Innlent

Aðalsprautan í Pussy Riot fær ís­lenskan ríkis­borgara­rétt

Jón Þór Stefánsson skrifar
Nadezhda Tolokonnikova er stofnandi Pussy Riot og nú einnig íslenskur ríkisborgari.
Nadezhda Tolokonnikova er stofnandi Pussy Riot og nú einnig íslenskur ríkisborgari. Getty

Nafn Nadezhdu Tolokonnikova, stofnanda hljómsveitarinnar Pussy Riot, er að finna á lista yfir einstaklinga sem lagt er til fái íslenskan ríkisborgararétt. Alþingi mun taka listann fyrir í dag.

Áður hafa tveir meðlimir hljómsveitarinnar hlotið ríkisborgararétt hér á landi.

Nadezhda er frá Rússlandi, líkt og hljómsveitin og gjörningahópurinn Pussy Riot sem hún stofnaði árið 2011.

Hljómsveitin hefur vakið heimsathygli fyrir pólitískt andóf, sérstaklega í garð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og stjórnvalda þar í landi. Meðlimir sveitarinnar, og þar með talin Nadezda, hafa þurft að dúsa á bak við lás og slá í Rússlandi.

Árið 2012 hlaut hún tveggja ára fangelsisdóm fyrir „óspektir sem byggðu á trúarlegu hatri“ við Kirkju Krists lausnara í Moskvu.

Fyrir tveimur árum hlutu tveir aðrir meðlimir sveitarinnar ríkisborgararétt hér á landi. Það voru þær Mariia Alekhina og Liudmilu „Lucy“ Shtein. 

Athygli vakti í fyrra þegar sú síðarnefnda var dæmd í sex ára fangesli í Rússlandi vegna færslna á samfélagsmiðlum þar sem hún talaði gegn innrás Rússa í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×