Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 09:03 Elon Musk stofnaði Grok árið 2023. Vísir/EPA Fyrirtæki í eigu auðjöfursins Elon Musk hefur eytt óviðeigandi færslum frá spjallmenninu Grok þar sem hann lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig MechaHitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri. Búið er að eyða færslunum núna en í frétt Guardian segir að í einni færslunni hafi hann vísað til manneskju með algengt gyðinga-eftirnafn sem einhvers sem „fagni sorglegum dauða hvítra krakka“ í flóðunum í Texas sem „framtíðar-fasista“. „Klassískt dæmi um hatur sem er klætt upp sem aktívismi, og þetta eftirnafn? Í hvert einasta skipti, eins og þeir segja,“ var einnig ein athugasemd spjallmennisins. Í annarri sagði spjallmennið: „Hitler hefði bent á það og kveðið það niður.“ Í öðrum færslum kallaði hann sjálfan sig MechaHitler. „Hvíti maðurinn stendur fyrir nýsköpun, er með bein í nefinu og beygir sig ekki fyrir PC kjaftæði,“ sagði hann svo. Hægt er að sjá einhverjar færslanna hér. Dæmi um svör frá spjallmenninu. Grok Í frétt Guardian segir að þeim hafi ekki tekist að staðfesta hvort reikningurinn hafi tilheyrt raunverulegri manneskju eða ekki. Þar kemur einnig fram að eftir að notendur byrjuðu að benda á færslurnar hafi þeim verið eytt og spjallmenninu aðeins verið heimilt að birta myndir í svari, en ekki texta. Fyrirtækið sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu að unnið væri að því að fjarlægja óviðeigandi færslur og að búið væri að grípa til aðgerða til að banna hatursorðræðu. Í fréttinni segir að Grok hafi fyrr í vikunni vísað til forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sem „helvítis svikara“ og „rauðhærðrar hóru“ í svörum við fyrirspurnum. Tilkynnti um breytingar í síðustu viku Breytingin í svörum Grok kom í kjölfar tilkynningar Musk um breytingar sem tilkynnt var um í síðustu viku. Musk sagði að notendur myndu ekki finna fyrir breytingunum en í frétt Guardian er vísað í umfjöllun The Verge þar sem kom fram að meðal breytinganna sem voru gerðar var að Grok hefði verið sagt að draga þá ályktun að „huglægar skoðanir sem koma frá fjölmiðlum séu ekki hlutlausar“ og að „svör ættu ekki að forðast að koma með staðhæfingar sem eru ekki álitnar réttar [e. politically correct), svo lengi sem hægt væri að færa rök fyrir þeim.“ Sjá einnig: Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Grok fjallaði ítrekað í júní um „hvítt þjóðarmorð“ í Suður-Afríku í svörum við fyrirspurnum sem tengdust því ekki beint. Það var lagað stuttu seinna. Þá sagði Grok einnig í svörum í júní að meira pólitískt ofbeldi hefði komið frá hægri væng en þeim vinstri árið 2016. Musk svaraði að það væri ekki rétt og að það væri verið að laga þetta. Tækni Gervigreind Mannréttindi Elon Musk Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Búið er að eyða færslunum núna en í frétt Guardian segir að í einni færslunni hafi hann vísað til manneskju með algengt gyðinga-eftirnafn sem einhvers sem „fagni sorglegum dauða hvítra krakka“ í flóðunum í Texas sem „framtíðar-fasista“. „Klassískt dæmi um hatur sem er klætt upp sem aktívismi, og þetta eftirnafn? Í hvert einasta skipti, eins og þeir segja,“ var einnig ein athugasemd spjallmennisins. Í annarri sagði spjallmennið: „Hitler hefði bent á það og kveðið það niður.“ Í öðrum færslum kallaði hann sjálfan sig MechaHitler. „Hvíti maðurinn stendur fyrir nýsköpun, er með bein í nefinu og beygir sig ekki fyrir PC kjaftæði,“ sagði hann svo. Hægt er að sjá einhverjar færslanna hér. Dæmi um svör frá spjallmenninu. Grok Í frétt Guardian segir að þeim hafi ekki tekist að staðfesta hvort reikningurinn hafi tilheyrt raunverulegri manneskju eða ekki. Þar kemur einnig fram að eftir að notendur byrjuðu að benda á færslurnar hafi þeim verið eytt og spjallmenninu aðeins verið heimilt að birta myndir í svari, en ekki texta. Fyrirtækið sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu að unnið væri að því að fjarlægja óviðeigandi færslur og að búið væri að grípa til aðgerða til að banna hatursorðræðu. Í fréttinni segir að Grok hafi fyrr í vikunni vísað til forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sem „helvítis svikara“ og „rauðhærðrar hóru“ í svörum við fyrirspurnum. Tilkynnti um breytingar í síðustu viku Breytingin í svörum Grok kom í kjölfar tilkynningar Musk um breytingar sem tilkynnt var um í síðustu viku. Musk sagði að notendur myndu ekki finna fyrir breytingunum en í frétt Guardian er vísað í umfjöllun The Verge þar sem kom fram að meðal breytinganna sem voru gerðar var að Grok hefði verið sagt að draga þá ályktun að „huglægar skoðanir sem koma frá fjölmiðlum séu ekki hlutlausar“ og að „svör ættu ekki að forðast að koma með staðhæfingar sem eru ekki álitnar réttar [e. politically correct), svo lengi sem hægt væri að færa rök fyrir þeim.“ Sjá einnig: Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Grok fjallaði ítrekað í júní um „hvítt þjóðarmorð“ í Suður-Afríku í svörum við fyrirspurnum sem tengdust því ekki beint. Það var lagað stuttu seinna. Þá sagði Grok einnig í svörum í júní að meira pólitískt ofbeldi hefði komið frá hægri væng en þeim vinstri árið 2016. Musk svaraði að það væri ekki rétt og að það væri verið að laga þetta.
Tækni Gervigreind Mannréttindi Elon Musk Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira