Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. júlí 2025 21:01 Kötturinn Ófelía vekur mikla gleði meðal viðskiptavina. vísir/tómas Köttur sem heldur til í verslun á Skólavörðustíg sló óvænt í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum. Eigandinn segir kisan vera ekkert annað en stjörnu enda um leikara og fyrirsætu að ræða. Steinsnar frá Hallgrímskirkju er einn loðinn starfsmaður í Iceamart sem stelur allri athygli frá helstu ferðamannastöðum. Það er engin önnur en hún Ófelía sem hefur staðið vaktina þar í fjöldamörg ár. Kynnast má Ófelíu í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrirsæta og leikkona með meiru Ófelía er sextán ára og einstaklega vinsæl meðal viðskiptavina en hefur einnig slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Rúmlega hálf milljón hafa barið myndskeiðið augum. @ragnhildur.johanns #catsofreykjavik #fyp #eurotok #genx #reykjavik #iceland ♬ Do You Want To Know A Secret - Remastered 2009 - The Beatles Selma Karlsdóttir eigandi kattarins segir frægð Ófelíu á samfélagsmiðlum ekki koma á óvart enda sé hún algjör stjarna. „Túristarnir senda mér til dæmis svona myndir í þakklætisskyni og spyrja mjög mikið um hana. Hérna var einhver Dana frá Bandaríkjunum sem sendi mér svona póstkort. Hún er stjarna og elskar að sitja fyrir. Hún er svona fyrirsæta í sér og plús það þá er hún leikkona. Hún er búin að leika í bíómynd.“ Ófelía liggur ávallt á sama stað í versluninni á uppáhalds teppinu sínu.vísir/tómas Kvikmyndin sem um ræðir er Undir trénu en einnig hefur kisinn komið fram í erlendum þáttum. Ófelía kemur daglega í verslunina en áhyggjufullt fólk hefur samband við Selmu ef kötturinn sést ekki í versluninni. Þar sé vel séð um hana. „Já hún er með hlaðborð hérna í versluninni. Það er mjög vel hugsað um hana. Ég hleyp yfir með kattamat. Túristarnir sjá um að gefa henni gúmmelaði. Harðfisk og fleira. Hún lifir mjög góðu lífi.“ „Hún er barnið okkar“ Ófelía sé meira í versluninni en heima hjá sér. “Hún elskar bara athygli. Hún elskar að láta halda á sér og klappa sér. Hún elskar að taka á móti fólki. Hún er mjög góður gestgjafi.“ Starfsmenn Icemart segja það yndislegt að eiga loðinn samstarfsfélaga sem laðar viðskiptavini að. „Það eru mjög margir sem koma bara fyrir hana sem eru búnir að sjá hana á TikTok eða Instagram. Hún er mjög vinsæl. Allir túristarnir elska hana. Við elskum hana svo mikið. Hún er barnið okkar,“ segja þær. Kettir Dýr Reykjavík Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
Steinsnar frá Hallgrímskirkju er einn loðinn starfsmaður í Iceamart sem stelur allri athygli frá helstu ferðamannastöðum. Það er engin önnur en hún Ófelía sem hefur staðið vaktina þar í fjöldamörg ár. Kynnast má Ófelíu í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrirsæta og leikkona með meiru Ófelía er sextán ára og einstaklega vinsæl meðal viðskiptavina en hefur einnig slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Rúmlega hálf milljón hafa barið myndskeiðið augum. @ragnhildur.johanns #catsofreykjavik #fyp #eurotok #genx #reykjavik #iceland ♬ Do You Want To Know A Secret - Remastered 2009 - The Beatles Selma Karlsdóttir eigandi kattarins segir frægð Ófelíu á samfélagsmiðlum ekki koma á óvart enda sé hún algjör stjarna. „Túristarnir senda mér til dæmis svona myndir í þakklætisskyni og spyrja mjög mikið um hana. Hérna var einhver Dana frá Bandaríkjunum sem sendi mér svona póstkort. Hún er stjarna og elskar að sitja fyrir. Hún er svona fyrirsæta í sér og plús það þá er hún leikkona. Hún er búin að leika í bíómynd.“ Ófelía liggur ávallt á sama stað í versluninni á uppáhalds teppinu sínu.vísir/tómas Kvikmyndin sem um ræðir er Undir trénu en einnig hefur kisinn komið fram í erlendum þáttum. Ófelía kemur daglega í verslunina en áhyggjufullt fólk hefur samband við Selmu ef kötturinn sést ekki í versluninni. Þar sé vel séð um hana. „Já hún er með hlaðborð hérna í versluninni. Það er mjög vel hugsað um hana. Ég hleyp yfir með kattamat. Túristarnir sjá um að gefa henni gúmmelaði. Harðfisk og fleira. Hún lifir mjög góðu lífi.“ „Hún er barnið okkar“ Ófelía sé meira í versluninni en heima hjá sér. “Hún elskar bara athygli. Hún elskar að láta halda á sér og klappa sér. Hún elskar að taka á móti fólki. Hún er mjög góður gestgjafi.“ Starfsmenn Icemart segja það yndislegt að eiga loðinn samstarfsfélaga sem laðar viðskiptavini að. „Það eru mjög margir sem koma bara fyrir hana sem eru búnir að sjá hana á TikTok eða Instagram. Hún er mjög vinsæl. Allir túristarnir elska hana. Við elskum hana svo mikið. Hún er barnið okkar,“ segja þær.
Kettir Dýr Reykjavík Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira