Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 07:30 Ben Askren sést hér í sjúkrarúminu sínu en hann er sem betur fer að braggast eftir fimm skelfilegar vikur. Ben Askren Ben Askren er goðsögn í bandaríska glímuheiminum og keppti á sínum tíma í UFC en þessum fyrrum stórstjarna hefur glímt við afar erfið veikindi í sumar. Askren fékk skæða lungnabólgu eftir bakteríusýkingu. Það endaði með að hann þurfti að fá tvö ný lungu. Veikindin tóku vissulega mikinn toll af hinum fertuga Askren. Breska ríkisútvarpið segir frá örlögum Askren og þar kemur fram að hann muni ekkert eftir því sem gerðist fyrir hann. Askren hætti í blönduðum bardagaíþróttum árið 2019 eftir stutt ævintýri í UFC heiminum. Hann hafði áður átt magnaðan feril í glímuheiminum og keppt á Ólympíuleikum. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Wisconsin í júní en hann þurfti þá að fara í öndunarvél og á lista yfir þá sem þurftu á líffæragjöf að halda. NEW: Former MMA fighter Ben Askren says he "died" four times, says he feels like he experienced his own funeral.Askren got emotional as he described his current condition, explaining how he lost all recollection from May 28 to July 2. The former fighter was hospitalized for… pic.twitter.com/wb3QSpOU6K— Collin Rugg (@CollinRugg) July 9, 2025 Askren sagði frá sögu sinni á samfélagsmiðlum en þar má sjá hann liggja nánast óþekkjanlegan í sjúkrarúmi sínu enda búinn að missa 23 kíló í veikindum og það á aðeins 45 dögum. „Ég þurfti að fá að lesa dagbók eiginkonunnar því ég man ekkert frá 28. maí til 2. júlí. Ég veit ekkert og hef enga hugmynd um hvað var í gangi hjá mér,“ sagði Ben Askren. „Ég sá það þegar ég las færslur hennar að þetta er eins og kvikmynd. Ég dó bara fjórum sinnum. Hjartað hætti að slá í tuttugu sekúndur,“ sagði Askren. „Ég fór á vigtina í gær og mældist 66 kíló. Ég hef ekki verið 66 kíló síðan ég var fimmtán ára gamall,“ sagði Askren. Hann er eitthvað að braggast en þarf eiginlega að læra allt upp á nýtt. Askren segist vera þakklátur fyrir kveðjurnar og stuðninginn sem hann hefur fengið frá öllum. „Það sem hefur snert mig mest er öll ástin sem ég hef fundið frá öllum. Það er nánast eins og ég hafi fengið að horfa á mína eigin jarðarför, ekki satt,“ sagði Askren. Eiginkona segir Askren hafa verið fullkomlega heilbrigðan fyrir aðeins fimm vikum síðan. Þau eiga þrjú börn saman. Askren er talinn einn besti bandaríski glímumaðurinn í sögunni og varð ósigraður í tuttugu bardögum þegar hann reyndi fyrir sér í UFC fyrir sex árum. Hann komst aftur í fréttirnar árið 2021 þegar hann boxaði á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. Paul hefur farið fyrir söfnun fyrir Askren á síðustu vikum. View this post on Instagram A post shared by Ben Askren (@benaskren) MMA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira
Askren fékk skæða lungnabólgu eftir bakteríusýkingu. Það endaði með að hann þurfti að fá tvö ný lungu. Veikindin tóku vissulega mikinn toll af hinum fertuga Askren. Breska ríkisútvarpið segir frá örlögum Askren og þar kemur fram að hann muni ekkert eftir því sem gerðist fyrir hann. Askren hætti í blönduðum bardagaíþróttum árið 2019 eftir stutt ævintýri í UFC heiminum. Hann hafði áður átt magnaðan feril í glímuheiminum og keppt á Ólympíuleikum. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Wisconsin í júní en hann þurfti þá að fara í öndunarvél og á lista yfir þá sem þurftu á líffæragjöf að halda. NEW: Former MMA fighter Ben Askren says he "died" four times, says he feels like he experienced his own funeral.Askren got emotional as he described his current condition, explaining how he lost all recollection from May 28 to July 2. The former fighter was hospitalized for… pic.twitter.com/wb3QSpOU6K— Collin Rugg (@CollinRugg) July 9, 2025 Askren sagði frá sögu sinni á samfélagsmiðlum en þar má sjá hann liggja nánast óþekkjanlegan í sjúkrarúmi sínu enda búinn að missa 23 kíló í veikindum og það á aðeins 45 dögum. „Ég þurfti að fá að lesa dagbók eiginkonunnar því ég man ekkert frá 28. maí til 2. júlí. Ég veit ekkert og hef enga hugmynd um hvað var í gangi hjá mér,“ sagði Ben Askren. „Ég sá það þegar ég las færslur hennar að þetta er eins og kvikmynd. Ég dó bara fjórum sinnum. Hjartað hætti að slá í tuttugu sekúndur,“ sagði Askren. „Ég fór á vigtina í gær og mældist 66 kíló. Ég hef ekki verið 66 kíló síðan ég var fimmtán ára gamall,“ sagði Askren. Hann er eitthvað að braggast en þarf eiginlega að læra allt upp á nýtt. Askren segist vera þakklátur fyrir kveðjurnar og stuðninginn sem hann hefur fengið frá öllum. „Það sem hefur snert mig mest er öll ástin sem ég hef fundið frá öllum. Það er nánast eins og ég hafi fengið að horfa á mína eigin jarðarför, ekki satt,“ sagði Askren. Eiginkona segir Askren hafa verið fullkomlega heilbrigðan fyrir aðeins fimm vikum síðan. Þau eiga þrjú börn saman. Askren er talinn einn besti bandaríski glímumaðurinn í sögunni og varð ósigraður í tuttugu bardögum þegar hann reyndi fyrir sér í UFC fyrir sex árum. Hann komst aftur í fréttirnar árið 2021 þegar hann boxaði á móti samfélagsstjörnunni Jake Paul. Paul hefur farið fyrir söfnun fyrir Askren á síðustu vikum. View this post on Instagram A post shared by Ben Askren (@benaskren)
MMA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Sjá meira