„Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 8. júlí 2025 20:36 Veiðigjaldafrumvarpið hefur verið til umræðu í ríflega samtals 147 klukkustundir og og hreppir fyrsta sætið af fyrri methafa, sem var þriðji orkupakkinn. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir Íslandsmeti í óvandaðri lagasetningu en Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu veiðigjaldafrumvarpsins í dag. Þingmaður Viðreisnar segir metið dapurlegt og vill að þingið standi með lýðræðinu. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér að ná því meti sem stjórnarandstaðan náði í dag. Málið hafi verið gallað fyrir „Hér er að okkar mati um Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu að ræða. Þess vegna höfum við staðið hér. Og þrátt fyrir að við höfum mikinn skilning á þeim samkvæmisleik sem er að telja þessar klukkustundir og hvað væri hægt að gera á meðan, þá gleymist það í umræðunni að það var útaf því að við stóðum hér,“ segir Hildur. Hún segir galla hafa verið á frumvarpinu sem hefðu ekki verið lagaðir hefði stjórnarandstaðan ekki staðið klukkustundum saman og málþæft. „Þannig að ef við hefðum orðið við óskum og jafnvel kröfum stjórnarmeirihlutans, um að muna að við séum í minnihluta og hleypa þessu í atkvæðagreiðslu, virða meirihlutalýðræðið og allt þetta sem við erum búin að fá að heyra ansi oft, þá hefði þetta mál farið gallað í gegn og orðið gölluð íslensk lög. Það er hlutverk okkar í stjórnarandstöðu að grípa þetta, draga þessar línur í sandinn. Þannig að við erum stolt af því, við löguðum alla vega málið. Ef það þýðir Íslandsmet, jæja, þá tökum við því bara.“ Dapurlegt met María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar segir metið aftur á móti dapurlegt. Það lýsi stöðunni sem upp er komin í þinginu þar sem lýðræðislega kjörinn meirihluti leitast við að koma sínum pólitísku málum án árangurs. Fjórða vikan í 2. umræðu veiðigjaldafrumvarpsins hófst í gær og María Rut vekur athygli á þeim fjölda þingfunda sem efnt hefur verið til og lengd þeirra. „Og mikill vilji hjá öllum aðilum að reyna að koma okkur áfram og ljúka þinglokasamningum. Það hefur verið súrsæt stemning, get ég ímyndað mér, síðustu vikurnar og við þurfum að ljúka þessu, standa með þingræðinu, og koma mikilvægum málum í gegn,“ segir María Rut aðspurð hvort bakslag hafi orðið milli meiri- og minnihlutans í viðræðum um þinglokasamning. Hildur segist heldur ekki finna fyrir bakslagi. „Ég verð þó að segja að það er svolítið skrítið miðað við öll þau mýmörgu mál sem á eftir að ræða, til dæmis strandveiðar, sem eru að mér vitandi að brenna á tíma en eru ekki settar á dagskrá því það á að láta okkur standa uppi í sal og tala um veiðigjöld þrátt fyrir að það sé verið að semja. Og svo erum við skömmuð til að standa og tala um veiðigjöld. En samt hefur meirihlutinn það eingöngu á dagskrá. Þetta er allt svolítið súrt. En allt í góðu, við stöndum og reynum að geta það sem við getum. Þingfundur dagsins hefur staðið yfir í á ellefta tíma. Þingflokksformenn funda síðar í kvöld í þinglokaviðræðum. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir aldrei hafa verið markmið í sjálfu sér að ná því meti sem stjórnarandstaðan náði í dag. Málið hafi verið gallað fyrir „Hér er að okkar mati um Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu að ræða. Þess vegna höfum við staðið hér. Og þrátt fyrir að við höfum mikinn skilning á þeim samkvæmisleik sem er að telja þessar klukkustundir og hvað væri hægt að gera á meðan, þá gleymist það í umræðunni að það var útaf því að við stóðum hér,“ segir Hildur. Hún segir galla hafa verið á frumvarpinu sem hefðu ekki verið lagaðir hefði stjórnarandstaðan ekki staðið klukkustundum saman og málþæft. „Þannig að ef við hefðum orðið við óskum og jafnvel kröfum stjórnarmeirihlutans, um að muna að við séum í minnihluta og hleypa þessu í atkvæðagreiðslu, virða meirihlutalýðræðið og allt þetta sem við erum búin að fá að heyra ansi oft, þá hefði þetta mál farið gallað í gegn og orðið gölluð íslensk lög. Það er hlutverk okkar í stjórnarandstöðu að grípa þetta, draga þessar línur í sandinn. Þannig að við erum stolt af því, við löguðum alla vega málið. Ef það þýðir Íslandsmet, jæja, þá tökum við því bara.“ Dapurlegt met María Rut Kristinsdóttir þingmaður Viðreisnar segir metið aftur á móti dapurlegt. Það lýsi stöðunni sem upp er komin í þinginu þar sem lýðræðislega kjörinn meirihluti leitast við að koma sínum pólitísku málum án árangurs. Fjórða vikan í 2. umræðu veiðigjaldafrumvarpsins hófst í gær og María Rut vekur athygli á þeim fjölda þingfunda sem efnt hefur verið til og lengd þeirra. „Og mikill vilji hjá öllum aðilum að reyna að koma okkur áfram og ljúka þinglokasamningum. Það hefur verið súrsæt stemning, get ég ímyndað mér, síðustu vikurnar og við þurfum að ljúka þessu, standa með þingræðinu, og koma mikilvægum málum í gegn,“ segir María Rut aðspurð hvort bakslag hafi orðið milli meiri- og minnihlutans í viðræðum um þinglokasamning. Hildur segist heldur ekki finna fyrir bakslagi. „Ég verð þó að segja að það er svolítið skrítið miðað við öll þau mýmörgu mál sem á eftir að ræða, til dæmis strandveiðar, sem eru að mér vitandi að brenna á tíma en eru ekki settar á dagskrá því það á að láta okkur standa uppi í sal og tala um veiðigjöld þrátt fyrir að það sé verið að semja. Og svo erum við skömmuð til að standa og tala um veiðigjöld. En samt hefur meirihlutinn það eingöngu á dagskrá. Þetta er allt svolítið súrt. En allt í góðu, við stöndum og reynum að geta það sem við getum. Þingfundur dagsins hefur staðið yfir í á ellefta tíma. Þingflokksformenn funda síðar í kvöld í þinglokaviðræðum.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira