Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. júlí 2025 14:16 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis. Frumvarpið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 23. Sex voru fjarverandi, þar á meðal Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu málsins, sem var rætt í meira en 160 klukkustundir. Frumvarpið var eitt það umdeildasta í sögu Alþingis. Á föstudaginn var 71. grein þingskapalaga, sem vísað hefur verið til sem „kjarnorkuákvæðisins“ beitt með þeim afleiðingum að málið var sett í þriðju umræðu. Ákvörðunin þótti, líkt og málið allt, umdeild. Frumvarpið var lagt fram þann 30. apríl. Fyrstu umræðu lauk með atkvæðagreiðslu þann 12. maí og fór þar með til atvinnuveganefndar. Þaðan var það afgreitt þann 14. júní. Þá hófst hin sögulega önnur umræða en frumvarpið var á dagskrá 21 þingfundar í annarri umræðu. 71. grein þingskapalaga var sem fyrr segir beitt síðastliðinn föstudag en hún kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. Þriðju og síðustu umræðu lauk í dag. Á þingfundi í dag sökuðu formenn stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spáðu því að málið verði henni að lokum að falli. Tvær breytingatillögur á frumvarpinu voru lagðar fram að þriðju umræðu lokinni. Önnur var felld en hin samþykkt að hluta til. Ráðherrar föðmuðust að máli loknu Í skýringu á atkvæði sínu og jafnframt síðustu ræðu sem flutt var í málinu öllu sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra að umræðan um sjávarútveg á Íslandi hafi undanfarna áratugi hverfst um hve lítinn hlut þjóðin hafi borið af nýtingarrétti auðlinda. „Um það óréttlæti hefur verið staðinn vörður af fyrrverandi stjórnum. Umræðan hefur harðnað undanfarin ár eftir því sem sífellt hefur komið betur í ljós sú gríðarlega auðsöfnun örfárra aðila í ljósi og krafti þessa sama nýtingarréttar. Og nú er verið að leiðrétta það mikla prinsippmál.“ Hún segir fátt fjarri sannleikanum en málflutningur stjórnarandstöðunnar sem telji sig tala máli landsbyggðarinnar. „Það er nákvæmlega á landsbyggðinni sem þetta gríðarlega óréttlæti hefur komið í ljós. Samþætting brottfararskipa, tilfærsla kvóta, auðsöfnun og það að þetta hefur ekki skilað sér til þjóðarinnar með tilheyrandi uppbyggingu innviðaskuldar. Því breytum við nú, þetta er góður dagur. Ég segi já,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Þar á eftir gerði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hlé á þingfundi og Hanna Katrín og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sjást fallast í faðma. Á vef Alþingis kemur fram hverjir greiddu atkvæði með og gegn frumvarpinu. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með því eru eftirfarandi: Arna Lára Jónsdóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Dagur B. Eggertsson, Eiríkur Björn Björgvinsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Grímur Grímsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Inga Sæland, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Gnarr, Jónína Björk Óskarsdóttir, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Kristján Þórður Snæbjarnarson , Kristrún Frostadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Logi Einarsson, María Rut Kristinsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnar Þór Ingólfsson, Sigmar Guðmundsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigurður Helgi Pálmason, Sigurjón Þórðarson, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, Víðir Reynisson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ráðherra fjarverandi Þá greiddu eftirfarandi þingmenn gegn frumvarpinu: Árni Helgason, Bergþór Ólason, Birna Bragadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Ingibjörg Davíðsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jón Pétur Zimsen, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Adolfsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Vilhjálmur Árnason, Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn B Sæmundsson. Guðmundur Ingi Kristinsson barna- og menntamálaráðherra, Jens Garðar Helgason, Jónína Brynjólfsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir voru fjarverandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Frumvarpið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn 23. Sex voru fjarverandi, þar á meðal Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Íslandsmet í málþófi var slegið í annarri umræðu málsins, sem var rætt í meira en 160 klukkustundir. Frumvarpið var eitt það umdeildasta í sögu Alþingis. Á föstudaginn var 71. grein þingskapalaga, sem vísað hefur verið til sem „kjarnorkuákvæðisins“ beitt með þeim afleiðingum að málið var sett í þriðju umræðu. Ákvörðunin þótti, líkt og málið allt, umdeild. Frumvarpið var lagt fram þann 30. apríl. Fyrstu umræðu lauk með atkvæðagreiðslu þann 12. maí og fór þar með til atvinnuveganefndar. Þaðan var það afgreitt þann 14. júní. Þá hófst hin sögulega önnur umræða en frumvarpið var á dagskrá 21 þingfundar í annarri umræðu. 71. grein þingskapalaga var sem fyrr segir beitt síðastliðinn föstudag en hún kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. Þriðju og síðustu umræðu lauk í dag. Á þingfundi í dag sökuðu formenn stjórnarandstöðuflokkanna ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spáðu því að málið verði henni að lokum að falli. Tvær breytingatillögur á frumvarpinu voru lagðar fram að þriðju umræðu lokinni. Önnur var felld en hin samþykkt að hluta til. Ráðherrar föðmuðust að máli loknu Í skýringu á atkvæði sínu og jafnframt síðustu ræðu sem flutt var í málinu öllu sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra að umræðan um sjávarútveg á Íslandi hafi undanfarna áratugi hverfst um hve lítinn hlut þjóðin hafi borið af nýtingarrétti auðlinda. „Um það óréttlæti hefur verið staðinn vörður af fyrrverandi stjórnum. Umræðan hefur harðnað undanfarin ár eftir því sem sífellt hefur komið betur í ljós sú gríðarlega auðsöfnun örfárra aðila í ljósi og krafti þessa sama nýtingarréttar. Og nú er verið að leiðrétta það mikla prinsippmál.“ Hún segir fátt fjarri sannleikanum en málflutningur stjórnarandstöðunnar sem telji sig tala máli landsbyggðarinnar. „Það er nákvæmlega á landsbyggðinni sem þetta gríðarlega óréttlæti hefur komið í ljós. Samþætting brottfararskipa, tilfærsla kvóta, auðsöfnun og það að þetta hefur ekki skilað sér til þjóðarinnar með tilheyrandi uppbyggingu innviðaskuldar. Því breytum við nú, þetta er góður dagur. Ég segi já,“ sagði Hanna Katrín að lokum. Þar á eftir gerði Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis hlé á þingfundi og Hanna Katrín og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sjást fallast í faðma. Á vef Alþingis kemur fram hverjir greiddu atkvæði með og gegn frumvarpinu. Þeir þingmenn sem greiddu atkvæði með því eru eftirfarandi: Arna Lára Jónsdóttir, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Dagbjört Hákonardóttir, Dagur B. Eggertsson, Eiríkur Björn Björgvinsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Eyjólfur Ármannsson, Grímur Grímsson, Guðbrandur Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Hanna Katrín Friðriksson, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Inga Sæland, Heiða Ingimarsdóttir, Jóhann Páll Jóhannsson, Jón Gnarr, Jónína Björk Óskarsdóttir, Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Kristján Þórður Snæbjarnarson , Kristrún Frostadóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Logi Einarsson, María Rut Kristinsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnar Þór Ingólfsson, Sigmar Guðmundsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigurður Helgi Pálmason, Sigurjón Þórðarson, Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, Víðir Reynisson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Ráðherra fjarverandi Þá greiddu eftirfarandi þingmenn gegn frumvarpinu: Árni Helgason, Bergþór Ólason, Birna Bragadóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Ingibjörg Davíðsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Jón Pétur Zimsen, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Adolfsson, Rósa Guðbjartsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Sigurður Ingi Jóhannsson, Stefán Vagn Stefánsson, Vilhjálmur Árnason, Þorgrímur Sigmundsson og Þorsteinn B Sæmundsson. Guðmundur Ingi Kristinsson barna- og menntamálaráðherra, Jens Garðar Helgason, Jónína Brynjólfsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir voru fjarverandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira