Ofbeldi í garð fangavarða eykst Oddur Ævar Gunnarsson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 12. júlí 2025 21:54 Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða, segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í árásum og þeir fái viðeigandi sálarhjálp. Vísir/Lýður Fangaverðir á Íslandi verða sífellt fyrir meira ofbeldi í starfi. Fimm urðu að leita á slysadeild eftir hópárás í liðinni viku þar sem sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. Talsmaður fangavarða segir mikilvægt að hlúð sé að fangavörðum sem lendi í slíkum árásum. Sérsveit ríkislögreglustjóra auk lögregluliðs var kallað til í vikunni þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð árásin í eldhúsi fangelsisins þar sem föngunum tókst að leggja hald á hnífa, sem þó var ekki beitt. Fangarnir gerðu tilraun til þess að byrgja sig inni í eldhúsinu en tókst ekki þar sem sérsveit aðstoðaði fangaverði við að yfirbuga fangana. Fangaverðirnir fimm voru fluttir á slysadeild en slösuðust ekki alvarlega. Formaður félags fangavarða segir svo alvarlegar árásir ekki algengar. „Sem betur fer er þetta nú einsdæmi. Það er ekki oft sem við þurfum að kalla til sérsveit til að aðstoða okkur. En ofbeldi gegn okkur hefur aukist töluvert. Við erum að lenda töluvert í því að það sé verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum, það er verið að hrækja á okkur, það er verið að slá til okkar,“ segir Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða. Fangaverðir haldi vel utan um hvor annan Mál sem þessi séu ávallt kærð til lögreglu. „Við lítum þetta atvik alvarlegum augum og þetta verður rýnt og ég veit að okkar yfirmenn og yfirstjórn fangelsisins mun setjast niður og rýna þetta til þrauta,“ segir Heiðar. Þjálfun fangavarða hafi aukist mjög undanfarin ár og segir Heiðar það einstaklega mikilvægt í aðstæðum líkt og þeim sem komu upp þegar árásin varð. „Auðvitað er fólk slegið og auðvitað líður fólki illa ef það er verið að ráðast á það eða samstarfsfólk þess og alltaf þegar maður heyrir af því að það sé verið að ráðast á samstarfsmenn þína þá fær maður sting í hjartað og vonar alltaf það besta,“ segir hann. Fangavörðum sé veittur sálrænn stuðningur í bland við félagastuðning. „Við höldum voðalega vel utan um hvort annað þegar svona hlutir gerast og það er mikilvægast í öllu svona að einstaklingar séu gripnir sem lenda í svona áföllum.“ Fangelsismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra auk lögregluliðs var kallað til í vikunni þegar þrír fangar réðust á fimm fangaverði á Litla-Hrauni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð árásin í eldhúsi fangelsisins þar sem föngunum tókst að leggja hald á hnífa, sem þó var ekki beitt. Fangarnir gerðu tilraun til þess að byrgja sig inni í eldhúsinu en tókst ekki þar sem sérsveit aðstoðaði fangaverði við að yfirbuga fangana. Fangaverðirnir fimm voru fluttir á slysadeild en slösuðust ekki alvarlega. Formaður félags fangavarða segir svo alvarlegar árásir ekki algengar. „Sem betur fer er þetta nú einsdæmi. Það er ekki oft sem við þurfum að kalla til sérsveit til að aðstoða okkur. En ofbeldi gegn okkur hefur aukist töluvert. Við erum að lenda töluvert í því að það sé verið að skvetta á okkur allskonar líkamsvessum, það er verið að hrækja á okkur, það er verið að slá til okkar,“ segir Heiðar Smith, formaður Félags fangavarða. Fangaverðir haldi vel utan um hvor annan Mál sem þessi séu ávallt kærð til lögreglu. „Við lítum þetta atvik alvarlegum augum og þetta verður rýnt og ég veit að okkar yfirmenn og yfirstjórn fangelsisins mun setjast niður og rýna þetta til þrauta,“ segir Heiðar. Þjálfun fangavarða hafi aukist mjög undanfarin ár og segir Heiðar það einstaklega mikilvægt í aðstæðum líkt og þeim sem komu upp þegar árásin varð. „Auðvitað er fólk slegið og auðvitað líður fólki illa ef það er verið að ráðast á það eða samstarfsfólk þess og alltaf þegar maður heyrir af því að það sé verið að ráðast á samstarfsmenn þína þá fær maður sting í hjartað og vonar alltaf það besta,“ segir hann. Fangavörðum sé veittur sálrænn stuðningur í bland við félagastuðning. „Við höldum voðalega vel utan um hvort annað þegar svona hlutir gerast og það er mikilvægast í öllu svona að einstaklingar séu gripnir sem lenda í svona áföllum.“
Fangelsismál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Fleiri fréttir Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Sjá meira