸 pic.twitter.com/xxUwJDG7O7— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 8, 2025 Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira
Barry er 22 ára gamall en það meira er að hann er 196 sentímetrar á hæð. Það má því segja að Everton sé með þessu komið með sinn Peter Crouch og það ætti að vera auðvelt að finna hann í teignum á næstu leiktíð. Barry er ætlað að fylla í skarð þeirra Dominic Calvert-Lewin og Armando Broja sem spila ekki áfram með liðinu. Barry er Frakki, fæddur í Lyon en fór nítján ára gamall frá Sochaux til belgíska b-deildarliðsins Beveren. Þaðan fór hann til Basel í Sviss áður en Villarreal keypti hann á um þrettán milljónir punda árið 2024. Talið er að Everton kaupi hann núna á 27 milljónir punda eða um fjóran og hálfan milljarð. Hann var með samning við spænska félagið til 2029. Barry er ekki aðeins hávaxinn því hann er mjög öflugur í loftinu. Barry vann 67 prósent af 153 skallaeinvígum sínum í spænska deildinni á síðustu leiktíð. Hann var einn af fáum leikmönnum í fimm bestu deildum Evrópu 22 ára og yngri sem náðu að skora tíu deildarmörk. Barry skoraði 11 mörk í 35 deildarleikjum þar af þrennu á móti Leganés. Honum tókst þó ekki að skora á móti risunum þremur, Barcelona, Real Madrid og Atlético Madrid. Thierno Barry is en route to Merseyside to complete a £27m move to Everton 🔵The 22-year-old impressed last season with 11 goals and 4 assists in a breakout La Liga campaign 🇪🇸 pic.twitter.com/xxUwJDG7O7— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) July 8, 2025
Enski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Sjá meira