„Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 13:02 Kristinn Freyr Sigurðsson fagnar marki sínu á móti KR á dögunum. Vísir/Pawel Valsmenn hefja leik í Evrópukeppninni í kvöld þegar þeir fá eistneska liðið Flora Tallin í heimsókn á Hlíðarenda. Þetta er fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu 2025-26. Kristinn Freyr Sigurðsson og aðrir leikmenn Valsliðsins koma á mikilli siglingu inn í þetta einvígi á móti Eistunum. Margir leikir undanfarið „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru búnir að vera margir leikir undanfarið og við erum í góðum gír. Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Valsmenn eru í toppbaráttu Bestu deildarinnar, komnir í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og núna að fara af stað í Evrópukeppni. Það eru margir leikir og mikið í gangi. Verða næstu vikur erfiðar fyrir Valsliðið? Klippa: „Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi“ „Já klárlega. Það er mikið af leikjum en þeir eru skemmtilegir og það miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu sem við erum. Við þurfum bara að gera okkur klára fyrir hvern leik, hugsa um einn leik í einu og mæta bara klárir,“ sagði Kristinn. Æfingarnar öðruvísi Eru æfingar liðsins eitthvað öðruvísi þegar það er svona mikið af leikjum? „Já, það er allt annað og sjálfsögðu er það gert því þetta snýst náttúrulega um leikina og að menn séu eins orkumiklir og hægt er fyrir þá,“ sagði Kristinn. Fyrri leikurinn er á móti Flora er á heimavelli og góð úrslit því nauðsynleg í leik kvöldsins ætli Valsmenn áfram. Vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum „Þetta er mjög mikilvægt en það eru 180 mínútur í einvíginu. Margt getur gerst en þetta einvígi vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum. Við þurfum bara að fara út með góð úrslit og klára þá þar,“ sagði Kristinn. Kristinn hefur verið að spila vel með Val síðustu vikurnar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Nei, svo sem ekki. Ég reyni bara að vera klár fyrir leiki og stundum gengur þetta og stundum ekki. Liðinu hefur verið að ganga vel núna og margir leikmenn að spila vel. Við þurfum að halda því áfram því mótið er bara hálfnað,“ sagði Kristinn en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Vals og Flora hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Þetta er fyrri leikur liðanna í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu 2025-26. Kristinn Freyr Sigurðsson og aðrir leikmenn Valsliðsins koma á mikilli siglingu inn í þetta einvígi á móti Eistunum. Margir leikir undanfarið „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru búnir að vera margir leikir undanfarið og við erum í góðum gír. Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi,“ sagði Kristinn Freyr Sigurðsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson. Valsmenn eru í toppbaráttu Bestu deildarinnar, komnir í úrslitaleik Mjólkurbikarsins og núna að fara af stað í Evrópukeppni. Það eru margir leikir og mikið í gangi. Verða næstu vikur erfiðar fyrir Valsliðið? Klippa: „Við komum fullir sjálfstrausts inn í þetta einvígi“ „Já klárlega. Það er mikið af leikjum en þeir eru skemmtilegir og það miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu sem við erum. Við þurfum bara að gera okkur klára fyrir hvern leik, hugsa um einn leik í einu og mæta bara klárir,“ sagði Kristinn. Æfingarnar öðruvísi Eru æfingar liðsins eitthvað öðruvísi þegar það er svona mikið af leikjum? „Já, það er allt annað og sjálfsögðu er það gert því þetta snýst náttúrulega um leikina og að menn séu eins orkumiklir og hægt er fyrir þá,“ sagði Kristinn. Fyrri leikurinn er á móti Flora er á heimavelli og góð úrslit því nauðsynleg í leik kvöldsins ætli Valsmenn áfram. Vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum „Þetta er mjög mikilvægt en það eru 180 mínútur í einvíginu. Margt getur gerst en þetta einvígi vinnst ekki á fyrstu níutíu mínútunum. Við þurfum bara að fara út með góð úrslit og klára þá þar,“ sagði Kristinn. Kristinn hefur verið að spila vel með Val síðustu vikurnar. Er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Nei, svo sem ekki. Ég reyni bara að vera klár fyrir leiki og stundum gengur þetta og stundum ekki. Liðinu hefur verið að ganga vel núna og margir leikmenn að spila vel. Við þurfum að halda því áfram því mótið er bara hálfnað,“ sagði Kristinn en það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Vals og Flora hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fleiri fréttir Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn