Ofbeldi í garð fangavarða eykst Oddur Ævar Gunnarsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 12. júlí 2025 21:54 Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í árásum og þeir fái viðeigandi sálarhjálp. Vísir/Lýður Fangaverðir á Íslandi verða sífellt fyrir meira ofbeldi í starfi. Fimm urðu að leita á slysadeild eftir hópárás í liðinni viku þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. Talsmaður fangavarða segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í slíkum árásum. Sérsveit ríkislögreglustjóra auk lögregluliðs var kallað til í vikunni þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð árásin í eldhúsi fangelsisins þar sem föngunum tókst að leggja hald á hnífa, sem þó var ekki beitt. Fangarnir gerðu tilraun til þess að byrgja sig inni í eldhúsinu en tókst ekki þar sem sérsveit aðstoðaði fangaverði við að yfirbuga fangana. Fangaverðirnir fimm voru fluttir á slysadeild en slösuðust ekki alvarlega. Formaður félags fangavarða segir svo alvarlegar árásir ekki algengar. „Sem betur fer er þetta nú einsdæmi. Það er ekki oft sem við þurfum að kalla til sérsveit til að aðstoða okkur. En ofbeldi gegn okkur hefur aukist töluvert. Við erum að lenda töluvert í því að það sé verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum, það er verið að hrækja á okkur, það er verið að slá til okkar,“ segir Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða. Fangaverðir haldi vel utan um hvor annan Mál sem þessi séu ávallt kærð til lögreglu. „Við lítum þetta atvik alvarlegum augum og þetta verður rýnt og ég veit að okkar yfirmenn og yfirstjórn fangelsisins mun setjast niður og rýna þetta til þrauta,“ segir Heiðar. Þjálfun fangavarða hafi aukist mjög undanfarin ár og segir Heiðar það einstaklega mikilvægt í aðstæðum líkt og þeim sem komu upp þegar árásin varð. „Auðvitað er fólk slegið og auðvitað líður fólki illa ef það er verið að ráðast á það eða samstarfsfólk þess og alltaf þegar maður heyrir af því að það sé verið að ráðast á samstarfsmenn þína þá fær maður sting í hjartað og vonar alltaf það besta,“ segir hann. Fangavörðum sé veittur sálrænn stuðningur í bland við félagastuðning. „Við höldum voðalega vel utan um hvort annað þegar svona hlutir gerast og það er mikilvægast í öllu svona að einstaklingar séu gripnir sem lenda í svona áföllum.“ Fangelsismál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra auk lögregluliðs var kallað til í vikunni þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð árásin í eldhúsi fangelsisins þar sem föngunum tókst að leggja hald á hnífa, sem þó var ekki beitt. Fangarnir gerðu tilraun til þess að byrgja sig inni í eldhúsinu en tókst ekki þar sem sérsveit aðstoðaði fangaverði við að yfirbuga fangana. Fangaverðirnir fimm voru fluttir á slysadeild en slösuðust ekki alvarlega. Formaður félags fangavarða segir svo alvarlegar árásir ekki algengar. „Sem betur fer er þetta nú einsdæmi. Það er ekki oft sem við þurfum að kalla til sérsveit til að aðstoða okkur. En ofbeldi gegn okkur hefur aukist töluvert. Við erum að lenda töluvert í því að það sé verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum, það er verið að hrækja á okkur, það er verið að slá til okkar,“ segir Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða. Fangaverðir haldi vel utan um hvor annan Mál sem þessi séu ávallt kærð til lögreglu. „Við lítum þetta atvik alvarlegum augum og þetta verður rýnt og ég veit að okkar yfirmenn og yfirstjórn fangelsisins mun setjast niður og rýna þetta til þrauta,“ segir Heiðar. Þjálfun fangavarða hafi aukist mjög undanfarin ár og segir Heiðar það einstaklega mikilvægt í aðstæðum líkt og þeim sem komu upp þegar árásin varð. „Auðvitað er fólk slegið og auðvitað líður fólki illa ef það er verið að ráðast á það eða samstarfsfólk þess og alltaf þegar maður heyrir af því að það sé verið að ráðast á samstarfsmenn þína þá fær maður sting í hjartað og vonar alltaf það besta,“ segir hann. Fangavörðum sé veittur sálrænn stuðningur í bland við félagastuðning. „Við höldum voðalega vel utan um hvort annað þegar svona hlutir gerast og það er mikilvægast í öllu svona að einstaklingar séu gripnir sem lenda í svona áföllum.“
Fangelsismál Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira