Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 06:32 Michael Jordan átti sínu bestu ár í glæsihúsinu þegar hann fór á kostum með Chicago Bulls og vann NBA deildina sex sinnum á átta árum. Getty/Ken Levine Ef þú ert mikill aðdáandi NBA goðsagnarinnar Michael Jordan og átt nokkrar milljónir lausar kæmi kannski til greina að drífa sig til Chicago á næstunni. Það er núna hægt að fá að lifa einn dag eins og Michael Jordan en það kostar líka sitt. Jordan hefur verið að reyna selja glæsihús sitt í Highland Park í Chicago í mörg ár en ekkert hefur gengið. Verðið fór úr 29 milljónum dollara niður í 9,5 milljónir dollara en húsið seldist samt ekki. Jordan tók það úr sölu en nú það komið aftur á markaðinn en bara á öðruvísi markað. Jú, nú er hægt að leigja húsið á AirBnB vefnum. Þarna bjó hann þegar hann vann NBA deildina sex sinnum á átta árum frá 1991 til 1998. Nóttin kostar fimmtán þúsund dollara, 1,8 milljón króna, en fer upp í sautján þúsund dollara á annatíma eða meira en tvær milljónir króna. Þeir sem vilja leigja húsið í þrjár vikur þurfa síðan að borga 330 þúsund dollara eða 40,5 milljónir króna. Húsið getur tekið á móti alls tólf manns í gistingu. Þarna er hægt að fara í körfubolta á gamla einkavelli Jordan, taka á því í líkamsræktarsalnum hans, reykja vindla í vindlaherberginu, fara í golf, horfa á kvikmynd í litlum kvikmyndasal en allt byrjar þetta með því að keyra í gegnum hið heimsfræga 23 hlið við innkeyrsluna að húsinu. Í húsinu eru sjö svefnherbergi og 17,5 baðherbergi. Michael Jordan var á sínum tíma frægasti íþróttamaður heims þegar NBA sló í gegnum á heimsvísu. Vinsældir varnings merktum honum er enn það miklar að hann heldur sæti sínu meðal launahæstu íþróttamanna heims, tæpum aldarfjórðungi eftir að hann setti körfuboltaskóna upp á hillu í síðasta sinn. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Það er núna hægt að fá að lifa einn dag eins og Michael Jordan en það kostar líka sitt. Jordan hefur verið að reyna selja glæsihús sitt í Highland Park í Chicago í mörg ár en ekkert hefur gengið. Verðið fór úr 29 milljónum dollara niður í 9,5 milljónir dollara en húsið seldist samt ekki. Jordan tók það úr sölu en nú það komið aftur á markaðinn en bara á öðruvísi markað. Jú, nú er hægt að leigja húsið á AirBnB vefnum. Þarna bjó hann þegar hann vann NBA deildina sex sinnum á átta árum frá 1991 til 1998. Nóttin kostar fimmtán þúsund dollara, 1,8 milljón króna, en fer upp í sautján þúsund dollara á annatíma eða meira en tvær milljónir króna. Þeir sem vilja leigja húsið í þrjár vikur þurfa síðan að borga 330 þúsund dollara eða 40,5 milljónir króna. Húsið getur tekið á móti alls tólf manns í gistingu. Þarna er hægt að fara í körfubolta á gamla einkavelli Jordan, taka á því í líkamsræktarsalnum hans, reykja vindla í vindlaherberginu, fara í golf, horfa á kvikmynd í litlum kvikmyndasal en allt byrjar þetta með því að keyra í gegnum hið heimsfræga 23 hlið við innkeyrsluna að húsinu. Í húsinu eru sjö svefnherbergi og 17,5 baðherbergi. Michael Jordan var á sínum tíma frægasti íþróttamaður heims þegar NBA sló í gegnum á heimsvísu. Vinsældir varnings merktum honum er enn það miklar að hann heldur sæti sínu meðal launahæstu íþróttamanna heims, tæpum aldarfjórðungi eftir að hann setti körfuboltaskóna upp á hillu í síðasta sinn. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira