Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 14:16 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis. Frumvarpið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 23. Sex voru fjarverandi, þar á meðal Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu málsins, sem var rætt í meira en 160 klukkustundir. Frumvarpið var eitt það umdeildasta í sögu Alþingis. Á föstudaginn var 71. grein þingskapalaga, sem vísað hefur verið til sem „kjarnorkuákvæðisins“ beitt með þeim afleiðingum að málið var sett í þriðju umræðu. Ákvörðunin þótti, líkt og málið allt, umdeild. Frumvarpið var lagt fram þann 30. apríl. Fyrstu umræðu lauk með atkvæðagreiðslu þann 12. maí og fór þar með til atvinnuveganefndar. Þaðan var það afgreitt þann 14. júní. Þá hófst hin sögulega önnur umræða en frumvarpið var á dagskrá 21 þingfundar í annarri umræðu. 71. grein þingskapalaga var sem fyrr segir beitt síðastliðinn föstudag en hún kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. Þriðju og síðustu umræðu lauk í dag. Á þingfundi í dag sökuðu formenn stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spáðu því að málið verði henni að lokum að falli. Tvær breytingatillögur á frumvarpinu voru lagðar fram að þriðju umræðu lokinni. Önnur var felld en hin samþykkt að hluta til. Ráðherrar föðmuðust að máli loknu Í skýringu á atkvæði sínu og jafnframt síðustu ræðu sem flutt var í málinu öllu sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra að umræðan um sjávarútveg á Íslandi hafi undanfarna áratugi hverfst um hve lítinn hlut þjóðin hafi borið af nýtingarrétti auðlinda. „Um það óréttlæti hefur verið staðinn vörður af fyrrverandi stjórnum. Umræðan hefur harðnað undanfarin ár eftir því sem sífellt hefur komið betur í ljós sú gríðarlega auðsöfnun örfárra aðila í ljósi og krafti þessa sama nýtingarréttar. Og nú er verið að leiðrétta það mikla prinsippmál.“ Hún segir fátt fjarri sannleikanum en málflutningur stjórnarandstöðunnar sem telji sig tala máli landsbyggðarinnar. „Það er nákvæmlega á landsbyggðinni sem þetta gríðarlega óréttlæti hefur komið í ljós. Samþætting brottfararskipa, tilfærsla kvóta, auðsöfnun og það að þetta hefur ekki skilað sér til þjóðarinnar með tilheyrandi uppbyggingu innviðaskuldar. Því breytum við nú, þetta er góður dagur. Ég segi já,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Þar á eftir gerði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hlé á þingfundi og Hanna Katrín og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sjást fallast í faðma. Á vef Alþingis kemur fram hverjir greiddu atkvæði með og gegn frumvarpinu. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með því eru eftirfarandi: Arna Lára Jónsdóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Dagur B. Eggertsson, Eiríkur Björn Björgvinsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Grímur Grímsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Inga Sæland, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Gnarr, Jónína Björk Óskarsdóttir, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Kristján Þórður Snæbjarnarson , Kristrún Frostadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Logi Einarsson, María Rut Kristinsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnar Þór Ingólfsson, Sigmar Guðmundsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigurður Helgi Pálmason, Sigurjón Þórðarson, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, Víðir Reynisson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ráðherra fjarverandi Þá greiddu eftirfarandi þingmenn gegn frumvarpinu: Árni Helgason, Bergþór Ólason, Birna Bragadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Ingibjörg Davíðsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jón Pétur Zimsen, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Adolfsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Vilhjálmur Árnason, Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn B Sæmundsson. Guðmundur Ingi Kristinsson barna- og menntamálaráðherra, Jens Garðar Helgason, Jónína Brynjólfsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir voru fjarverandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 23. Sex voru fjarverandi, þar á meðal Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu málsins, sem var rætt í meira en 160 klukkustundir. Frumvarpið var eitt það umdeildasta í sögu Alþingis. Á föstudaginn var 71. grein þingskapalaga, sem vísað hefur verið til sem „kjarnorkuákvæðisins“ beitt með þeim afleiðingum að málið var sett í þriðju umræðu. Ákvörðunin þótti, líkt og málið allt, umdeild. Frumvarpið var lagt fram þann 30. apríl. Fyrstu umræðu lauk með atkvæðagreiðslu þann 12. maí og fór þar með til atvinnuveganefndar. Þaðan var það afgreitt þann 14. júní. Þá hófst hin sögulega önnur umræða en frumvarpið var á dagskrá 21 þingfundar í annarri umræðu. 71. grein þingskapalaga var sem fyrr segir beitt síðastliðinn föstudag en hún kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. Þriðju og síðustu umræðu lauk í dag. Á þingfundi í dag sökuðu formenn stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spáðu því að málið verði henni að lokum að falli. Tvær breytingatillögur á frumvarpinu voru lagðar fram að þriðju umræðu lokinni. Önnur var felld en hin samþykkt að hluta til. Ráðherrar föðmuðust að máli loknu Í skýringu á atkvæði sínu og jafnframt síðustu ræðu sem flutt var í málinu öllu sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra að umræðan um sjávarútveg á Íslandi hafi undanfarna áratugi hverfst um hve lítinn hlut þjóðin hafi borið af nýtingarrétti auðlinda. „Um það óréttlæti hefur verið staðinn vörður af fyrrverandi stjórnum. Umræðan hefur harðnað undanfarin ár eftir því sem sífellt hefur komið betur í ljós sú gríðarlega auðsöfnun örfárra aðila í ljósi og krafti þessa sama nýtingarréttar. Og nú er verið að leiðrétta það mikla prinsippmál.“ Hún segir fátt fjarri sannleikanum en málflutningur stjórnarandstöðunnar sem telji sig tala máli landsbyggðarinnar. „Það er nákvæmlega á landsbyggðinni sem þetta gríðarlega óréttlæti hefur komið í ljós. Samþætting brottfararskipa, tilfærsla kvóta, auðsöfnun og það að þetta hefur ekki skilað sér til þjóðarinnar með tilheyrandi uppbyggingu innviðaskuldar. Því breytum við nú, þetta er góður dagur. Ég segi já,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Þar á eftir gerði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hlé á þingfundi og Hanna Katrín og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sjást fallast í faðma. Á vef Alþingis kemur fram hverjir greiddu atkvæði með og gegn frumvarpinu. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með því eru eftirfarandi: Arna Lára Jónsdóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Dagur B. Eggertsson, Eiríkur Björn Björgvinsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Grímur Grímsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Inga Sæland, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Gnarr, Jónína Björk Óskarsdóttir, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Kristján Þórður Snæbjarnarson , Kristrún Frostadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Logi Einarsson, María Rut Kristinsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnar Þór Ingólfsson, Sigmar Guðmundsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigurður Helgi Pálmason, Sigurjón Þórðarson, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, Víðir Reynisson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ráðherra fjarverandi Þá greiddu eftirfarandi þingmenn gegn frumvarpinu: Árni Helgason, Bergþór Ólason, Birna Bragadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Ingibjörg Davíðsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jón Pétur Zimsen, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Adolfsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Vilhjálmur Árnason, Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn B Sæmundsson. Guðmundur Ingi Kristinsson barna- og menntamálaráðherra, Jens Garðar Helgason, Jónína Brynjólfsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir voru fjarverandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sjá meira